Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 37
Frá aðildarfélögum
FAAS - Samtök minnissjúkra
Dvöl í Fríðuhúsi rýfur einangrun
Fríðuhús að Austurbrún 31
í Reykjavík er aðsetur
FAAS Félags áhugafólks
og aðstandenda Alzheimers-
sjúklinga. Húsið er gjöf frá Pétri
Símonarsyni frá Vatnskoti í
Þingvallasveit en hann gaf
samtökunum húsið til min-
ningar um eiginkonu sína, Fríðu
Olafsdóttur, ljósmyndara, sem
var Alzheimerssjúklingur. Mikil
þörf var á húsnæði undir
dagvist fyrir minnissjúka og
félagsstarfsemina alla og gjöfin
því vel þegin.
í janúar 2001 var opnuð dagvist
í Fríðuhúsi fyrir Alzheimers-
sjúklinga og er heimilt að hafa þar
15 sjúklinga. Dagvistin er opin frá
kl. 8 - 17 og er þar margt til
gamans og gagns gert eins og t.d.
stunduð leikfimi, hæfing og farið í
gönguferðir. Einnig vinna dvalar-
gestir mikið handverk og taka þátt
í öllu heimilishaldi. Farin er ein
löng ferð í mánuði og hefur verið
farið í Bláa Lónið, listasöfn og er
Húsdýragarðurinn oft heimsóttur.
Hljómsveit leikur fyrir dvalargesti
við öll hátíðleg tækifæri og sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson
sóknarprestur í Ásprestakalli hefur
bænastund tvisvar í mánuði í
Fríðuhúsi.
Formaður FAAS, María Th.
Jónsdóttir, segir að dvölin létti
undir með aðstandendum og rjúfi
einangrun sjúklinganna. María
tekur fram að dvalargestir missi
ekki ellilífeyri sinn þótt þeir fái
inni í Fríðuhúsi. Dvalargestir
greiða 500 krónur á mánuði í
afþreyingarsjóð.
FAAS - Samtök minnissjúkra
hafa staðið að bókaútgáfu til
upplýsingar og fróðleiks um
sjúkdóminn. Bókin Karen - í
viðjum Alzheimers kom út 1997
og Hvers vegna svarar þú ekki afi?
var gefin út 1999. Félagið hefur
selt til ljáröflunar markmiðskort,
kort eftir Alzheimerssjúklinga,
áletraða penna og fleira. Einnig
gefur félagið út fjölda bæklinga
um sjúkdóminn. Félagið heldur
fræðslufundi og leiðbeinir
aðstandendum. Þeim gefst kostur
á að sækja fundi með stuðn-
ingshópum sem stjórnað er af
fagfólki.
FAAS er í samstarfi við norrænu
Alzheimerssamtökin og sendi
félagið þrjá fulltrúa á stjómarfund
sem haldinn var nú á vordögum.
Norrænu samtökin stóðu að
könnun á meðal aðstandenda
Alzheimerssjúklinga um hvemig
hið opinbera geti komið til móts
við þeirra þarfir. Niðurstaðan
verður notuð sem leiðarvísir fyrir
sveitarfélög og ætlar FAAS að
helja viðræður við sveitarfélög
sem hafa áhuga á að bæta þjónustu
sína við þennan hóp.
í haust ætlar FAAS að standa
fyrir ráðstefnu um sjúkdóminn og
verður þar boðið upp á fræðslu og
kynningu fyrir aðstandendur
Alzheimerssjúklinga.
K.Þ
/WvT MS-félagið
Sérhæfð göngudeild
vex og dafnar
Hjá MS félaginu er
margt á döfinni sem
fyrr. Göngudeild
félagsins sem er sérhæfð fyrir
MS fólk og aðstandendur
þeirra vex og dafnar óðfluga og
gaman að sjá hve vel hefur
tekist til. Þekking á MS er
mikil og samansöfnuð hjá
okkur, hvort sem er á
göngudeild félagsins eða hjá
D&eMS. Vert er að hvetja alla
sem hafa fengið MS greiningu
til að leita sér upplýsinga hjá
okkur. Einnig þá sem hafa ekki
fengið greiningu en “liggja
undir grun” eins og við segjum
gjarnan. Alltaf er gott að atla
sér þekkingar og í sumum til-
fellum getur verið hægt að
segja til um hvort líkur á MS
séu meiri eða minni hjá
viðkomandi þótt oft sé það
tíminn einn sem úrskurðar
endanlega þar um.
Við höfum látið þýða bók
ætlaða nýgreindu MS fólki og
aðstandendum þeirra. Bókin
heitir í þýðingu okkar „Multiple
Sclerosis - upplýsingar fyrir
nýgreinda”. í bókinni er að finna
upplýsingar og hagnýt ráð sem
nýst hafa MS fólki vel. Ætlunin
tímarit öryrkjabandalagsins
37