Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 46
Dómsmálaráðuneytið f.h. Sýslumannaráðs auglýsir laust til umsóknar starf verk-
efnastjóra Sýslumannaráðs. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs í 100%
stöðugildi, með möguleika á framlengingu. Verkefnastjóri verður Sýslumannaráði
til stuðnings við framkvæmd verkefna sem ráðinu eru falin með lögum, auk ann-
arra verkefna sem eru sameiginleg öllum sýslumannsembættum.
Starfið er auglýst án staðsetningar en þó þannig að aðsetur starfsmanns verði á
skrifstofu eins sýslumannsembættis.
Samkvæmt 6. gr. laga nr. 50/2014 um framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í
héraði, tilnefna sýslumenn árlega úr sínum hópi þrjá fulltrúa í Sýslumannaráð.
Ráðið hefur það hlutverk að vinna með ráðuneytinu að stefnumótun fyrir sýslu-
mannsembættin í heild og gera tillögur um hvað eina sem getur orðið til úrbóta
í störfum sýslumanna eða löggjöf sem um verkefni þeirra gildir. Þá ber ráðinu
jafnframt að vinna að sameiginlegum verkefnum sýslumanna og vera til ráðgjafar
um þróun starfs- og upplýsingakerfa embættanna, að annast sameiginlega vefsíðu
embættanna og stuðla að símenntun og þjálfun starfsmanna þeirra.
Helstu verkefni eru dagleg umsjón og stýring verkefna, þ. á m. umbótaverkefna
varðandi samræmingu þjónustu á landsvísu, þátttaka í stafrænum verkefnum og
greiningarvinnu, gerð tíma- og verkefnisáætlana, samskipti við starfsmenn sýslu-
manna og vera tengiliður við ráðuneytið auk annarra verkefna sem verkefnastjóra
eru falin til umsjónar.
Umsækjendur skulu hafa háskólapróf eða aðra framhaldsmenntun sem nýtist í
starfi. Reynsla af verkefnastjórnun er skilyrði.
Aðrar hæfniskröfur eru:
• Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.
• Fagmennska, frumkvæði og drifkraftur.
• Reynsla og þekking á verkefna- og gæðastjórnun.
• Reynsla í breytingastjórnun.
• Reynsla af þjónustustjórnun er kostur.
• Reynsla og þekking á stafrænum verkefnum er kostur.
• Þekking á persónuvernd er kostur.
• Góð almenn tölvukunnátta.
• Góð þekking og/eða reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur.
• Góð þekking og/eða reynsla af störfum á málefnasviði sýslumanna er kostur.
• Rekstrarþekking og/eða reynsla er kostur.
• Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráð-
herra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsóknir skulu berast í gegnum starfatorg.is. Öllum umsóknum verður svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsóknarfrestur er til og með 25. maí nk.
Með umsókn skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá, starfsheiti og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfylli hæfnis-
kröfur fyrir starfið.
Nánari upplýsingar veitir
Guðmundur Bjarni Ragnarsson, lögfræðingur
hjá dómsmálaráðuneytinu, í síma 5459000.
Staða verkefnastjóra
Sýslumannaráðs er laus til umsóknar
Til hvers að auglýsa ?
Ef þú auglýsir sjálf-/ur eftir starfsmanni eyðir þú verulegum tíma
í úrvinnslu innsendra umsókna.
Okkar styrkur er öflugur gagnabanki og yfir tveggja áratuga reynsla við að
þjónusta fyrirtæki við leit að starfsmanni.
Sparaðu þér tíma, kostnað og fyrirhöfn - leitaðu aðstoðar
fagmanna með langvarandi reynslu af ráðningarmálum.
STRÁ Starfsráðningar ehf. - Suðurlandsbraut 30 - sími 588-3031
stra@stra.is - gudny@stra.is - www.stra.is.
Með starf
fyrir þig
Starfsemi STRÁ ehf. býr að
aldarfjórðungs reynslu og
þekkingu á sviði starfs-
manna- og ráðningarmála
en stofan hefur unnið fyrir
mörg helstu og leiðandi
fyrirtæki landsins um
árabil.
Rík áhersla er lögð á trúnað
varðandi vörslu gagna og
upplýsinga bæði gagnvart
umsækjendum, sem og
vinnuveitendum.
Ánægðir viðskiptavinir til
margra ára hafa notið
þjónustu STRÁ, en stofan
hefur jafnframt umsjón
með ráðningum í sérfræði-
og stjórnunarstöður.
www.stra.is
Rannsakandi hjá rannsóknarnefnd
samgönguslysa - umferðarsvið
Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) óskar eftir að
ráða til starfa rannsakanda við slysarannsóknir á um-
ferðarsviði með starfsstöð í Reykjavík. RNSA starfar
samkvæmt ákvæðum laga um rannsókn samgönguslysa nr.
18/2013 og reglugerðar nr. 763/2013. Nánari upplýsingar má
finna á vefsíðunni www.RNSA.is
Helstu verkefni:
Í starfinu fellst m.a. rannsóknir á orsökum umferðarslysa,
þar með talið vettvangsrannsóknir og sinnir rannsakandi
bakvöktum. Rannsakandi stýrir einstaka rannsóknum hefur
umsjón með þeim verkefnum sem þeim tengjast svo sem
greiningarvinna við rannsóknir, skýrslugerð og eftirfylgni
með þeim tillögum sem lagðar eru fram til úrbóta í öryggis-
málum.
Æskilegar menntunar og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg.
• Hafa þekkingu eða reynslu á starfrækslu, viðhaldi og
búnaði ökutæka.
• Þekkja til reglna og laga sem gilda um umferðarmál.
• Hafa reynslu af stjórnun verkefna.
• Mjög góð þekking og færni í rituðu og töluðu máli á
íslensku og ensku. Kunnátta í einu Norðurlandamáli
er æskileg.
• Hafa þekkingu og reynslu af notkun algengustu hugbún-
aðarforrita.
• Gagnrýnin og lausnamiðuð hugsun.
• Hafa reynslu af stjórnun og færni í mannlegum
samskiptum.
• Hæfni til að starfa sjálfstætt, sem og í hóp.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum við ríkissjóð.
Um er að ræða fullt starf.
Umsóknir skal senda til Rannsóknarnefndar samgöngu-
slysa, Hús FBSR, Flugvallarvegi 7, 101 Reykjavík eða á
netfangið „ thorkell@rnsa.is „
Umsókn þarf að fylgja ferilsskrá og kynningarbréf þar sem
gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir
hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veitir
Þorkell Ágústsson (thorkell@rnsa.is).
Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Áætlað er að umsækjandi hefji störf í lok sumars eða
samkvæmt samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 31. maí 2020
MENNTUNARSJÓÐUR
Mæðrastyrksnefndar
Reykjavíkur
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr
Menntunarsjóði Mæðrastyrks-
nefndar Reykjavíkur
Sjóðurinn er ætlaður þeim sem hyggja á nám á
skólaárinu 2020-2021
Umsókn verður afgreidd þegar öll umbeðin gögn hafa
borist og staðfesting hefur fengist á skólavist.
Um er að ræða styrk til greiðslu skólagjalda (að ákveðnu
hámarki), bókakaupa eða annars sem gerir umsækjanda
kleift að stunda og ljúka námi.
Umsóknarfrestur rennur út 25. júní 2020
Umsókn þarf að fylgja
- skattskýrsla síðustu 2ja ára
- staðfesting á námsvist
Umsóknareyðublað, úthlutunarreglur og allar nánari
upplýsingar eru á heimasíðu Menntunarsjóðsins á vef
Mæðrastyrksnefndar - www.maedur.is -
og Facebook síðu Menntunarsjóðsins.