Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 22
Valgerður er Hafn-firðingur í húð og hár, fædd á Sólvangi árið 1964, elst fjög-urra systkina. Faðir hennar Rúnar starf-
aði sem rafvirki og móðir hennar
Sif sem sjúkraliði. Valgerður segir
heimilislífið hafa verið yndislegt,
en á þessum árum hafi fólk verið
að byggja húsin sín sjálft og ekki
miklir peningar til.
„Ég var mjög prúð sem krakki
og ég held að enginn hafi kvartað
yfir mér,“ segir Valgerður aðspurð
um barnæskuna. Hún gekk í Öldu-
túnsskóla, Víðistaðaskóla, Kvenna-
skólann, sem var þá grunnskóli,
og Menntaskólann í Reykjavík. Á
lokaárinu í MR ákvað hún að taka
stefnuna á læknisnámið, en önnur
fög, svo sem íslenska og jarðfræði,
toguðu einnig.
Þegar Valgerður var á sextánda
ári fór hún í sumarleyfisferð til
Júgóslavíu með vinkonum sínum
og gistu þær í bæ við Adríahafið.
Þar kynntist hún pilti frá suður-
hluta Sviss sem var í helgarferð,
Flavio Paltenghi að nafni, og hófst
samband þeirra á milli.
Valgerður jánkar því að þetta
hafi verið ást við fyrstu sýn en hún
átti þó ekki endilega von á því að
neitt yrði úr sambandinu. Þegar
hún sneri heim úr ferðalaginu
biðu hennar nokkur sendibréf frá
Flavio og skömmu síðar kom hann
til Íslands í heimsókn. „Mamma
og pabbi tóku honum mjög vel og
við ferðuðumst með hann um allt
landið,“ segir hún.
Hún viðurkennir þó að f jar-
búðarsamband hafi verið erfitt á
þessum tíma, bréf lengi að berast
og símtöl milli landa dýr. Valgerður
lærði hins vegar ítölsku, móðurmál
Flavios, í f lýti og þau létu samband-
ið ganga upp, milli Hafnarfjarðar
og Lugano.
Óvæntur tölvupóstur
Valgerður og Flavio héldu sam-
bandinu til tvítugs en þá f losnaði
upp úr því. „Ég ætlaði alltaf að fara
út til hans en síðan skorti mig hug-
rekkið til að fylgja því eftir. Ég var
svolítið hrædd um að ég myndi ekki
vilja koma aftur til baka.“
Lífið stoppaði hins vegar ekki.
Við tók háskólanám í læknisfræði,
sérnám í Bandaríkjunum, tvö
hjónabönd og þrjú börn. Tuttugu
ár liðu án þess að hún heyrði frá
Flavio í Sviss. En einn daginn fékk
hún tölvupóst.
„Hann hafði fengið þá hugdettu
að leita að mér og fann netfangið
mitt á einhverri netsíðu. Í póstinum
spurði hann hvort þetta væri virki-
lega ég,“ segir Valgerður og brosir.
„Við byrjuðum að spjalla og kom-
umst f ljótlega að því að við vorum
bæði á tímamótum í lífinu. Um
ári síðar vorum við komin í þetta
samband sem við erum í núna, og
verðum vonandi alltaf.“
Valgerður segir að það samband
sem myndaðist á unglingsárunum
hafi lagt grunninn að því seinna,
ekki aðeins að þau hafi kynnst þá.
„Maður er að mótast mikið á ungl-
ingsárunum og það gerist eitthvað
sérstakt. Þegar við loksins hitt-
umst aftur eftir öll þessi ár fannst
okkur þetta vera svo rétt, öruggt og
afslappað. Ég átti ekki von á því að
hitta Flavio nokkurn tímann fram-
ar. En ég átti enn þá fullan kassa af
sendibréfum frá honum.“
Hið seinna samband Valgerðar og
Flavios hefur nú varað í um fimm-
tán ár. Þau búa enn þá í fjarbúð en
Valgerður segir aðstæðurnar til
þess séu langtum betri en á níunda
áratugnum. Þau f ljúga reglulega á
milli og heyrast margsinnis á dag í
gegnum netið. COVID-19 faraldur-
inn hefur þó gert það að verkum að
þau hafa ekki getað hist í langan
tíma. „Hann átti tvær ferðir pant-
aðar á þessum tíma en sú næsta er
skipulögð 17. júní og vonandi kemst
hann þá.“
Baráttan við áfengið
Í sumar eru 20 ár síðan Valgerður
hóf störf hjá SÁÁ. Hún lauk lækna-
námi á Íslandi 1992 og lærði fíkn-
lækningar í Rhode Island í Banda-
ríkjunum eftir að hafa klárað
lyf lækningar þar ytra einnig.
Ýmsar aðrar undirsérgreinar komu
til greina, svo sem nýrnalækningar
eða smitsjúkdómalækningar. En
fíknlækningar urðu ofan á, meðal
annars vegna hennar eigin baráttu
við áfengi. Árið 1989, þegar hún var
í Háskóla Íslands, sótti hún sér með-
ferð á Vogi.
„Ég spjaraði mig ágætlega í skól-
anum en eins og hjá mörgum alkó-
hólistum komu vandamálin fyrst og
fremst fram í fjölskyldulífinu. Það
sem gekk á hjá mér var alveg meira
en nóg,“ segir hún. „Ég var búin að
reyna sjálf að hætta að drekka en
þurfti að fá aðstoð.“
Meðferðin hafði mótandi áhrif á
Valgerði og hún hefur alfarið haldið
sig frá drykkju, ef frá er skilið nokk-
urra vikna bakslag þegar hún var í
náminu vestra, átta eða níu árum
síðar. Hún segir langan aðdrag-
anda hafa verið að því. „Ég var ekki
að sinna verkefninu. Var f lutt til
útlanda, frá stuðningsnetinu og
farin að hugsa um aðra hluti. Ég
vanmat þennan sjúkdóm sem er
mjög skæður. Það er erfitt að skilja
af hverju fólk byrjar að gera eitthvað
sem skemmir fyrir þeim á öllum
sviðum í lífinu. En það eru skýr-
ingar á þessu, bæði líffræðilegar og
félagslegar,“ segir hún. „Það var ekk-
ert gæfulegt við þennan neyslutíma
en hann var stuttur sem betur fer, og
ekkert alvarlegt kom fyrir.“
Ólíkt hérna heima var enginn
meðferðarspítali eins og Vogur til
að leita til. Þegar Valgerður ákvað að
hætta aftur leitaði hún því í sjálfs-
hjálp og til annarra sem voru í sömu
stöðu.
Ekki bara sorg og sút
Eftir námið lá beinast við að hún
hæfi störf hjá SÁÁ og það varð
raunin strax eftir útskrift árið 2000.
Valgerður segir margt hafa breyst á
þessum tíma og vímuefnin verið
einsleitari áður fyrr. Framboð, sér-
staklega á örvandi efnum, hafði
stóraukist á þessum tíma og mest
undanfarin fjögur eða fimm ár. Í dag
er um helmingur þeirra sem koma
inn á Vog háður örvandi vímuefn-
um, eins og amfetamíni, kókaíni og
MDMA. Þá hafa sterk verkjalyf eða
ópíóíðar einnig aukist og kannabis
fylgt með.
„Hópurinn sem er í neyslu hefur
ekki endilega stækkað en hann er að
nota fleiri efni og vandinn því fjöl-
þættari og hefur aðrar afleiðingar
en að nota aðeins eitt vímuefni,“
segir Valgerður. Óvirknin sé einn
stærsti þátturinn.
Alls hafa um 26 þúsund einstakl-
ingar innritast í meðferð á Vogi hjá
SÁÁ á 42 árum og Valgerður hefur
starfað þar helming þess tíma.
Heildarinnritanir eru milli 80 og
90 þúsund. Hún segir fólk hafa
mjög mismunandi væntingar til
meðferðarinnar og batinn komi
fram á ýmsan hátt. Sumir séu að
berjast fyrir að halda því sem þeir
eiga, svo sem hjónabandi, fjölskyldu
og starfi. Aðrir séu að berjast til að
halda lífinu.
„Þetta er ákaf lega gefandi starf
og það er hægt að gera svo mikið
fyrir fólk. Mestu verðlaunin eru að
sjá fólk taka verkefnið alvarlega og
öðlast trú á sjálfu sér, framtíðinni
og lífinu. Þetta er ekki bara sorg og
sút,“ segir Valgerður. Þegar endur-
komuhlutfall er skoðað eru aðeins
innan við fimm prósent sem hafa
lagst inn á Vog tíu sinnum eða oftar.
Hún ítrekar þó að vandinn sé lang-
vinnur, og ekki hægt að laga hann
með einfaldri aðgerð.
„Allir geta komist í bata. Fólk
getur líka komist í bata að hluta
til, til dæmis með því að breyta
neyslunni. Að hætta að sprauta í
æð er risaskref og eykur lífslíkurnar
gríðarlega mikið,“ segir hún. „Margt
af því sem við gerum inni á Vogi er
að huga að þessari skaðaminnkun,
því tíminn er þess virði. Þegar fólk
er komið á ákveðinn stað er hægt að
vinna í frekari bata.“
Skylda að sinna kallinu
Valgerður tók við stöðu forstjóra og
framkvæmdastjóra lækninga árið
2017 af Þórarni Tyrfingssyni. Sem
stjórnanda finnst henni erfitt að sjá
hversu margir þurfa að bíða með-
ferðar og að þessi stóri hópur sem
á við fíknivanda að stríða sé ekki
settur í forgang. Meira en helmingur
af þeim sem innritast á Vog á börn
undir lögaldri og því heilu fjölskyld-
urnar í húfi.
„Þegar fólk er að biðja um hjálpar-
hönd er það á tímamótum í lífi sínu
og okkur ber skylda til þess að sinna
því kalli,“ segir hún. Við getum ekki
vitað hvernig staðan verður hjá því
eftir hálft ár. Vitaskuld séu sorgar-
sögur á bak við hverja innritun og
Valgerður segist finna sérstaklega til
með aðstandendum þeirra sem eru
mjög langt leiddir.
„Ég er viss um að ég hef náð að
brynja mig töluvert á öllum þessum
árum. Ég sé hlutina kannski líka
með öðrum augum en sá sem sér þá
í fyrsta skipti. Þetta er samt alltaf
átakanlegt.“
Valgerður er þakklát fyrir það
kerfi sem búið er að byggja upp og
þau úrræði sem eru til staðar fyrir
fólk í fíknivanda.Ekki sé þó hægt
að taka fram fyrir hendur fólks.
„Margir sinna þessum vanda í heil-
brigðis- og félagskerfinu, og hlutur
SÁÁ er gríðarmikilvægur hlekkur
með úrræði sem eru nauðsynlegur
ÞEGAR VIÐ LOKSINS HITT-
UMST AFTUR EFTIR ÖLL
ÞESSI ÁR FANNST OKKUR
ÞETTA VERA SVO RÉTT,
ÖRUGGT OG AFSLAPPAÐ.
Æskuástin
birtist aftur
Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir hjá SÁÁ,
stendur nú í ströngu vegna innanbúðar-
deilna. Hún ræðir ástina sem týndist í 20 ár,
störfin á spítalanum og hlaupaástríðuna.
Valgerður hefur starfað í tuttugu ár hjá SÁÁ og kynnst baráttunni við fíkn á eigin skinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Kristinn Haukur
Guðnason
kristinnhaukur@frettabladid.is
3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R22 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð