Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 13

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 13
Utivist fólk sér fyrir á Hótel Höfða, spjallaði og hafði það náðugt. Laugardagurinn byrjaði á því að allir fengu sér góðan og hollan morgunmat. Eftir það var lagt af stað til Stykkishólms. Þar var snæddur hádegismatur og síðan lagt úr höfn með hinu glæsilega fleyi Særúnu frá Sæferðum. Starfsmenn um borð í skipinu voru allir mjög hjálpsamir og skemmtilegir og allir af vilja gerðir til að aðstoða unglingana. Mjög fróðlegt var að sjá allar þessar eyjar og alveg ótrúlega fjölskrúðugt fuglalíf. Þama vom bæði sílamáfar og hafemir og allt þar á milli. Hent var út „trolli“ og fiskaðist ágætlega upp úr því. Var þarna bragðað á alls konar hráu sjávarfangi. Þegar ferðin var um það bil hálfnuð gerðist eitt lítið ævintýri. Báturinn sigldi inn í „straumhviðu”, sem hefur eitthvað að gera með fjölda eyjanna þama í Breiðafírði og mun á flóði og ljöru. Báturinn kipptist hressilega til og þrátt fyrir aðvaranir skipstjóra áttu margir fullt í fangi með að halda sér á tveimur hjólum eða ijórum fótum (eða var það öfugt?). Niðri í borðsal gerðist sá atburður að mikil læti, einhverskonar hvæs barst úr eldhúsinu. Leiðbeinendur og bílstjóri sem voru þarna niðri heyrðu að eitthvað var talað um „gas” svo að björgunaraðgerðir hófust, að koma okkar fólki strax upp á dekk eins og skot! Sem betur fer reyndist „gasið” vera einhvers konar kolsýra úr slökkvitæki, þannig að alls engin hætta var á ferðum. En spennandi var það á meðan á þessu stóð! Þegar „heim“ var komið var snæddur dýrindis kvöldverður á Hótel Höfða. Eftir kvöldverð þyrptust bæjarbúar inn á Hótelið til að fylgjast með kosningunum. Við fluttum okkur upp á íjórðu hæð, fómm í einn leik en síðan fóm sumir í gönguferð, aðrir út í sjoppu eða inn á herbergi til að spjalla saman. Eftir morgunverð á sunnudagsmorgun var farið í skoðunarferð um nágrennið undir styrkri leiðsögn Eyglóar, hótelstjóra og leiðsögumanns. Margt áhugavert reyndist hafa gerst í sveitinni á liðnum öldum og urðu ferðalangarnir öllu fróðari. Þá var farið í félagsheimilið þar sem útbúinn var hádegismatur. Nokkrir frábærir leiðbeinendur höfðu útvegað bæði mat, drykk og flögur til styrktar og var þetta nesti ómetanlegt. Eftir leiki og starf var haldið heim á leið síðla dags og komið að Sjálfsbjargarhúsinu rétt fyrir kl. 18 þar sem foreldrar tóku á móti ánægðum en þreyttum unglingum sínum. Arni Salomonsson ieiðbeinandi í Busl Ekki á hverjum degi sem maður fær krabba í fangið! Leiðbeinendur í BUSL eru þeir bestu á jarðríki! tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.