Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 37
0 Tryggingar og raogjof
0 Tryggingar og raogjof
0 Tryggingar og raogjof Tryggingar og ráðgjöf ehf. óskar eftir að ráða forstöðumann/konu söludeildar.
Starfið felur í sér að halda utan um söludeild, hafa um-
sjón með dreifingu, sölugögnum, markaðssetningu og
kennslu.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Rekstur söludeildar
• Söluáætlanir
• Markaðssetning
• Kennsla
Hæfnikröfur
• Skipulagshæfileikar
• Sjálfstæð vinnubrögð
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Mjög góð tölvukunnátta
• Reynsla af stjórnun
• Menntun í viðskipta-, markaðsfræði eða tengdum
fögum er kostur
Tryggingar og ráðgjöf ehf. er í samstarfi við nokkur
evrópsk tryggingafélög sem eru að bjóða nýjar og mjög
spennandi vörur fyrir íslenskan markað.
Um er að ræða fullt starf í dagvinnu.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinsamlegast sendið umsókn (ferilskrá og kynningar-
bréf) á storf@tryggir.is. Umsóknarfrestur er til 26. maí
2020. Nánari upplýsingar veitir Ásgerður Ágústsdóttir
asgerdur@tryggir.is.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Tryggingar og ráðgjöf ehf. er löggilt vátryggingamiðlun
staðsett í Sóltúni 26, 105 Rvk. Nánar um starfsemi T&R
er að finna á www.tryggir.is.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Leikskólakennaramenntun
· Reynsla af starfi í leikskóla
kopavogur.is
Kópavogsbær auglýsir starf skipulagsstjóra laust til umsóknar. Skipulagsstjóri stýrir skipulags- og
byggingardeild bæjarins en þar starfar 14 manna samhentur hópur. Hann hefur umsjón með þróun á
sviði skipulagsmála í bænum og ber ábyrgð á að meðferð skiplagsmála sé í samræmi við samþykkta
stefnumótun, gildar skipulagsáætlanir og að farið sé eftir lögum og reglugerðum. Hann er ráðgjafi
bæjarstjórnar í skipulagsmálum.
Helstu verkefni
· Daglegur rekstur skipulags- og byggingardeildar.
· Vinnur skipulagsáætlanir (aðal-, deili- og hverfisskipulags) og skipulags- og byggingarskilmála.
· Umsjón og eftirlit með gerð umhverfismats áætlana.
· Útgáfa framkvæmdaleyfa og gerð umsagna um skipulags- og byggingarerindi.
· Umsjón með grenndarkynningu deiliskipulagsbreytinga og byggingarleyfa.
· Auglýsir skipulagslýsingar og skipulagsbreytingar lögum samkvæmt.
· Undirbúningur funda skipulagsnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar.
· Upplýsingagjöf og samskipti við íbúa, kjörna fulltrúa og aðra hagsmunaaðila.
· Þátttaka í samráðshópum um skipulags- og byggingarmál.
· Situr í fagráði svæðisskipulagsnefndar SSH.
· Umsagnir vegna kærumála og álitaefna í samstarfi við lögfræðideild.
Menntunar- og hæfniskröfur
· Meistarapróf á háskólastigi sem nýtist í starfi.
· Löggiltur skipulagsfræðingur eða sambærileg menntun sbr. 7. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
· Leiðtogahæfileikar og góð færni í mannlegum samskiptum.
· Þekking og reynsla af verkefnastjórnun og teymisvinnu.
· Lausnamiðuð hugsun og færni í framsetningu efnis.
· Þekking á teikniforritum og öðrum forritum tengdum skipulagsvinnu.
· Þekking á skjalavistunarkerfum er kostur.
· Frumkvæði, sjálfstæði og góð skipulagshæfni.
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Steingrímur Hauksson, sviðsstjóri umhverfissviðs
(steingr@kopavogur.is).
Tekið er við umsóknum í gegnum ráðningarvef Kópavogsbæjar.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Skipulagsstjóri
Kongsberg búnaður og skipahönnun er í fremstu röð í heiminum og hefur þjónað
íslenskum útgerðum í áratugi með áreiðanleika og endingu að leiðarljósi. Skipið Ilivileq,
sem er nýjasta skipið í eigu íslenskrar útgerðar, er frábær vitnisburður um glæsilegt
fullvinnsluskip frá Kongsberg.
Við leitum að deildarstjóra fyrir sölu og þjónustudeild Kongsberg Maritime hjá Héðni til að
fara fyrir hópi sérfræðinga í sölu og þjónustu á búnaði frá Kongsberg um borð í skipum.
DEILDARSTJÓRI KONGSBERG
Helstu verkefni:
• Yfirumsjón með samstarfi við Kongsberg
• Samskipti við viðskiptavini í stærri nýsölu-
og þjónustuverkefnum og tengsl þeirra við
viðeigandi deildir hjá Kongsberg
• Umsjón starfsmannamála í samstarfi við
verkstjóra og þjónustustjóra
• Skipulag deildar og mótun verkferla
Hæfniskröfur:
• Verk- og tæknimenntun með reynslu í
skipaþjónustu
• Mjög góður tæknigrunnur og tölvufærni
• Reynsla og þekking á búnaði frá Kongsberg
Maritime eða sambærilegum búnaði
• Góð þekking á ritaðri og talaðri íslensku og
ensku
• Frumkvæði og lausnamiðuð hugsun
• Stundvísi, skipulagshæfni og færni í mannlegum
samskiptum
• Rík þjónustulund
Héðinn hf. er fyrirtæki með nærri 100
ára sögu af þjónustu við sjávarútveg
og iðnað. Hjá Héðni starfa um 100
manns við fjölbreytt störf, allt frá
hönnun til framleiðslu fullbúins
tækjabúnaðar ásamt eftirfylgni
og þjónustu.
Umsóknarfrestur er til og með 27. maí nk. Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is.
ATVINNUAUGLÝSINGAR 3 L AU G A R DAG U R 1 6 . M A Í 2 0 2 0