Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 27
Útivist
A hjólastól að jökli
Viðtal við Ragnar Frank Kristjánsson
þjóðgarðsvörð í Skaftafelli
ann 4. júlí verður form-
lega opnaður í þjóð-
garðinum í Skaftafelli
aðgengilegur göngustígur.
Ragnar Frank Kristjánsson
þjóðgarðsvörður segir göngu-
stíginn ná frá þjónustu-
miðstöðinni að Skaftafellsjökli.
Göngustígurinn er 1 XA km á
lengd og er aðgengilegur
hreyfihömluðum og fólki með
barnavagna. Að sögn Ragnars
er þetta vinsælasta gönguleiðin
1 þjóðgarðinum og ákvað hann
að sækja um styrk til
Ferðamálaráðs til að bæta
aðgengið á svæðinu. „Þetta er
alveg örugg leið að jöklinum.
Göngustígurinn er um 1,6 km.
langur og byrjar við
Skaftafellsstofu þar sem eru
upplýsingar um sögu og
náttúru Öræfasveitar. Þar er
gott aðgengi fyrir fatlaða.
Stígurinn er um 2,5 m breiður,
160 m eru klæddir með olíu-
klæðningu og tvær litlar
göngubrýr eru á leiðinni.
Stígurinn endar skammt frá
jöklinum við lítinn útsýnispall,
að pallinum liggur skábraut
með hallanum 1:20. Á
pallinum er handrið og þar
kemur skilti með fróðleik um
Skaftafellsjökul og
Svínafellsjökul.
“Markmið okkar í þjóð-
garðinum er að gera göngu-
stíginn færan sem flestum.
Handrið hefur ekki verið sett
meðfram stígnum og ég veit ekki
hvort það verði gert, en ég stefni
að því að öðrum megin stígsins
verði upphækkaður kantur til
hagsbóta fyrir blinda og
sjóndapra.
Ég óska einnig eftir því að
Öryrkjabandalagið komi með
tillögur um hvemig hægt sé að
gera göngustíginn svo vel úr
garði að hann geti verið öðrum til
fyrirmyndar á Islandi. Mitt
markmið er skýrt en þetta veltur
allt á ljármagni sem við fáum til
verkefnisins”.
Ragnar er menntaður lands-
lagsarkitekt frá Kaupmanna-
höfn og í námi kynntist hann
hvemig huga skuli að hönnun á
umhverfi fyrir fatlaða. Þá er
innan ijölskyldu hans fatlaður
einstaklingur og honum hefur
ávallt verið kunnugt um þessar
þarfir.
Ragnar vill með þessu vekja
athygli á hvað er hægt að gera
á einfaldan hátt og að þessi
framkvæmd í þjóðgarðinum
gagnist mörgum.
K.Þ.
Hlerað í hornum
Þeir urðu samferða að Gullna
hliðinu presturinn og leigubíl-
stjórinn og við inngönguna lét
Sankti Pétur prestinn fá tréstaf
en leigubílstjórann gullstaf.
Prestur kvartaði sáran yfir
þessari öfugu mismunun að
honum fannst, en Pétur gaf
sína skýringu: „Jú, sjáðu til,
þegar þú messaðir varstu svo
langorður og leiðinlegur að
allir kirkjugestir sofnuðu, en
þegar leigubílstjórinn ók
sínum farþegum báðu allir
bænirnar sínar”.
Helgi Seljan, hinn ástsæli rit-
stjóri þessa blaðs til margra
ára, er mikið fyrir sykur og
einu sinni þegar hann gjörðist
fullfrekur til sykurmolanna
sagði eiginkonan: „Hættu
þessu sykuráti, þú drepur þig
á þessu”. Þá sagði nær-
staddur dóttursonur þeirra
hjóna: „Ja, það yrði þá sætur
dauðdagi”.
Þeir bræður, Jónas og
Guðmundur voru nokkuð
aldraðir orðnir og óku þó til
skiptis bíl um alla Reykjavík,
en ekki þótti nú aksturinn til
beinnarfyrirmyndar. Einu sinni
þegar Jónas ók, fannst
Guðmundi hann fara yfir
þegar Ijósið var að breytast úr
gulu í rautt og aftur gjörðist
sama sagan nema þá var
Ijósið orðið rautt, þegar Jónas
ók yfir. Guðmundur þagði þó,
en þegar Jónas ók svo rakleitt
yfir á rauðu Ijósi, þá sagði
Guðmundur: „Heyrðu Jónas
bróðir, ég held þú hafir þrisvar
ekið yfir á rauðu Ijósi. Ætlarðu
að drepa okkur eða hvað?”.
Þá hrekkur Jónas við og segir:
„Æ, æ, Mundi bróðir. Er ég að
aka?”.
tímarit öryrkjabandalagsins
27