Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 25

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 25
Æviágrip Ólafur Gísli var inikill dýravinur. Hér hefur hann fengið heimiliskött nágrannans við Framnesveg í heimsókn. Myndin er tekin á 60 ára afmæli Ólafs Gísla. Innheimtutaskan sýnir að ekki hefur hann tekið sér frí þennan dag. með því að vísa honum úr starfi. Þetta þótti Ólafi óréttmætt og taldi að hér hefði hann goldið þess að vera fatlaður. Hefði þetta óhapp hent ófatlaðan stafsmann hefði málsmeðferð orðið önnur. A Grund taldi Ólafur sig merkja að hinir efnaðri í hópi vistmanna gætu veitt sér meira en hinir sem bjuggu við minni efni. Þetta þótti honum ámælisvert og mun það hafa hvatt hann til að íhuga stöðu öryrkja almennt. Samstaða öryrkja varð eftir- sóknarverð að hans dómi. Hann ákvað árið 1969 að arfleiða Öryrkjabandalagið að öllum sínum eigum en ekki var öðrum en hans nánustu greint frá þeirri ákvörðun. Ólafúr átti á 7. ára- tugnum all oft í stríði við trygg- ingamar vegna örorkubóta enda voru tekjur hans stundum full- miklar til að hann mætti njóta þeirra óskertra. Ólafur leitaði enn til Kristins Bjömssonar er honum var vísað úr starfi á Grund. Kristinn ráðlagði honum nú að fá sér starf ætíð við að bera út blöð. Ólafur fylgdi þessu ráði og hóf blaðaútburð í Vestur- bænum. Bar út Alþýðu- blaðið, Tímann og Þjóð- viljann og hafði þetta starf með höndum í hátt á þriðja áratug. Starfið hlýtur að hafa verið honum erfítt enda var hægri fóturinn afllítill og ótraustur. Ólafur var því ekki fljótur í fömm en leysti þann vanda með því að hefja blaðaútburðinn eins snemma á daginn og kostur var. Veturnir reynd- ust honum erfíðastir og gekk Ólafur við staf og var með mannbrodda þegar hált var. Ekki nægði það og fékk Ólafur marga byltuna. Hann meiddist stundum illa og varð að leggjast inn á spítala af þeirri orsök. Einkum varð hægri fóturinn hart úti og mátti hann þó síst við slíku. Ólafur lét ekki deigan síga og hóf blaðaútburð á nýjan leik strax og hann varð vinnufær. Ekki var tekið í mál að taka sér langa hvíld eða hætta blaðburði. Ólafur hóf innheimtu fyrir tímarit og félög fljótlega eftir að hann hóf blað- burð. Innheimti til dæmis árgjald fyrir Rétt, Náttúrufræðifélagið og Norræna félagið og auglýsingar fyrir eftirmiðdagsblöðin. Vann við innheimtu síðdegis og um helgar. I þeim ferðum var Ólafur ætíð fótgangandi eða ferðaðist með strætisvagni og skipti veður ekki máli. Við þessi störf kynntist hann ýmsu fólki, fékk margan kaffí- sopann og tækifæri til að skiptast á pólítískum skoðunum. Oft var hann af bráðókunnugu fólki keyrður milli staða. Blaðburð og innheimtu annaðist hann fram um 1990 en þá lögðu dagblöð þau sem hann hafði borið út upp laupana eitt af öðru. Ólafur átti mun erfíðara um gang þegar hér var komið sögu. Aldur og óslitin vinna tók sinn toll og eins þurflti hann að gang- ast undir hjartaaðgerð. Hann varð af þessum sökum að minnka við sig innheimtustörf og hætti þeim loks á tíunda áratugnum. Síðustu árin stundaði Ólafur ekki vinnu og undi hann illa hag sínum. Vildi á engan hátt þiggja þá aðstoð sem í boði var. Tímamót urðu í ævi Ólafs um miðbik sjöunda áratugsins. Hann hafði þá haft fæði og húsnæði á vinnustað í um það bil áratug en þetta breyttist er honum var vísað úr vinnu á Grund. Ólafur tók þá húsnæði á leigu við Bræðra- borgarstíg og bjó þar í nokkur ár. Fæði fékk hann hjá foreldrum okkar en þau fluttust til Reykja- víkur árið 1959 og höfðu er hér var komið sögu keypt íbúð að Framnesvegi 5. Ólafur hafði eignast nokkurt fé um miðbik sjöunda áratugsins og varði því til kaupa á lítilli íbúð í háhýsi við Austurbrún árið 1965. íbúð þessa leigði hann ætíð út. Hann keypti síðan aðra íbúð upp úr 1970. Sú var við Öldugötu. Ólafur fluttist í þessa íbúð og bjó þar til ársins 1981 en leigði hana síðan út. Móðir okkar andaðist árið 1981. Þá keypti Ólafur íbúð hennar og fluttist þangað og bjó þar til dauðadags. Hafði þar eitt herbergi og eldhúsaðstöðu til umráða en leigði afganginn út. Matseld annaðist hann sjálfur þar til síðustu árin að hann fékk heimsendan mat. Lausafé sínu varði Ólafur löngum til kaupa á ríkisskulda- bréfum enda voru þau verðtryggð tímarit öryrkjabandalagsins 25

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.