Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 6

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 6
Útivist Ekki má slá slöku við. Málfríður Kristinsdóttir áhugasöm við vinnuna r þar vinni að jafnaði um fjörutíu manns við ýmis störf. Starfsfólkið vinnur t.d við tréverk og föndur. Einnig starfar það við pökkun fyrir fyrirtæki í Reykjavík. Það sem tekur mestan tíma þessa dagana er gróðurhúsið sem stendur austan við húsið. Þar eru ræktaðir tómatar, agúrkur, paprikur og nýbyrjað er að rækta kúrbít. Einnig eru þar ræktuð sumarblóm eins og t.d sólblóm, svo og ýmiss konar grænmeti sem tekið er upp að hausti. Allt grænmeti er lífrænt ræktað undir ströngu eftirliti Túns hf. „Það vinna allir starfsmenn í gróðurhúsinu í einhvem tíma yfir sumarið. Sumir eru í fullu starfi en aðrir í hálfu. Við skiptum tím- anum í gróðurhúsinu þannig að allir fái að vinna við ræktunina. Tímabilin skiptast í undirbúning, uppskeru og frágang. Það fá allir starf við sitt hæfi“, segir Guðrún. Lilja Sigurðardóttir garðyrkjufræðingur og Bryndís Jónsdóttir þroskaþjálfi hafa umsjón Árangur vinnunnar að koma í ljós Soffía Rúna á leið í söluleiðangur með gróðurhúsinu Og að BJARKARAS r I blóma Við Stjörnugróf í Reykjavík er Bjarkarás, vinnustaður sem rekinn er af Styrktarfélagi vangefinna. Bjarkarás var stofnaður árið 1972 og hélt upp á 30 ára afmæli fyrir skömmu. Guðrún Eyjólfsdóttir er forstöðu- þroskaþjálfí í Bjarkarási og segir hún að

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.