Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 22

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 22
Æviágrip____________________ „ÞAÐ MÁ REYNA“ _ r Æviágrip Olafs Gísla Björnssonar r lafur Gísli Björnsson fæddist í Bakkaseli í Bæjarhreppi í Strandasýslu 14. október árið 1934. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Elín Andrés- dóttir frá Þórisstöðum í Þorskafirði (f. 17.07.1902, d. 20.09.1981) og Björn Lýðsson bóndi frá Bakkaseli (f. 28.07.1905, d. 14.01.1971). Systkini: Lýður Bakkdal Björnsson sagnfræðingur, f. 06. 07. 1933, Elínborg Þuríður Björnsdóttir starfsstúlka á Landspítalanum við Hring- braut, f. 07. 01. 1940, Sigurbjörg Guðrún Sigríður Björnsdóttir bókasafnsfræð- ingur, f. 22. 07. 1945. Hálfsystkini: Oddur Jónsson, f. 24. 10. 1921, d. 19. 09. 1955, Eyrún Sigríður Sigurðardóttir f. 26. 05. 1928, d. 14. 02. 1969. Fósturbróðir: Örn Grund- fjörð (sonur Eyrúnar Sigríðar) trésmiður, f. 25. 08. 1947. Olafur fluttist með foreldrum sínum að Fremri-Gufudal árið 1937 en sú jörð er í sömu sveit og æskuheimili móður okkar. Við bræður vorum á barnsaldri þegar þetta átti sér stað en nokkur atvik frá ferðalaginu festust mér í minni. Fyrstu nóttina gistum við í Guðlaugsvík. Næsta morgun vorum við bræður að leika okkur við jafnöldru okkar frá Guð- laugsvík sem við kölluðum síðar “litla sendlinginn.” Við gleymd- um okkur við leiki en tókum fljótlega eftir því að Ólafur var horfinn úr hópnum og sáum við að hann var tekinn á rás til fjalls. Fullorðnir voru kallaðir til og Ólafur sóttur. Hann gaf þá skýr- ingu á brotthlaupi sínu að hann hefði ætlað heim í Bakkasel. Ólafur festi þó fljótlega rætur í Fremri-Gufudal og tók mikla Ólafur Gísli Björnsson tryggð við staðinn. Mér er minnistætt að um áratug fyrir andlátið heimsótti Ólafur Fremri- Gufudal. Fór þá einn saman lengi dags, svo lengi að ábúendur, góðir kunningjar og fyrrum ná- búar, fylltust áhyggjum. Þær voru ástæðulausar. Ólafur bróðir var að kveðja ýmsa kjörstaði bernsk- unnar og gaf sér til þess góðan tíma. Hann átti raunar eftir að heimsækja dalinn eftir þetta en þá varð viðstaðan mun styttri. Hinsta kveðja þáverandi ábúenda jarðarinnar, krans með áletrun- inni “Síðasta kveðja frá Fremri- Gufudal” hefur örugglega glatt hann. Fyrstu átta árin í Fremri- Gufudal liðu við leik og hæfilega vinnu. Ólafur bróðir var hneigður fyrir búskap og átti mestan þátt í því að við komum okkur upp stórbúi við lítið klettabelti ofanvert við bæinn. Hrútamir vom hom af fullorðnum hrútum, horn af dilkum eða ám voru kindur, kjálkar vom hestar og kuðungar hundar. Fjárhús sem böm fyrri ábúenda jarðarinnar höfðu reist á þessum stað voru endurbyggð og stækkuð verulega. Umsvifin jukust mikið þegar faðir okkar kom með lítil orf og ljái við hæfi úr kauptíð í Flatey. Orfin smíðaði Sveinbjörn Pétursson í Skál- eyjum en hann var völundur mikill. Um svipað leyti eignuð- umst við bræður rauðan vörubíl og vildi ég eyða verulegum tíma í að leggja vegi fyrir hann. Ólafur var þessu ekki sam- þykkur, heyöflunin yrði að ganga fyrir svo unnt yrði að stækka bústofninn, vegagerð gæti beðið haustsins. Foreldrar okkar hlustuðu með velþóknun á þessi rök, drengurinn var ótvírætt bóndaefni. En skjótt bregður sól sumri. Vorið 1945 var hagstætt og hafði faðir okkar lokið mörgum vorverkum um sumarmál. Sumarið var einnig gott. I júlímánuði veiktumst við bræður hastarlega og lágum í 10 daga með mikinn hita. Flestir töldu þetta vera innflúensu eða ein- hverja umferðarpest en þó þótti kynlegt að ekki tóku aðrir Lýður Björnsson 22 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.