Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 40

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 40
Frá aóildarfélögum Nýja þjálfunarhúsið á Reykjalundi Öll líkamsþjálfun nú undir einu þaki aðkomandi gestir t.d. þeir sem njóta göngudeildarþjónustu eða fá afnot af þessari aðstöðu komi að inngangi ofan við bygging- arnar en þar verður rúmgott bílastæði ætlað bæði starfsfólki og gestum. Ekki hefur enn verið gerður upp allur kostnaður endanlega, en ætla má að húsið kosti um 450 milljónir fullbúið en án lausra tækja. S.Í.B.S. og Reykjalundur náð að fjármagna tæpan helming byggingakostnaðar á fram- kvæmdatímanum með fé sem safnaðist í landssöfnuninni „Sigur lífsins” árið 1998, með framlagi frá Happdrætti S.Í.B.S. og úr byggingasjóði sem safnað hafði verið á Reykjalundi með frjálsum framlögum síðustu árin, en um helmingur er fjár- magnaður með lánum til langs tíma. Happdrætti SÍBS mun að verulegu leyti standa undir afborgunum og vöxtum af þessum lánum og er sýnt að það Kristín Rós Hákonardóttir, Sigrún Huld Hrafnsdóttir, Pálmar Guðmundsson og Bjarki Birgisson, vígðu nýja og glæsilega endurhæfingarlaug þann 4. janúar s.l. Nýja þjálfunarhúsið sem vígt var í ársbyrjun hefur ótvírætt sannað gildi sitt 21. október 1999 tók forseti Islands, Ólafur Ragnar Gríms- son fyrstu skóflustungu að húsinu, en vígsla þess var síðan 4. janúar 2002. Það er um 2700 m2 að stærð að hluta til á þremur hæðum, sem tengjast með stigahúsi og lyftu. A aðalhæð er 510m2 leikfimi- salur og tvær sundlaugar, 25 metra þjálfunarlaug og 9 metra æfingalaug. Við laug- arnar er stór heitur pottur. Milli sundlauga og leikfimi- salar eru 4 búningsklefar ætlaðir til notkunar fyrir bæði rýmin auk rúmgóðs búnings- og baðherbergis fyrir þá sem þurfa aðstoð við böðun og að klæðast. Aðalhæðin tengist sjúkrahúsinu um svonefnda brú sem jafnframt tengir nýbygginguna og sjúkra- þjálfunarhúsið. A þriðju hæð hússins eru þrír salir samtals um 300m2 og þriðji salurinn er síðan ætlaður fyrir léttari leikfimi. A jarðhæð er milligangur yfir í sjúkrahúsið auk tæknirýmis umhverfis sundlaugar og þar eru jafnframt rúmgóðar geymslur. Aðgengi fyrir inniliggjandi sjúklinga er því prýðilegt innan- dyra en gert er ráð fyrir að utan-

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.