Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 41
Frá aðildarfélögum
verður erfiður baggi á næstu
árum. Happdrættið er og hefur
verið hornsteinn allra fram-
kvæmda á Reykjalundi fyrr og
síðar og trygglyndi landsmanna
við það hefur gert SÍBS kleift að
standa undir framkvæmdum á
Reykjalundi, ásamt því að reka
Múlalund, Múlabæ og Hlíðarbæ,
þá tvo síðustu með góðri
samvinnu við Reykjavíkurdeild
Rauða kross Islands.
Iris Marelsdóttir, yfirsjúkra-
þjálfari á Reykjalundi lýsti
aðstöðunni nú á þennan hátt í
SIBS blaðinu nú nýlega:
„Þann 7. janúar 2002 hófst
starfsemi í nýju þjálfunarhúsi á
Reykjalundi.
Húsið er glæsilegt og vel
hannað fyrir alla þjálfun.
Starfsemi í nýju húsi gengur
vel og almenn ánægja er með
húsið. Leikfimi fór áður fram í
samkomusal staðarins og sund-
laugin okkar var fyrir löngu
orðin of lítil. Þjálfun fór einnig
fram á göngum og gamli tækja-
salurinn var það lítill að bið var
eftir tækjum og bekkjum.
Nú fer svo til öll líkamsþjálfun
fram á sama stað undir einu þaki.
Allt húsið er hannað fyrir fólk
með skerta færni og alls staðar er
fært fyrir hjólastóla.
Mikil aukning hefur orðið á
sundlaugarnotkun. Önnur laugin
er hlýrri og notuð til æfinga.
Þrisvar á dag eru skipulagðir
tímar í vatnsleikfimi og er þá
mikið fjör í lauginni. Hin laugin
er 25 m. löng og ætluð ti!
sundiðkana. Aðeins kaldara vatn
er í henni. Gestir eru almennt
ánægðir með laugamar og ekki
spillir umhverfið. Yfirbygging
laugar er að mestu úr gleri og því
má segja að náttúran sé komin í
sund með gestunum. Þetta hefur
afskaplega góð áhrif á sálartetrið.
Tveir starfsmenn sinna laugar-
vörslu og almennri aðstoð við
gesti. Einnig koma starfsmenn af
öllum deildum Reykjalundar og
aðstoða sjúklinga við að komast
til laugar.
Búningsklefamir em hannaðir
með þarfir hreyfihamlaðra í
huga. Handlistar eru meðfram
öllum veggjum og sturtustólar í
hverjum klefa. Auk þessa er einn
klefi hannaður fyrir þá verst
settu. Þar er hægt að bjóða mikið
fötluðum einstaklingum upp á
þjónustu en jafnframt er þess
gætt að starfsfólk vinni við bestu
aðstæður.
Búið er að panta sjúklingalyftu
fyrir heitari laugina og er hún
væntanleg í sumarbyrjun.
Iþróttasalurinn er rúmgóður og
vel loftræstur. Það skiptir rniklu
máli. Þar er nú fólk við þjálfun
alla daga. Má nefna leikfimi,
borðtennis, boccia, blak, göngur
og fleira. Heilsu- og sjúkra-
þjálfarar stjórna þjálfun í salnum.
Auk sjúklinga koma krakkar af
leikskólanum Birkibæ í
heimsókn tvisvar í viku. Iþrótta-
salurinn skartar stómm gluggum
sem vísa að öðmm vistarverum
hússins. Sama má segja um
sundlaugina. Fólk á Reykjalundi
æfir fyrir opnum tjöldum og það
hefur hvetjandi áhrif á flesta.
A efri hæð hússins er vel búinn
tækjasalur og hjólasalur. Stór
gluggi er að íþróttasalnum og
eins eru góðir gluggar til
norðvesturs. Helgafell, Esjan og
Snæfellsjökull blasa við gestum
efri hæðarinnar. Ovíða er jafn
skemmtilegt útsýni.
I tækjasal sinnir fólk sinni
einstaklingsþjálfun og er starfs-
maður þar alltaf til aðstoðar.
Sjúkraþjálfarar eru þar mikið
með sínum skjólstæðingum.
Kenna æfingar, sinna margs
konar þjálfun og leggja mat á
árangur meðferðarinnar.
Hjólasalurinn er búinn göngu-
bretti, sethjóli, vindhjóli og
hefðbundnum þrekhjólum.
Reynt er að koma til móts við
þarfir flestra. í hjólasal eru
skipulagðir hóptímar á klukku-
tíma fresti undir stjóm sjúkra-
þjálfara. Hægt er að sinna góðu
eftirliti en salurinn er búinn
þriggja leiðslu hjartariti, blóð-
þrýstingsmælum, púlsmælum og
súrefnismettunarmælum. Súrefni
er til staðar fyrir þá sem þurfa á
því að halda við þjálfun.
Við sem vinnum í húsinu alla
daga erum afskaplega ánægð
með okkar nýju starfsaðstöðu.
Jafnframt erum við ánægð með
að hér hafi verið Ijárfest í
mannvirki sem er í alla staði
hannað fyrir endurhæfingu.
Höfum hugfast að endurhæfing
dagsins í dag er frekar ný af
nálinni og má segja að þetta
húsnæði sé viðurkenning á
árangri góðrar endurhæfingar.
Bestu kveðjur og þakkir til
allra þeirra sem létu drauminn
verða að veruleika.”
SÍBS færir landsmönnum
alúðarþakkir fyrir framlag þeirra
til þess að draumurinn gæti ræst
og þetta glæsilega þjálfunarhús
er risið.
Pétur Bjarnason,
framkvæmdastjóri SIBS
tímarit öryrkjabandalagsins
41