Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Á ritstjórn- um rit- stýrðra fjölmiðla fer fram mat á hverjum einasta degi um hvort og hvaða upplýsingar eigi að birta. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Fjölmiðlar eru stundum nefndir fjórða valdið vegna aðhaldsins sem þeir veita. Fjölmiðlar sem telja sig hafa hlutverki að gegna í þessu sambandi álíta það skyldu sína að fjalla um beitingu ríkisvaldsins og ráðstöfun almanna­fjár. Einn lykilþáttur við að rækja þessa skyldu er greiður aðgangur að upplýsingum. Settar hafa verið lagareglur sem beinlínis er ætlað að greiða fjölmiðlum aðgang að upplýsingum frá stjórnvöldum og öðrum opinberum aðilum í þessu skyni og á hátíðisdögum tala ráðamenn um mikilvægi þess að þessi aðgangur sé sem greiðastur. Þrátt fyrir þetta reka fjölmiðlamenn sig oft á magnaða tregðu þessara aðila við að veita aðgang að upplýsingum sem telja má sjálfsagðan, sé höfð hliðsjón af lagareglum. Fjölmörg dæmi má nefna um að mál, sem fjallað var um í fjölmiðlum á grundvelli upplýsinga sem aflað var í krafti upplýsingalaga, hafi ratað í bættan farveg. Í vikunni fjallaði Fréttablaðið til dæmis um kaup Ríkisútvarpsins á efni af sjálfstæðum framleiðendum, en stofnunin hefur skuldbundið sig til að halda þeim kaupum í tilteknu hlutfalli af heildartekjum. Blaðið hafði upplýsingar um að farið hefði verið á svig við þetta viðmið, en stofnunin synjaði um aðgang að gögnum. Það var fyrst eftir að úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafði fjallað um upplýsingabeiðnina að stofnunin lét gögnin af hendi og kom þá í ljós að upplýsingar blaðsins reyndust réttar. Annað dæmi og nýlegt af síðum Fréttablaðsins er að atbeina dómstóla þurfti til svo samningur um náms­ styrk starfsmanns Seðlabankans fengist afhentur. Allt bendir þetta til að stjórnsýslan treysti ekki fjöl­ miðlum til að meðhöndla upplýsingar og jafnvel telur að þær komi fjölmiðlum og almenningi ekki við, þó að sýslað sé með almannafé. Á ritstjórnum ritstýrðra fjölmiðla fer fram mat á hverjum einasta degi á hvort og hvaða upplýsingar eigi að birta. Hvort tiltekið mál sé frétt eða ekki. Hvort nafn­ greina eigi aðila máls, eða birta af þeim mynd. Og á hverjum tíma búa starfsmenn á þessum rit­ stjórnum yfir upplýsingum sem sumar hverjar eru viðkvæmar og sæta þessu sama mati. Blaðamaður sem setur nafn sitt við frétt er persónulega ábyrgur fyrir efninu og framsetningu þess og getur sætt refsiábyrgð hafi illa tekist til við mat á hvort segja eigi frétt eða ekki. Auðvitað er fjöldi viðkvæmra persónuupplýsinga meðal gagna hjá opinberum aðilum – en það eru úrræði til að bregðast við því, svo sem að afmá þann hluta. Eins og greint er frá í blaðinu í dag liggur nú fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á upplýsingalögum. Í því er það nýmæli að leita þurfi álits þeirra sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, áður en aðgangur að upplýsingum er veittur. Þannig væri skylt að leita sjónarmiða fyrirtækja sem nýtt hafa hlutabótaleið um að það sé upplýst. Þá er einnig gert ráð fyrir að fyrirtækið geti leitað til úrskurðarnefndar um upplýsingamál og eftir atvikum borið þann úrskurð undir dómstóla. Þessar hugmyndir eru ekki fallnar til þess að styrkja aðhaldshlutverk fjölmiðla. Þvert á móti. Aðhaldið Nú í vikunni var tekið að slaka lítillega á kóróna­veiru­sóttkvínni hér í Bretlandi sem staðið hefur í tæpa tvo mánuði. Samkvæmt skoðana­ könnun töldu Bretar sig hafa farið vel að fyrirmælum stjórnvalda. Aðeins þrjú prósent svarenda sögðust til að mynda hafa brotið bann við að yfirgefa heimili sitt að óþörfu síðustu vikuna, en Bretar máttu aðeins fara að heiman til að kaupa í matinn eða stunda líkamsrækt úti við. Þegar þátttakendum í skoðanakönnuninni var boðið að svara spurningunum í skjóli nafnleyndar kom hins vegar annað hljóð í strokkinn. 29 prósent viðurkenndu að hafa brotið fyrrnefnd tilmæli. Upphaflega sögðust átta prósent hafa hitt vini og ættingja í sóttkvínni, þrátt fyrir blátt bann við slíku, en hlutfallið hækkaði í 31 pró­ sent undir nafnleynd. „Fólk segist oft hegða sér í takt við þau viðhorf og gildi sem eru samfélaginu þóknanleg,“ kváðu að­ stand endur könnunarinnar. „En orð og gjörðir fara ekki alltaf saman.“ Þeir sögðu þekkt að einstaklingar ýki eigin reglufylgni til að verða sér ekki félagslega til skammar. Rannsóknir sýna að fólk lagar hegðun sína að við­ horf um samfélagsins, þegar aðrir sjá til. Ein slík rann­ sókn, sem fram fór á almenningssalerni, sýndi að 77 prós ent kvenna þvoðu sér um hendurnar eftir að hafa far ið á klósettið. Það gerðu þær þó aðeins ef einhver ann ar var inni á snyrtingunni. Ef konurnar töldu sig einar þvoðu aðeins 39 prósent sér um hendurn ar. Við virðumst líkamlega víruð til að forðast félags­ lega skömm. Nýlegar rannsóknir á sviði taugavísinda sýna að félagsleg útskúfun virkjar sömu heilastöðvar og líkamlegur sársauki. Svo sterk er löngun okkar til að komast hjá fordæmingu samborgara okkar að hún get ur hlaupið með okkur í gönur. Fræg er sálfræðirann­ sókn sem gerð var við Columbia háskóla á sjöunda ára tug síðustu aldar. Nemanda var gert að sitja inni í her bergi og fylla út eyðublað. Reyk var dælt inn í her­ bergið. Ef nemandinn var einn í herberginu þaut hann beint út. Ef nemandinn var í herberginu ásamt tveimur vitorðsmönnum sálfræðinganna, sem höfðu fengið það hlutverk að sitja sem fastast þrátt fyrir reykjarmökk­ inn, fór „tilraunadýrið“ að fordæmi hinna í herberginu og fór ekki fet. Millistjórnandi á Range Rover Reiði greip um sig í íslensku samfélagi þegar fréttir bár ust af því að stöndug fyrirtæki hefðu nýtt sér hluta­ bóta leiðina, úrræði ríkisstjórnarinnar til að að stoða fyrir tæki í rekstrarvanda vegna COVID­19 faraldurs­ ins. Ef upp kæmist að millistjórnandi af Nesinu hefði sótt sér jólasteikina hjá Fjölskylduhjálp á Range Rovernum sínum, yrði hann snarlega fordæmdur af samborgur­ um sínum. En getum við gert sömu siðferðiskröfur til fyrirtækja og við gerum til samfélagsþegna? Hafi bankahrunið 2008 kennt okkur eitthvað, væri það helst að markaðurinn býr ekki yfir skynsemi, mann gæsku, langtímasýn eða teljandi siðferðis­ þreki. Mark aðurinn virðist þó eiga einn eiginleika sameiginleg an með mannfólki: Hann hræðist sam­ félagslega útskúfun. Þegar upp komst um móralska misnotkun á hlutabótaleiðinni og til tals kom að birta opinberlega lista yfir þá sem nýttu sér hana hafði fjöldi fyrirtækja samband við Vinnumálastofnun og óskaði eftir því að fá að endurgreiða þá fjármuni sem þau fengu úr neyðarpottinum. Hlutabótaleiðina má lagfæra með lagasetningu og auk inni eftirlitsheimild. Vegir hinnar ósýnilegu hand­ ar eru þó óútreiknanlegir og aldrei er hægt að sjá fyrir allar glufur sem krumlan kann að smeygja sér inn um. Gegnsæi er eitt vanmetnasta stjórnunartæki sam­ tímans. Það er einfaldara en lagabálkur, ódýrara en eftirlitsstofnun og áhrifamátturinn er studdur vísinda­ rökum. Hvað myndu margir Panamaprinsar hugsa sig tvisvar um áður en þeir héldu kokhraustir í skattasnið­ göngu, ef vegferð um slíka ranghala yrði aðeins farin fyrir opnum tjöldum? Krumlan í klinkkrúsinni Aðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundi Háteigssóknar, sem vera átti 17. maí, hefur verið frestað, af óviðráðanlegum orsökum. Fundurinn verður haldinn þ. 4. júní n.k. í Safnaðarheimili kirkjunnar kl.17. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Sóknarnefnd. 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.