Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 3

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 3
Ritstjórapistill Frá ritstjóra Dagana 17. - 18. maí síðastliðinn var haldinn í Madrid aðalfundur Evrópusamtaka fatlaðra, European Disability Forum. Þessi samtök voru stofnuð á síðari hluta 10. áratugarins innan vébanda Evrópu- sambandsins og var EFTA- ríkjunum boðin aðild að þeim. Hafa þessi samtök haslað sér völl víða innan valdastofnana Evrópusambandsins og haft nokkur áhrif á lagasetningu þess. A aðalfundinum voru rædd ýmis mál sem snerta hagsmuni fatlaðra. Hæst bar umræðuna um Evrópuár fatlaðra árið 2003 en samtökin áttu frumkvæðið að því árið 1999 að árið 2003 skyldi helgað málefnum fatlaðra. Víða í Evrópu er undirbúningur ársins hafinn. Stjórnvöld hafa sums staðar tekið myndarlega á þessu máli. í Grikklandi er forsætisráð- herrann formaður undirbúnings- nefndarinnar. Öll Norðurlöndin Arnþór Helgason Fatlaðir hafa margsinnis sýnt að þeir eru færir um að vinna margvísleg afrek fái þeir að rækta hæfileika sína á sama hátt og aðrir. nema ísland hafa nú byrjað undirbúning Evrópuársins og er samstarf þar náið á milli samtaka fatlaðra og stjómvalda. Eins og fram kom í síðasta tölublaði hefur undirbúningur enn ekki getað hafíst hér á landi vegna skilningsleysis stjómvalda. í skýrslu stjórnar Evrópu- samtaka fatlaðra er komið víða við. Er aðdáunarvert hvað hið fámenna starfslið samtakanna virðist áorka miklu. Evrópu- samtökin hafa haft fmmkvæði að ýmsum aðgerðum innan Evrópu- sambandsins og sér sumra aðgerða nú þegar stað. Þannig má nefna að Evrópusambands- ríkin hafa nú hálft annað ár til þess að aðlaga strætisvagna og hópferðabifreiðar að þörfum hreyfihamlaðra, náðst hefur samkomulag um réttindi fatlaðra flugfarþega og í undirbúningi er löggjöf innan Evrópusam- bandsins sem beinist gegn hvers kyns mismunun á grundvelli fötlunar. Þá flutti danski hæstaréttar- dómarinn Holger Kallehauge, sem er mörgum baráttumönnum fatlaðra hér á landi að góðu kunnur, erindi um nauðsyn þess að koma á sérstökum alþjóða- sáttmála um réttindi fatlaðra. Er gengið út frá því sem vísu að AÐILDARFÉLÖG ÖRYRKJABANDALAGSINS Alnæmissamtökin á íslandi Blindrafélagið Blindravinafélag íslands Daufblindrafélag íslands FAAS - Félag aðstandenda Alzheimersjúklinga Félag heyrnarlausra Félag nýrnasjúkra Foreldrafélag misþroska barna Foreldra og styrktarfélag heyrnardaufra Geðhjálp Geðverndarfélag íslands Gigtarfélag íslands Heyrnarhjálp LAUF - Landssamtök áhugafólks um flogaveiki Málbjörg MG-félag íslands MND-félag íslands MS-félag íslands Parkinsonsamtökin á fslandi Samtök psoriasis og exemsjúklinga Samtök sykursjúkra SÍBS - Samband ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga Sjálfsbjörg Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Styrktarfélag vangefinna Tourette samtökin Umsjónarfélag einhverfra tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.