Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 34

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 34
Félagslega líkanið um fötlun Tvö ólík sjónarhorn á fötlun Hanna Björg r ágústmánuði mun breska fræðafólkið Tom Shake- speare, Colin Barnes og Carol Thomas heimsækja Island sem aðalgestafyrir- lesarar á NNDR ráðstefnunni. Um fatlað baráttufólk er að ræða sem á það sameiginlegt að aðhyllast hugmyndafræði félagslega líkansins um fötlun. Þar sem það hvernig fötlun er skilgreind hefur bæði áhrif á samskipti fólks og væntingar mun ég í þessari grein lýsa tveim ólíkum sjónarhornum á fötlun. Bæði sjónarhornin, sem eru þekktust undir heitunum Lœknisfræðilega líkanið um fötlun og Félags- lega líkanið unt fötlun, hafa haft mikil áhrif á skilning fólks á fötlun. Læknisfræðilega líkanið skilgreinir fötlun út frá líkam- legri eða andlegri skerðingu, það er því sem einstaklingurinn getur ekki í samanburði við þá sem eru „eðlilegir". Þetta sjónarhorn byggir á læknis- fræðilegri þekkingu og leggur áherslu á greiningu skerðing- arinnar og meðferð hennar. Læknisfræðilega líkanið hefur sætt harðri gagnrýni og þá sérstaklega eftir að Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) skil- greindi á áttunda áratugnum skerðingu, fötlun og hömlun í anda hugmyndafræði þess. (Þess ber að geta að skilgreining WHO hefur breyst síðan þá). Nýtt líkan, sem hefur verið kallað félagslega líkanið um fötlun þróaðist út frá þessari gagnrýni. Fyrstu talsmenn þess, líkamlega fatlað baráttufólk frá Bretlandi, færðu rök fyrir því að líta yrði á fötlun út frá allt öðru sjónarhorni. Samkvæmt því líkani er það ekki skerðingin sjálf sem fatlar fólk heldur félagslegt, efnahagslegt og menningarlegt umhverfí svo og samfélagsleg viðhorf til fötlunar. Þegar einstaklingur hefur verið greindur fatlaður er hann stimplaður og félags- legar væntingar um hvernig hann skuli hegða sér og hvað hann sé fær um, bætast við skerðinguna. Það að „vanda- málið“ krefst afskipta sérfræðinga gerir einstak- linginn ósjálfbjarga í augum annarra, hamlar honum félagslega og útilokar hann bæði frá samskiptum og tækifærum í lífinu. Til að skilja líkönin betur og hvemig skilgreiningar þeirra hafa áhrif á líf fatlaðra mun ég nú lýsa þeim nánar. Jarðvegur læknisfræðilega líkansins. Aður en ég lýsi læknis- fræðilega líkaninu er mikilvægt að gera grein fyrir þeim jarðvegi sem það spratt upp úr því að neikvæðar staðalmyndir af fötluðu fólki eiga sér djúpar rætur. I kristni á miðöldum var fötlun til að mynda álitin lifandi sönnun fyrir tilvist djöfulsins og valdi hans yfir mannfólkinu og fæðing fatlaðs barns var talin refsing fyrir syndir foreldranna eða ljótar hugsanir. Breyttir þjóðfélags- hættir í kjölfar iðnbyltingarinnar urðu til þess að útiloka fatlað fólk enn frekar en áður. Hraði verk- smiðjuvinnu var mörgum erfiður sem höfðu áður tekið þátt í hægari störfum landbúnaðarins. í bók sinni The Politics of Disablement lýsir fatlaði fræðimaðurinn Mikael Oliver því hvernig iðnbyltingin varð til þess að fatlaðir einstaklingar urðu að „félagslegu vandamáli“ í hugum margra. Þar sem þeir féllu ekki lengur inn í efnahagskerfi þjóðarinnar urðu þeir „baggi“ á félagslega vel- ferðarkerfinu. Framfarir innan lækna- vísinda og uppgangur í erfða- rannsóknum laust fyrir síðustu aldamót höfðu róttæk áhrif á líf fatlaðra og urðu til þess að samfélagsleg staða þeirra versnaði enn frekar. Lækna- vísindin höfðu þá yfír að ráða tækni til að bera kennsl á og flokka fatlanir og sjúkdóma og framfarir í meðferð þeirra juku vald sérfræðinga til muna. Sólarhringsstofnanir spruttu upp þar sem fötluðu fólki var haldið einangruðu og aðgreindu frá öðrum. Hugmyndafræðin var sótt til félagslegs Darwinisma sem byggir á að lífið sé barátta á milli þeirra hæfu og óhæfu. Þeir sem voru álitnir „óeðlilegir“ vöktu samfélagslegan ótta um siðferði- 34 www.obi.is

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.