Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 36

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 36
Félagslega líkanið um fötlun af hagsmunum ráðandi hópa, það er að segja ófatlaðra. Fötlun er því skilgreind sem ákveðið form undirokunar og/eða kúgunar og hugtakið fötlun stendur fyrir flókið kerfí félagslegra hindrana samfélags sem aðgreinir þegna sína og mismunar þeim. Ahersla félagslega líkansins er því á gildi, norm, viðmið, skipulag, arki- tektúr, lög, stofnanir og viðhorf samfélagsins. Lykilspumingin er hvort samfélagið þjóni þörfum allra þegna sinna jafnt, óháð líkamlegu og/eða andlegu atgervi. í þeim tilvikum sem samfélagið gerir það ekki leiðir það til fotlunar einstaklinga með skerta getu. Stofnanabundin mismunun gegn fötluðu fólki sem birtist í umhverfislegum og efnahags- legum hindrunum hefur keðju- verkandi áhrif á líf þeirra. Það að hafa ekki tækifæri til menntunar hefur áhrif á möguleika þeirra til atvinnu sem síðan hefur áhrif á fjárhagsstöðu og gerir fólki þannig erfíðara fyrir að stofna til fjölskyldu. Fötlun felur því í sér mismunun, félagslega einangrun og takmarkanir. Samkvæmt þessu sjónarhorni ber að leita lausna í samfélagslegum breytingum til að bæta stöðu fatlaðs fólks en ekki einungis í endurhæfingu þeirra. Þrátt fyrir að félagslega líkanið um fötlun hafi orðið til fyrir tilverknað líkamlega fatlaðs fólks einskorðast það ekki við líkamlega fötlun. Markmið líkansins er að spanna reynslu allra þeirra sem fatlaðir eru hvort heldur sem um líkamlega-, greindar-, skyn-, eða geðfötlun er að ræða. Aherslan er á að lýsa, skýra og greina sameiginlega reynslu fatlaðs fólks. Félagslega líkanið um fötlun hefur verið gagnrýnt fyrir að vanrækja greindarskerta einstaklinga og bent á að þroskaheft fólk sé eins afskipt og nokkru sinni fyrr. Astæður þess eru taldar vera þær að þó svo að félagslega líkaninu sé ætlað að byggja á sameigin- legri reynslu allra þeirra sem eru fatlaðir þá gengur það ekki upp því að reynsla fólks er ólík eftir eðli og alvarleika fötlunar. Fötlunar sinnar vegna eiga greindarskertir einstaklingar ekki fulltrúa í hópi fatlaðra fræði- manna sem eru flestir annað hvort líkamlega- eða skynfatlaðir. Þau fræðiskrif sem lýsa og greina merkingu fötlunar endurspegla því fyrst og fremst reynslu þessara tveggja hópa en gera reynslu þroskahefts fólks ekki skil. Þess ber þó að geta að nýleg hugmyndafræði um mannréttindi, jöfnuð og samskipan (normali- sation og integration) hefur haft mun meiri áhrif á líf greindar- skerts fólks en fólks með aðrar fatlanir. Líkt og öll önnur líkön er þetta líkan umdeilt. Margir og þar á meðal fatlaðir sjálfír hafa gagnrýnt félagslega líkanið fýrir að gera of lítið úr fötluninni sjálfri og samspili hennar við utanað- komandi þætti. Á Norðurlöndum hefur þetta líkan ekki náð mikilli fótfestu en þar er áherslan lögð á tengslalíkan sem byggir á samspili ólíkra þátta. Á NNDR ráðstefnunni sem haldin verður síðar í sumar gefst ráðstefnu- gestum kjörið tækifæri til að kynna sér þessi mál frekar. Hanna Björg Sigurjónsdóttir Hlerað í hornum Tveir náungar, alls óvanir hestum voru þó í útreiðartúr og fóru svo af baki til að fá sér hressingu og til að hestarnir gætu það nú líka, þá tóku þeir af þeim beizlin. Þegar þeir ætluðu svo að setja beizlin upp á ný vildu hestarnir ekki opna munninn fyrir þá, þrátt fyrir miklar fortölur, en þá segir annar mannanna við hinn: „Við skulum bara bíða eftir því að þeir geispi”. Nonni segir við Gunna jafn- aldra sinn: „Mikið er erfitt að vera barn. Fyrst er manni kennt að tala og ganga, en svo er manni sagt að sitja bara og þegja”. Farþegi nokkur stóð í heil- miklu stappi og þrefi við afgreiðslumanninn í flug- stöðinni og afgreiðslumann- inum leiddist mjög ósvífni og frekja mannsins. Farþeginn endaði á því að spyrja valdsmannlega: „Veiztu hver ég er?” Þá kallaði afgreiðslumaðurinn í kalltæki stöðvarinnar: „Vin- samlegast takið eftir. Við borð númer fimm er maður sem ekki veit hver hann er. Ef ein- hver getur borið kennsl á manninn þá hafið samband”. Farþeginn hvarf á braut hið skjótasta. Faðirinn var að segja syni sínum frá því að það hefði tekið hundrað ár að reisa einn pýramída. Þá sagði sonurinn: „Það hlýtur þá að hafa verið verktakinn sem er að gera við húsið okkar”. 36 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.