Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 30
Það þarf svolítið að setja sig í spor tímanna, eða tímans, og huga að því að þeir hafa náttúrulega verið að berjast á móti fólki í brynjum. Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is HEMA stendur fyrir „Histori-cal European Martial Arts“ eða „Western Martial Arts“, sögulega, evrópska bardagalist þar sem skylmingar eru í aðalhlut- verki. Þjálfunin byggir að mestu leyti á miðaldaritum eftir þýska skylmingameistarann og sverða- smiðinn Joachim Meyer. Þýski stíllinn vinsæll Atli Freyr Guðmundsson er einn af þjálfurunum í Reykjavík HEMA- klúbbnum. „Við æfum miðalda- skylmingar og erum þá aðallega að fara eftir gömlum handritum skylmingameistara frá miðöldum og aðhyllumst einkum þýska stílinn, eins og hann er kallaður. Þá förum við mestmegnis eftir hand- riti Joachim Meyer frá 1571. En við döðrum við aðra meistara, bara til þess að fylla inn í og til að skoða aðrar hliðar á skylmingum.“ Þó að íslenski hópurinn sé tiltölulega nýr þá er að finna fjölda sams konar hópa úti um allan heim. „Það er frekar stórt og mikið samfélag í kringum þetta. Það eru margar alþjóðlegar keppnir, sú stærsta er væntanlega Swordfish, sem er haldin seint á árinu, í september eða október. Okkur dreymir náttúrulega um að geta sent einhvern á hana en það fá bara þeir sem eru efstir á listum að taka þátt, þeir fá alltaf miðana fyrst. Það þyrfti að senda fleiri á erlend mót, það eru ein- hverjir okkar sem hafa farið á mót erlendis og verða væntanlega fleiri og fleiri eftir því sem líður á.“ Atli segir mikinn áhuga meðal erlendra félaga á Íslandi. „Við ætluðum að halda fyrsta íslenska mótið í apríl en það gekk ekki út af Covid þannig að við þurftum að fresta því og ætlum að bíða þangað til öllum helstu höftum hefur verið aflétt og halda þá innanlandsmót. En það er rosa mikill áhugi á að koma á mót að utan, við höfum alveg fengið að heyra það. Um leið og við höldum opið mót verður alveg örugglega strax uppselt. Það eru mörg félög úti sem vilja endi- lega fá að koma.“ Áhersla á skylmingar Blaðamaður spyr Atla hvort það sé mikill áhugi á sagnfræði innan hópsins. „Já, svona inn á milli þá erum við algjörir nördar í raun- inni,“ segir hann og hlær. „Ef þú vilt lesa upprunalegu handritin, eins og til dæmis bara handritið hans Joac- him Meyer þar sem hann skrifar á háþýsku, þá þarf svolítið að kunna að lesa í handritin. Það er líka gott að kunna að lesa í myndirnar og velta fyrir sér af hverju hann kennir þetta svona eða hinsegin. Það þarf svolítið að setja sig í spor tímanna, eða tímans, og huga að því að þeir hafa náttúrulega verið að berjast á móti fólki í brynjum.“ Félagið leggur fyrst og fremst áherslu á skylmingar. „Við einbeit- um okkur að langsverðum og saber, svona bjúgsverði, og svo einnar handar sverði og skjöldum. Það er það sem við einbeitum okkur helst að, en reynum að taka líka glímu, og hnífa sem tengjast þessu.“ Vel er tekið á móti byrjendum. „Félagið sér byrjendum fyrir plast- sverðum, skjöldum og brynjum svo að hægt sé að stunda skylming- arnar. En svo eftir því sem þú ert lengur í félaginu, þá er mjög líklegt að einstaklingar fari að kaupa sér sjálfir sínar eigin brynjur og sverð. Það er ekkert alltof gaman að vera að fara í lánaðar brynjur sem eru kannski orðnar svolítið sveittar og illa lyktandi,“ segir Atli og hlær. „Það eru nokkrir sem eiga sín eigin stálsverð, þau eru að sjálfsögðu ekki beitt. Það væri auðvitað frekar leiðinlegt að meiða liðsfélagana og svo kæmust þeir ekki á æfingu fyrr en eftir nokkra mánuði.“ Öryggið er í fyrirrúmi. „Sverðin eru ekki beitt en annars eru þau alvöru, eða svipar til þeirra sem var verið að nota í þá daga, svona æfingasverð. Þetta heitir fjaður- sverð, þar sem því svipar til fjaðrar. Við erum með hjálma, hanska og brynjur og erum alltaf að bæta við í safnið okkar, aðallega brynjum og svona og núna ættum við að eiga nokkuð vel af slíku.“ Félagið stendur fyrir æfingu í dag og gefst áhugasömum þá kostur á að kynna sér fræðin. „Æfingin er klukkan fjögur. Við verðum á Klambratúni og mér skilst að það eigi að vera gott veður, svo það ættu einhverjir að mæta.“ Skylmingar og fróðleikur Reykjavík HEMA Club var settur á laggirnar síðastliðið haust. Þar kemur áhugafólk um evrópska bardagalist saman og æfir sig í miðaldaskylmingum, ásamt því að rýna í handrit frá miðöldum. Atli Freyr er hér til vinstri ásamt liðsfélaga sínum úr Reykjavík HEMA Club. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er mikið um að vera á æfingum félagsins. Í Kína eru sæbjúgu þekkt sem heilsubótarfæði og notuð til bóta við hinum ýmsu meinum. Kín- verjar kalla sæbjúgu gjarnan „gin- seng hafsins“ og til eru sagnir um notkun sæbjúgna þar fyrir meira en þúsund árum. Arctic Star sæbjúgnahylkin innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum sem geta haft jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi mannslíkamans, til dæmis er mikið kollagen í þeim en það er eitt helsta uppbyggingar- prótein líkamans. Finnur mikinn mun á sér Á síðustu árum hefur Arctic Star sérhæft sig í þróun á fæðu- bótarefnum, svo sem framleiðslu, markaðssetningu og sölu á hágæða sæbjúgnahylkjum. Hylkin eru framleidd úr íslenskum, hágæða, villtum sæbjúgum sem eru veidd í Atlantshafinu. Magnús Friðbergsson, verkefna- stjóri hjá Landspítala, hefur tekið sæbjúgnahylkin frá Arctic Star undanfarin tvö ár. „Vinur minn kynnti mig fyrir sæbjúgnahylkj- unum og þar sem ég hafði lengi verið slæmur í hnjám, með liðverki og lítið getað beitt mér, ákvað ég að prófa. Tveimur til þremur vikum seinna fann ég mikinn mun. Nú hef ég tekið sæbjúgnahylkin í tvö ár og fer allra minna ferða án óþæginda. Það er algjör bylting frá því sem áður var. Nú get ég gert hluti eins og að fara í langar gönguferðir, sem ég gat varla Sæbjúgnahylkin eru bylting Magnús Friðbergsson mælir með sæbjúgnahylkjum frá Arctic Star en hann finnur mun á sér eftir að hann fór að nota þau. Sæbjúgu innihalda fimmtíu tegundir af næringarefnum. Magnús er betri í hnjám og finnur minna fyrir liðverkjum eftir að hann fór að taka sæbjúgna- hylkin. Hylkin eru nú komin í nýjar umbúðir eins og sjá má á myndinni. MYND/GVA gert áður. Að minnsta kosti gerði ég það ekki með bros á vör og það tók mig langan tíma að jafna mig eftir álag,“ útskýrir hann. Magnús, sem er 69 ára gamall í dag, hafði fengið að heyra frá lækni að mikið slit væri í hnjám hans og ekki væri von á að það gengi til baka. „Hann sagði mér að kíkja á fæðingardaginn minn og að ég gæti ekki búist við að fara aftur í tíma. Mér fannst vont að heyra þetta og var því tilbúinn að prófa ýmislegt sem gæti mögulega lagað þetta. Sæbjúgnahylkin frá Arctic Star virka mjög vel á mig og ég mæli með að fólk prófi þau.“ Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf. Allar nánari upp- lýsingar fást á arcticstar.is. Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.