Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 25

Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 25
Á FUNDINUM KEMUR Í LJÓS HVORT TEKIÐ VERÐI TILLIT TIL ÓÁNÆGJUNNAR MEÐ FRAMKVÆMDA- STJÓRNINA. un,“ segir Valgerður. „Ástæðan sem var gefin var sú að þessar stéttir væru ekki hluti af þjónustusamn- ingunum en þetta var átylla til að taka út sálfræðingana. Sumir voru líka komnir að eftirlaunaaldri og hvort eð er að hætta og því smekk- laust að segja þeim upp á þennan hátt. Þetta var alger yfirgangur og gert undir fölsku flaggi. Allir vissu að það þyrfti að spara, en þetta var ekki rétta leiðin fyrir framtíð SÁÁ. Þetta er svo mikilvægt starf.“ Valgerður segist hafa skynjað undirtón gegn þeirri starfsemi sem hún og hennar fólk hafi verið að þróa á undanförnum árum. Frá fólki sem hafði verið lengi við stjórn- völinn, bæði í stjórn og fyrrverandi yfirmenn á meðferðarsviði. Aðspurð um hvers vegna hún telji þennan mótbyr vera segir hún það mögulega vera ótta við breytingar, sem séu þó ekki byltingarkenndar í þessu tilviki. Áfram sé haldið að byggja ofan á þann grunn sem lagður hafi verið á síðustu 42 árum. „Þetta er einhver valdabarátta og ekki góð staða til að vera inni í. Ég er ekki stríðskona. Nýjum stjórn- endum fylgja alltaf breytingar og nýjar áherslur. Sú faglega vinna sem unnin hefur verið af því fólki, sem segja átti upp, er ómetanleg viðbót fyrir starfsemina og starfsmenn, og hefur skilað sér beint í betri þjón- ustu við okkar skjólstæðinga. Þessi uppbygging þarf að halda áfram.“ Bíður eftir aðalfundi Þegar uppsagnir starfsmannanna voru kynntar og Valgerður sagði upp fór allt á annan endann. Fjöldi fólks steig fram og lýsti yfir stuðn- ingi við hana og það starf sem hafði verið byggt upp. Starfsfólkinu mis- bauð og það lýsti yfir vantrausti á formanninn og framkvæmdastjórn- ina. Félög sálfræðinga og geðlækna og f leiri gáfu út yfirlýsingar. Hafði það þó ekki áhrif til breytinga. Reiði starfsfólks jókst eftir starfs- mannafund í apríl vegna framkomu fulltrúa framkvæmdastjórnar og Valgerður heyrði að margir væru að gefast upp og ætluðu að hætta. Á þeim tímapunkti ákvað hún að draga uppsögn sína til baka, í von um að ró kæmist á spítalann. Sam- talið um hlutverk formanns og framkvæmdastjórnar um fagleg málefni meðferðarsviðs eigi þó enn eftir að eiga sér stað. Ekki hefur verið ákveðin dag- setning fyrir aðalfund SÁÁ, en hann verður þó haldinn bráðlega. Þar verður kosinn 1/3 af 48 manna stjórn, sem aftur kýs níu manna framkvæmdastjórn, þar af formann og varaformann. Eins og staðan er í dag er Arnþór Jónsson formaður framkvæmdastjórnar og sam- takanna SÁÁ. Valgerður segir að með nýrri stjórn þurfi hlutverk for- manns að vera skýrt. „Á fundinum kemur í ljós hvort tekið verði tillit til óánægjunnar með framkvæmda- stjórnina. Þetta ástand hefur ekki haft áhrif á þjónustuna við sjúkling- ana en vitaskuld hefur þetta áhrif á líðan starfsfólksins.“ Maraþon og náttúruvernd Valgerður hefur lengi stundað úti- vist og gengið á fjöll. Því var haldið að systkinunum í æsku og í seinni tíð hefur Valgerður bætt lang- hlaupum við, með hlaupahópi FH. Á síðasta ári hljóp hún maraþon í fyrsta skipti erlendis, hið þekkta Boston-maraþon, og einnig 60 kíló- metra hlaup á Ítalíu með hópnum. „Þetta gerir mjög mikið fyrir mig og í hópnum mínum er mjög gott fólk,“ segir Valgerður og brosir. „Ég verð óþreyjufull ef ég kemst ekki út að hlaupa en eftir hlaup er ég endurnærð. Þetta dreifir huganum og losar um streitu.“ Þegar hún hóf að hlaupa fyrir alvöru, fyrir um átta árum, segist hún hafa verið fullgráðug. Þetta hafi valdið bæði brotum og brjósk- losi en undanfarin þrjú ár hafi blessunarlega verið meiðslalaus. Hún er þakklát fyrir hvert ár í við- bót sem hún getur hlaupið með hópnum sínum. Nú er stefnan sett á 100 kílómetra hlaup við Mont Blanc í Ölpunum, með rúmlega 6 þúsund metra hækk- un, en það var slegið af í ár vegna COVID-19. Faraldurinn hefur einnig haft áhrif á annað áhugamál, kóra- starf með Léttsveit Reykjavíkur, en æfingar þar hafa legið niðri. Náttúran er henni líka hjartfólg- in. Valgerður bendir á innramm- aða ljósmynd af fjallgönguhópnum sínum, við topp Hrútfjallstinda á Vatnajökli. „Þetta er toppurinn á tilverunni,“ segir hún. „Mér finnst ákaflega mikilvægt að berjast fyrir því að víðátta Íslands fái þá virðingu sem henni ber. Að við skemmum ekki fyrir framtíðinni með því að ganga á landið.“ Valgerður hefur tekið þátt í baráttunni gegn virkjun Hvalár á Ströndum, sem nú hefur stöðvast, að minnsta kosti tímabundið. „Ég skil að við þurfum að lifa af einhverju, veiða fiskinn í sjónum og virkja, en við verðum að gera það með skynsemi. Skammtíma- hagsmunir mega ekki valda óaftur- kræfum skaða á landinu. Ég skil vel að það er ekki auðvelt fyrir stjórn- málamenn að taka þessar ákvarð- anir. En þeir verða að horfa á stóru myndina, ekki aðeins hagsmunaað- ila. Það er svo mikið í húfi.“ Nú er rétti tíminn til að njóta Íslands og alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hvort sem þú vilt vera sóló, í hópi eða í rómans geturðu fundið þína flugleið til Egilsstaða þar sem Vök Baths, Icelandair hótel Hérað og fleiri eðalviðkomustaðir taka þér og þínum fagnandi. Flug og bíll eða flug og gisting eru á sérkjörum í allt sumar þannig að núna er rétti tíminn til að kynnast Egilsstöðum upp á nýtt. + Bókaðu á airicelandconnect.is + Heiður Vigfúsdóttir Vök Baths, við Egilsstaði Flug og gisting frá í eina nótt á mann 29.900 kr. Flug og bíll frá í einn sólarhring á mann 28.900 kr. + Egilsstaðir H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25L A U G A R D A G U R 3 0 . M A Í 2 0 2 0
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.