Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 16

Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 16
Gunnar ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Í seinni tíð hafa ýmsir aðilar, sem hafa mannúð og farsæld fólks að markmiði, snúið sér að því að gera út á þennan veikleika í mannlegu eðli. Jón Þórisson jon@frettabladid.is Heggur en hlífa skyldi Ekki verður bundinn endi á vanda ríkisins fyrr en heimspekingar gerast kóngar eða kóngar gerast heimspekingar,“ ritaði gríski heimspekingurinn Platón. Við höfum lengi búið við þann munað að geta litið á heimspeki sem athvarf stefnulausra ungmenna sem vita ekki hvað þau ætla að verða þegar þau vaxa úr grasi, svo að þau skrá sig til náms í heimspeki við Háskólann, áhyggjufullum foreldrum sínum til kval- ræðis. En nú, skyndilega, er heimspeki orðin órjúfan- legur hluti af daglegu lífi okkar allra. Hugmyndir breska heimspekingsins Johns Stuart Mill um frelsi einstaklingsins, liggja til grundvallar lýðræðislegri stjórnskipun. „Ríkinu er aðeins heimilt að skerða afhafnafrelsi samfélagsþegns gegn vilja hans, valdi hann öðrum tjóni með aðgerðum sínum,“ segir í bókinni Frelsið. Hugmyndin hljómar einföld í orði. Á borði er hún þó öllu flóknari. Sóttkvíði. Skjávera. Nálægðartakmörkun. Smitskömm. Fjöldi nýyrða hefur sprottið upp úr kórónaveirufaraldrinum sem nú geisar. Snemma í faraldrinum lét fyrrverandi þingmaður Framsóknar- flokksins Frosti Sigurjónsson í ljós þá skoðun sína að stjórnvöld ættu að beita harðari aðgerðum til að ráða niðurlögum vírussins og bjarga mannslífum. Sú hug- mynd virtist hins vegar hafa náð fótfestu í samfélaginu að á tímum faraldurs væri þörf á samstöðu; fjöldinn ætti að fylkja sér samstíga að baki stjórnvöldum og láta tímabundið af gagnrýni. Frosti var uppnefndur nýyrðinu „kóviti“. Á sama tíma steig Frosti Sigurjóns þeirra Breta fram. Þótt breskur almenningur væri farinn að ókyrrast þorðu fáir að gagnrýna fumkennd kórónaveiru-við- brögð ríkisstjórnarinnar, af ótta við ásakanir um lýðskrum. Jeremy Hunt, hæglátur þingmaður Íhalds- flokksins, reið á vaðið. Svitinn perlaði á enni hans þar sem hann horfði í sjónvarpsmyndavél, jafnskelkaður á svipinn og fangi frammi fyrir aftökusveit og óskaði eftir harðari aðgerðum. Líkt og Frosti fékk hann litlar þakkir fyrir. Um heim allan keppast ráðamenn við að styðja aðgerðir sínar í baráttunni við COVID-19 full- yrðingum, um að vísindin séu með þeim í liði. Það er gleðiefni að virðing fyrir vísindum gangi nú í endur- nýjun lífdaga. Ekki er þó allt sem sýnist. Frosti Sigurjónsson er enn kallaður „kóviti“. Jeremy Hunt fékk hins vegar uppreist æru. Hvergi hafa fleiri látist vegna COVID-19 í Evrópu en í Bretlandi. Er það viðtekin skoðun að ástæðan sé sú að stjórnvöld brugð- ust ekki nógu hart við faraldrinum strax í upphafi. Vísindi tryggja sjaldan algjöra vissu. Það er einmitt óvissan sem varðar hlykkjótta braut vísindanna, vísar okkur veginn að næsta áfangastað, næstu spurningu sem krefst svars. Ráðamenn sem láta eins og aðgerðir þeirra séu einföld niðurstaða reikningsdæmis á borð við 1+1=2, hafa vísindi að skálkaskjóli og okkur hin að fíflum. Því staðreyndin er þessi: Í baráttunni við kórónaveiruna stöndum við frammi fyrir voveiflegu vali. Vali milli mannslífa og hagkerfis, dauðsfalla og skuldsetningar, langlífis eldri borgara og geðheil- brigðis ungs fólks, ferðamannaiðnaðarins og Land- spítalans. Á viðsjárverðum COVID-tímum þurfa ráðamenn að taka pólitískar ákvarðanir sem eru vísindum óvið- komandi. Til þess þurfa þeir, eins og Platón lagði til, að gerast heimspekingar. En þrátt fyrir fagran einfald- leika heimspekihugmynda á borð við frelsishugmynd Johns Stuart Mill, um að fólki sé frjálst að gera hvað sem það lystir, svo lengi sem það skaði ekki aðra, er málið langtum flóknara. Hvar lýkur rétti kráar- eigandans til lífsviðurværis og hvar hefst réttur íbúa öldrunarheimilis til öruggs ævikvölds? Svarið liggur ekki í augum uppi. Eitt er þó alveg ljóst. Aldrei nokkurn tímann er ástæða til að láta af aðhaldi við stjórnvöld. Allra síst á tímum heimsfarald- urs. Spyrjið bara Breta. Til varnar „kóvitum“ Sími: 561 1433 mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 • Austurströnd 14 • Hringbraut 35 PREN TU N .IS NÝBAKAÐ BRAUÐ ALLA DAGA ....................................... www.bjornsbakari.is Fíkn hefur fylgt manninum um langa hríð. Allt það sem getur gefið stundarfrið frá daglegri angist, sem svo síðar reynist auka á angistina, hefur einhvern veginn verið förunautur okkar breyskra manna. Það er staðreynd að menn á öllum tímum hafa sótt í afþreyingu af ýmsu tagi. Út á þetta hafa menn lengi gert, í því skyni að hagnast sjálfir. Í seinni tíð hafa ýmsir aðilar, sem hafa mannúð og farsæld fólks að markmiði, snúið sér að því að gera út á þennan veikleika í mannlegu eðli. Um árabil hefur hér á landi verið rekin spilastarf- semi á vegum fyrirtækisins Íslandsspil. Það er í eigu þriggja mannúðarsamtaka, Rauða krossins, SÁÁ og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Að auki eru hér starfræktir spilakassar á vegum Gullnámunnar, sem skila afrakstri sínum til Happdrættis Háskólans. Þegar kostnaður við starfrækslu þessara spila- víta og vinningar eru dregnir frá, er talið að hreinn hagnaður af starfseminni nemi hátt á annan milljarð króna árlega. Þegar farsóttin geisaði var þessum stöðum lokað á grundvelli samkomubanns. Á þeim tíma voru f luttar fréttir af því að menn sem ánetjaðir voru þessari starfsemi hefðu loks getað um frjálst höfuð strokið. Í Fréttablaðinu nýlega var saga tveggja manna sögð og rætt við vinnuveitanda þeirra. Í stað þess að sólunda hverri krónu lauss fjár í spilavítin og þurfa að reiða sig ítrekað á fyrirframgreidd laun og safna skamm- tímaskuldum, gátu þeir nú beðið launa sinna og leyft sér annars konar af þreyingu en að tvístíga við vítisvélarnar og tapa öllu sínu fé. Í gegnum tíðina hafa sömuleiðis verið sagðar sögur fólks sem tapað hefur aleigunni í viðskiptum sínum við spilavíti og spilað jafnvel frá sér fjölskyldu og vini. Það getur ekki verið að þeir aðilar sem fjármagna starfsemi sína og kenna sig við mannúð og farsæld, séu stolt af þessum þætti í starfsemi sinni. Og nú hefur hún hafist á ný, því þegar síðasta tilslökun var gerð á takmörkunum, opnuðu spilavítin dyr sínar á ný fyrir þeim sem eru ánetjaðir þessum ósköpum. Hér er við að eiga tvíþætta fíkn. Annars vegar þeirra sem sogast að spilakössunum í vonlausri þrá eftir vinningi sem aldrei kemur, þó einn og einn smá- vægilegur falli þeim í skaut. Hins vegar fíkn þessara svonefndu þjóðþrifa- fyrirtækja sem nærast á tekjum af þessari neyð, Háskólinn, SÁÁ, Rauði krossinn og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Það er greinilega ekki við því að búast að þessi fyrirtæki sjálf skrúfi fyrir þessa starfsemi, svo nauð- synlegt sem það nú er. Lagasetning er ekki lausnin við öllu, en hún er það í þessu hörmungarmáli. 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.