Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 23

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 23
Æviágrip I túninu heima. F.v.: Ólafur Gísli, Elínborg Björnsdóttir, Örn Grundíjörð og Sigurbjörg Björnsdóttir. í baksýn eru bæjarhúsin í Fremri- Gufudal og klettarnir sem voru leiksvæði Ólafs Gísla í æsku. Myndin er tekin vorið 1951 eða 1952. Valgerður Elín Andrésdóttir og Björn Lýðsson, foreldrar Ólafs Gísla veikina en við tveir, að minnsta kosti ekki jafnhastarlega. Útbrot komu í ljós og þá beindist grun- urinn að rauðum hundum eða mislingum. Síðar vitnaðist að við höfðum fengið skarlatssótt og mun hún hafa borist að Fremri- Gufudal með pósti. Daginn sem við skreiddumst á fætur var blæjalogn, hiti og brakandi þerrir. Undir kvöld vildi það óhapp til að Olafur vöknaði í fætur og varð það örlagaríkt. Næsta morgun hafði honum slegið niður og nokkru síðar lamaðist hann og missti málið. Síðar kom í ljós að hann hafði fengið heilabólgu eða heila- himnubólgu. Hann lét skrá minn- ingar sínar frá þessum dögum og segir þar meðal annars: „Eg gat mig hvergi hreyft og ég beið. Að ótrúlega langri stund liðinni heyrði ég fótatak nálgast og hjarta mitt kipptist af gleði því að ég var viss um að einhver mundi hjálpa mér til að safna kröftum og setjast upp í rúminu. Mamma opnaði dyrnar með erfíðismunum því að í báðum höndum bar hún matarílát og með gleðiblandinni undrun bauð hún góðan daginn því hún bjóst ekki við mér svo glaðvakandi og skýreygum. „Þú ert bara orðinn hress,” sagði hún, „sestu upp og borðaðu vel þá sjáum við til hvort þú getur ekki farið á fætur í dag.” Ég reyndi en gat ekki og hélt áfram að horfa á hana og bíða þess að hún hjálpaði mér. Hún lagði frá sér matinn á borðið við vegginn og færði það að rúminu. „Svona sestu nú upp,” þá hefur hún annað hvort skynjað eða séð að eitthvað var að og hún beygði sig yfir mig og sagði: „Olafur, hvað er að þér?” Ég svaraði engu því ég gat það ekki og mér varð skyndilega ljóst að eitthvað ógurlegt hafði gerst því ég var mállaus. Ég beitti öllum lífs og sálarkröftum til að hreyfa munn- vikin, árangurslaust, þar til tárin streymdu niður gagnaugun og inn í eyrun á mér. Hún stóð stutta stund agndofa, en fletti svo ofan af mér sænginni og lyfti mér upp svo að ég gæti sest en ég var eins og drusla og lyppaðist niður aftur. Andlit föður míns birtist í gættinni og allt fór á sömu leið, ég gat hvorki hreyft mig né talað. „Við verðum að fá lækni,” sögðu þau, “fara niður að Brekku og síma eftir lækni, máské verður að flytja hann suður.” Ég bærði varimar og fann að ef ég beitti öllum lífs og sálarkröftum gæti ég sagt það sem mér bjó í brjósti, og mér tókst það. Nei, sagði ég hátt og skýrt, en annað gat ég ekki sagt og endurtók það hvað eftir annað, nei, nei, nei”. Olafur var þá á ellefta ári. Þessi atburður hefur verið móður okkar mikil raun og ekki síst vegna þess að hún var nýkomin á fætur eftir barnsburð. Læknirinn sat á Reykhólum. Hann kom daginn eftir og hafði þá ferðast með bíl og á hestum. Þá var aðeins hluti leiðarinnar á milli Fremri- Gufudals og Reykhóla bílfær. Hann skaffaði einhver meðul en ekki munu þau hafa komið að miklum notum enda vissu menn ekki hvað var að Ólafi. Hann hresstist nokkuð er leið á sumarið og fékk málið aftur. Það kom skyndilega morgun einn og taldi móðir okkar víst að Ólafur hefði æft sig nokkurn tíma í einmmi áður en hann reyndi að tala við fólk. Ólafur lá næsta vetur rúmfastur heima en var fluttur til Reykjavíkur næsta sumar og lagður inn á Landspítalann. Honum var ekið á kerru að botni Gufufjarðar og fluttur þaðan á báti að sjúkraflugvél Björns Pálssonar sem lent var á firð- inum. Á Landspítalanum dvaldist Ólafur í um það bil eitt ár. Gekkst þar undir ýmsar rannsóknir sem leiddu í ljós hvers eðlis sjúk- tímarit öryrkjabandalagsins 23

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.