Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 12
Innan við 150 hafa látist í Eystrasaltslöndunum af völdum COVID-19 til þessa. Með stækkuninni er hægt að koma fyrir 2,5 milljónum manna í mosk- unni, miðað við tæplega 800 þúsund áður. Landsvirkjun hefur um áratugaskeið starfrækt sumarvinnuflokka ungs fólks. Hóparnir sinna uppbyggingu og fegrun starfsstöðva Landsvirkjunar og vinna jafnframt að ýmsum samstarfsverkefnum víða um land. Samvinna sumarvinnu- flokka Landsvirkjunar og félagasamtaka, sveitarfélaga og stofnana hefur skilað sér í auknum umhverfisgæðum og betri aðstöðu til útivistar og ferðamennsku. Í boði er vinnuframlag sumarvinnu- flokka og flokksstjórn yfir þeim. Verkefnin lúta að ræktun, hreinsun, viðhaldi og öðrum umhverfisbótum ásamt ýmsum samfélagsverkefnum. Óskað er eftir að samstarfsaðilar leggi fram vel skilgreind verkefni. Umsóknarform með nánari upplýsingum er að finna á vef Landsvirkjunar, www.landsvirkjun.is. Fyrirspurnir sendist á netfangið lettverk@landsvirkjun.is. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2020. Umsóknarform er að finna á landsvirkjun.is. Landsvirkjun auglýsir eftir samstarfsaðilum að verkefninu Margar hendur vinna létt verk sumarið 2020. SÁDI-ARABÍA Þriðja stækkun Stór- moskunnar í Mekka, hinni helgu borg múslima, hefur hafist að nýju. Fækkun pílagríma hefur valdið því að framkvæmdir eru auðveldari á svæðinu. Meðal þess sem gert verður er að koma upp steinloftum, steinbogum við garða og breyta aðalhliðum moskunnar. Stækkunin var ákveðin árið 2008 og er sú langstærsta í sögu mosk- unnar. Um 300 þúsund fermetra svæði norðvestan við moskuna var þjóðnýtt og verður því heildarstærð svæðisins tvöfaldað. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina var 10 billjónir Bandaríkjadala, eða um 1.500 milljarðar króna. Stórmoskan er sú stærsta í ver- öldinni og umkringir Kaaba, helg- ustu byggingu múslima. Múslimar verða að fara einu sinni á ævinni til Mekka og ganga sjö hringi í kring- um Kaaba, innan í Stórmoskunni. Þetta hefur gert Mekka að einum mesta ferðamannastað veraldar, jafnvel þó aðeins múslimar megi heimsækja hana. Vegna fjölgunar mannkynsins á 20. og 21. öldunum, úr 1,6 millj- örðum árið 1900 í 7,8 árið 2020, er Stórmoskan löngu sprungin. Áætla Sádi-Arabar að 30 milljónir píla- gríma muni heimsækja moskuna árlega og eftir stækkunina geta 2,5 milljónir komið þar saman í einu, miðað við tæplega 800 þúsund áður. Moskan var upprunalega reist við upphaf íslams á sjöttu öld, en hefur tekið margvíslegum breytingum í gegnum aldirnar. Fyrsta nútíma- stækkunin var gerð milli 1955 og 1973 og önnur á milli 1982 og 1988. Þriðja stækkunin var fyrirskipuð af Abdullah konungi, sem lést árið 2015. Þegar hefur ein ný álma verið opnuð, Masaa. Auk þess að stækka og lagfæra er einnig verið að nútímavæða moskuna. Til að mynda hafa 79 sjálfvirk hlið verið sett upp, nýr spítali, rafmagnskerfi og öryggisgæslan uppfærð. Það er ekki að ósekju, því árið 1979 her- tóku hryðjuverkamenn moskuna og héldu þar gíslum í tvær vikur. Þá er svæðið í kringum Kaaba, þar sem hringganga pílagrímanna fer fram, stækkað, til að koma fleirum fyrir. Stækkun moskunnar hefur þó ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Stærsta áfallið var þegar bygg- ingarkrani féll á hliðina, kramdi 111 manns til dauða og særði tæp- lega 400. Allir hinir látnu voru útlendingar, f lestir frá Bangladess og Egyptalandi. Framkvæmdir voru stöðvaðar um tíma eftir slysið. Framkvæmdir voru aftur stöðv- aðar í byrjun mars vegna COVID-19 faraldursins. Þá voru einnig settar miklar takmarkanir á pílagríma en þeim fækkaði mjög mikið vegna ferðatakmarkana víða um heim. Fækkun pílagríma olli því þó að mun auðveldara var að vinna að framkvæmdum við moskuna og því var ákveðið að byrja á nýjan leik. Þá hafa einnig verið sett upp sérstök sótthreinsunarhlið sem allir verða að ganga í gegnum. Upprunalega átti að ljúka við þriðju stækkunina árið 2019 en því var frestað til ársins 2020. Ekki er vitað hversu mikil áhrif lokunin hefur haft, en framkvæmdaleyfis- hafinn, Saudi Binladin Group, hefur ekki gefið út breytingu á því. kristinnhaukur@frettabladid.is Nýta fámenni til að stækka moskuna Framkvæmdir eru hafnar við Stórmoskuna í Mekka á nýjan leik og ekki hefur enn verið hvikað frá því að klára verkið á þessu ári. Stækkunin kostar jafnvirði fimmtán hundruð milljarða króna og þrjú hundruð þúsund fermetrar af landi hafa verið þjóðnýttir. Stórmoskan í Mekka er sú stærsta í veröldinni en er þó löngu sprungin vegna ört vaxandi aðsóknar. MYND/GETTY EVRÓPA Í morgun opnuðu Eistland, Lettland og Litháen landamæri sín á milli. Þetta er fyrsta afmarkaða ferðasvæðið sem sett hefur verið á í Evrópu, síðan þjóðir hófu að loka landamærum sínum vegna kóróna- veirunnar. Samkvæmt nýju reglunum mega þeir sem ekki hafa ferðast utan Eystrasaltsríkjanna undanfarnar tvær vikur, ferðast frjálst á milli landanna þriggja, að því gefnu að þeir hafi ekki greinst með smit eða verið í návígi við smitaðan einstak- ling. Aðrir þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví við komu til land- anna. Einnig hefur verið leitað til Finn- lands og Póllands um aðild að ferða- svæðinu. „Eystrasalts-ferðasvæðið gefur fyrirtækjum tækifæri til opna á nýjan leik og fólki vonarglætu um að lífið sé að komast aftur í eðli- legt horf,“ sagði Saulius Skvernelis, forsætisráðherra Litháens, í yfir- lýsingu. Eystrasaltslöndin hafa sloppið betur frá faraldrinum en mörg önnur lönd Evrópu. Færri en 150 hafa dáið af völdum kórónaveir- unnar í löndunum þremur miðað við tölur John Hopkins-háskóla. Hafa þau nú þegar slakað á aðgerð- um vegna faraldursins. – atv Eystrasaltslöndin opna afmarkað ferðasvæði Rúmlega fimmtán hundruð hafa greinst með COVID-19 í Litháen. MYND/EPA 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R12 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.