Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 21

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 21
Fréttatilkynning Systkini Ólafs færa Öryrkjabandalaginu að gjöf innheimtutöskuna sem bróðir þeirra notaði alla tíð. Frá vinstri Garðar Sverrisson, formaður ÖBI, Sigurbjörg Björnssdóttir, Lýður Björnsson og Örn Grundfjörð. Á myndina vantar Elínborgu Björnsdóttur. Öryrkjabandalagið hlýtur nærri 60 milljónir króna í arf r lafur Gísli Björnsson, innhcimtumaður, sem lést í Reykjavík 15. janúar síðastliðinn, ánafnaði Oryrkjabandalagi íslands allar eigur sínar í erfðaskrá sem dagsett er 5. mars 1969. Um er að ræða um 36 milljónir króna í reiðufé auk þriggja lítilla íbúða. Má því gera ráð fyrir að upphæð gjafar Ólafs nemi nærri 60 milljónum króna. Olafur Gísli Bjömsson fæddist í Bakkaseli í Bæjarhreppi í Strandasýslu 14. október 1934. Tíu ára gamall fékk hann skarlatssótt og í framhaldi hennar heilahimnubólgu sem leiddi til verulegrar lömunar og flogaveiki. Hann átti lengi við veikindi að stríða, fyrst í heimahúsum en síðar á Land- spítalanum. Lækningatilraunir báru takmarkaðan árangur. Eftir að hann kom heim af sjúkra- húsinu lagði hann búi foreldr- anna allt það lið sem hann mátti og féll sjaldan verk úr hendi. Árið 1959 fluttist hann til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum og systkinum. Með lyljum tókst að halda flogunum í skeijum en lömunin háði honum alla tíð. í Reykjavík vann hann framan af í prentsmiðjunni Gutenberg og sem starfsmaður Kópavogshælis. Hann tók brátt að bera út blöð og innheimta gjöld fyrir ýmis félög og varð það hans aðalstarf síðustu þrjá áratugina. Hann fór allra sinna ferða gangandi eða með strætis- vagni hvemig sem viðraði. Oft hlaut hann slæmar byltur á veturna og var stundum frá vinnu vegna afleiðinga þeirra. Undir lok síðasta áratugar dró hann nokkuð saman seglin vegna veikinda og þess að aðrar innheimtuaðferðir höfðu leyst hinar hefðbundnu af hólmi. Ólafur Gísli setti eftirminni- legan svip á borgarlífíð. Fjöl- margir Reykvíkingar könnuðust við þennan glaðbeitta mann sem gekk um með litla brúna inn- heimtutösku sem hann reyrði gjarnan fremur þétt að sér. Hann var mikill baráttumaður fyrir jafnrétti og félagslegum jöfnuði, tók virkan þátt í stjómmálastarfí og lét skoðanir sínar á þjóð- málum óspart í ljós. Öryrkjabandalag íslands minn- ist með hlýhug og þakklæti þessa einstaka öðlings sem veitt hefur heildarsamtökum fatlaðra á íslandi af meiri rausn en nokkur dæmi em um. Með þrot- lausri iðni og ítrustu ráðdeild náði Ólafur Gísli Bjömsson því markmiði að leggja Öryrkja- bandalaginu til gjöf sem er stærri en nokkur einstaklingur hefur áður gefíð. Tilurð ijárins og sá hugur sem að baki bjó mun verða Öryrkjabandalaginu hvatn- ing til að efla til muna þá baráttu sem framundan er. Æviágrip Ólafs Gísla Björns- sonar er ritað að beiðni Öryrkjabandalagsins. Kann bandalagið Lýði Björnssyni bestu þakkir fyrir. _ tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.