Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 42
Frá aðildarfélögum
Blindrafélagið
Sumarferð í ágúst
Félagsstarf hjá Blindra-
félaginu hefur gengið vel
í vetur. Óhætt er að
segja að Opið hús í Hamrahlíð
17 sé orðinn fastur liður í
félagslífl margra félagsmanna
Blindrafélagsins og almenn
ánægja ríki með starfið sem
þar fer fram. Opið hús er
tvisvar í viku á þriðjudögum
og fimmtudögum og er öllum
opið.
Félagsstarfíð byggir á starfí
nokkurra nefnda innan félagsins
sem félagsmenn eiga sæti í.
Flestir fastir liðir svo sem ýmsar
skemmtanir og námskeið eiga
sér stað yfir vetrartímann.
Skemmtinefnd Blindrafélagsins
sér um skipulag skemmtana og
tómstundanefnd um námskeið. í
vetur hafa t.d. verið námskeið í
smíði, saum og leir. Nefna má að
æskulýðsnefnd félagsins er nú að
lífga við starf innan þess hóps
sem tilheyrir henni og aldrei að
vita upp á hverju verður tekið á
næstu mánuðum.
Tvær vinsælar og vel sóttar
uppákomur eiga sér sinn sess á
sumarmánuðum. Grill í sumar-
byrjun og sumarferð Blindra-
félagsins sem oftast hefur verið
farin í ágúst.
Grillveisla Blindrafélagsins var
í júnibyrjun - laugardaginn 7.
júní.
Af fjáröflunum má nefna að í
aprílmánuði var efnt til átaks til
söfnunar styrktarfélaga Blindra-
félagsins og var þá lands-
mönnum boðið að gerast
Góðvinir Blindrafélagsins fyrir
3.600 kr. á ári.
Blindrafélagið hefur einnig í
gegnum árin staðið fyrir sölu-
átaki í kringum kosningar og var
ekki brugðið út af þeirri venju
þetta árið. Seld voru barmmerki
til styrktar félaginu og mun
ágóði sölunnar renna til
uppbyggingar og endurbóta á
húsnæði fyrir félagsmenn okkar.
Er það von okkar að sölufólki
verði vel tekið.
Tourette samtökin
Tígurinn taminn. Handbók fyrir þá sem kenna
nemendum meö athyglisbrest
Fyrir skömmu kom út
bókin Teaching the
Tiger sem nefnist í
íslenskri þýðingu Tígurinn
taminn. Þetta er mjög gagnleg
handbók við kennslu og
uppeldi barna með ýmsar
þroskaraskanir. Bók þessi
hefur hlotið lofsamlega dóma í
Bandaríkjunum og hefur verið
gefin út þar margsinnis.
Tourette samtökin stóðu að
þýðingu og útgáfu bókarinnar
hér á landi og verður hún seld
hjá samtökunum. Ymsir sjóðir,
samtök og styrktaraðilar hafa
styrkt útgáfu bókarinnar og
gert samtökunum þar með
kleift að selja bókina á vægu
verði.
Tígurinn taminn: Flandbók
fyrir þá sem kenna nemendum
með athyglisbrest, Tourette-
heilkenni eða áráttu- og
þráhyggjuröskun, (Teaching the
Tiger: A Handbook for
Individuals Involved in the
Education of Students with
Attention Defícit Disorders,
Tourette Syndrome or Obses-
sive-Compulsive Disorder), eftir
Dornbush MP, . Pruitt SK.
(Duarte, CA. Hope Press, 1995).
Ef þú ert foreldri eða kennari
barns með ADHD (athyglis-
brest), TS+ (Tourette-heilkenni
og fylgifíska þess) og/eða OCD
(áráttu- og þráhyggjuröskun), er
þessi bók NAUÐSYNLEG!
Ath. kom út í íslenskri þýðingu
í maí 2002 (sjá nánar á vefslóð
http://www.tourette.is ).
Skrifstofa Tourette samtakanna,
opin virka daga kl. 13 til 17:
Hátúni lOb, 9. hæð
105 Reykjavík
Sími 551-4890
Netfang: tourette@tourette.is
42
www.obi.is