Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Side 28

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Side 28
Viðtal „Blindan var feimnismál66 r Viðtal við Asrúnu Hauksdóttur Við Ásrún urðum sam- ferða frá húsi Blindra- félagsins heim til henn- ar í Þingholtin í Reykjavík. Þegar við nálguðumst húsið heyrðist í litlu varðhundunum hennar, þeim Úu og Afródítu. „Ertu nokkuð hrædd við hunda?“ spyr hún mig. Nei ég hélt nú ekki. Við vorum báðar sammála um að hundar væru yndisleg dýr. Mér finnst alveg nóg að eiga einn en þar var Ásrún ekki sam- mála mér. „Þetta eru Peking-hund- ar. Voðalega sterk- ir og duglegir hundar. Maður fær svo mikinn félagsskap af þeim”. Ásrún segir mér að hún fari oft út að ganga með hundana sína tvo. „Oft reyna þær að fara framhjá hús- inu með mig, því að þá fá þær lengri göngutúr,“ segir Ásrún og brosir. Við Ásrún hefðum getað talað lengi um hunda en fengum okkur kaffi og snerum okkur að öðru. Ásrún er ötul baráttukona og hefur árum saman látið til sín taka í málefnum fatlaðra. Hún hefur setið í nefndum og félögum sem vinna að hags- munum öryrkja og hefur ekki legið á skoðunum sínum um þau málefni. Ásrún lærði hjúkrun en þegar sjónin fór að daprast ákvað hún að læra nudd og rekur eigin nuddstofu í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. Henni líkar vel starfið og segist ánægð með að vinna sjálfstætt. Meðfæddur augnsjúkdómur Ásrún fæddist með ólæknandi augnsjúkdóm sem kallast RP sjúkdómur. Sjónin fór að daprast þegar hún var um tvítugt og er hún nú alveg blind. „Ég sé aðeins birtuna úti,“ segir Ásrún og snýr sér að glugganum. Sjúkdóm- urinn fer misilla með fólk og verða fæstir alveg blindir. Ásrún segir mikilvægt að hafa jákvætt viðhorf til lífsins. Vissulega hafi hún átt erfítt með að sætta sig við blinduna, aðallega vegna þess hve mikil frelsissvipting hún var. Móðir hennar studdi hana mikið og stappaði í hana stálinu. Það var Ásrúnu mikill styrkur. Hún er baráttukona að eðlisfari og hefur aldrei hvarflað að henni að gefast upp. Ásrún á eina dóttur sem er 26 ára og er mjög kært með þeim mæðgum. „Mömmunni finnst hún vera afskaplega vel heppnuð. Við vorum bara tvær mæðgumar í heimili. Núna býr hún héma rétt hjá mér“. Mér leikur forvitni á að vita hvemig Ásrúnu hafi gengið að ala upp dóttur sína þegar sjúkdómurinn var farinn að segja vem- lega til sín. „Það var komið fram við mig eins og aðra foreldra sem áttu börn í bekk með dóttur minni. Ég varð ekki vör við athugasemdir. Ég fylgdi dóttur minni í skólann og sótti hana eins og aðrir foreldr- ar gerðu“. Það komu upp spaugileg atvik og hlær Ásrún mikið þegar hún segir frá einu þeirra. „Það var einn vetur þegar ég sótti hana í skólann. Það hafði rignt og ég fór í stígvél en ég átti tvenn stígvél sem voru jafnhá og svipuð í laginu en öðruvísi á litinn. Ég fór í sitthvort stígvélið og þegar ég kom inn í skólann þá fóru allt í einu krakkarnir að hlæja. Síðan sagði eitt bamið að ég væri í sitt hvoru stígvélinu og allir krakk- amir skellihlógu. Þetta var svo Nudd er ævagömul lækningaaðferð og er æ meira notuð í því skyni á Vesturlöndum Rg"’1 •'............;.;.;.....- .

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.