Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2020, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 30.05.2020, Qupperneq 34
 Orkugarður Grensásvegi 9 108 Reykjavík www.os.is Orkustofnun: • Annast stjórnsýslu sem stofnuninni er falin með lögum, svo sem auðlindalögum, vatnalögum, raforkulögum, lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins og lögum um kolvetni. • Safnar gögnum um nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda. • Stendur fyrir rannsóknum á nýtingu orkulinda og annarra jarðrænna auðlinda. • Vinnur að áætlanagerð til langs tíma um orkubúskap þjóðarinnar. • Er stjórnvöldum til ráðuneytis um orkumál og aðra auðlindanýtingu. • Fer með leyfisveitingar vegna rannsókna og nýtingar á auðlindum og orkuvinnslu. • Annast eftirlit með framkvæmd raforkulaga, • Fer með umsýslu Orkusjóðs, niðurgreiðslna vegna húshitunar og Orkuseturs. Sérfræðingur/ verkefnisstjóri við starfsstöð Orkustofnunar að Rangárvöllum á Akureyri Helstu verkefni og starfssvið Verkefni starfsins ná yfir umsjón og rekstur Orkusjóðs, greiningar og ráðgjöf vegna nýrra orkulausna, ráðgjöf við stjórnvöld og greiningar vegna aðgerða á svið orkuskipta og loftslagsmála og hvers kyns gagnavinnsla og -greining svo dæmi séu tekin. Við starfsstöð Orkustofnunar á Rangárvöllum á Akureyri er aðstaða fyrir 4 starfsmenn. Helstu verkefni sem nú eru unnin þar eru umsjón með niðurgreiðslum á rafhitun á köldum svæðum, ráðgjöf og styrkveitingar vegna orkuskipta og betri orkunýtingar á köldum svæðum, umsjón og reksturs Orkusjóðs, styrkjum til bættrar orkunýtni, orkusparnaðar og minni notkunar jarðefnaeldsneytis, styrkjum til innviðauppbyggingar vegna orkuskipta í samgöngum og lána til jarðhitaleitar að undangengnum forrannsóknum. Orkustofnun vinnur eftir svokölluðu flötu skipulagi þannig að sérfróðum starfsmönnum er úthlutað verkefnasviðum sem þeir vinna tiltölulega sjálfstætt og bera ábyrgð á gagnvart orkumálastjóra. Samstarf þvert á verkefnasvið fer fram í teymum á jafningjagrundvelli. Hæfniskröfur Við erum að leita að einstaklingi með með meistarapróf í verkfræði eða raunvísindum og menntun og reynslu sem nýtist í starfinu, sbr. helstu verkefni. Æskilegt er að umsækjendur hafi góða samskiptahæfileika og hæfni í skriflegri framsetningu, íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við viðkomandi stéttarfélag. Nánari upplýsingar veitir Guðni A Jóhannesson orkumálastjóri, sími 5696000, netfang gudni.a.johannesson@os.is. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist á netfang os@os.is eða til Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða eigi síðar en 18. júní 2020. Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Orkumálastjóri Birgðastjóri Norðanfiskur ehf. óskar eftir að ráða til starfa birgðastjóra. Um framtíðarstarf er að ræða innan öflugs teymis lykilstjórnenda hjá félaginu á aðalstarfstöð Norðanfisks að Vesturgötu 5, Akranesi. Áhugasamir sendi umsókn ásamt ferilskrá á netfangið nordanfiskur@nordanfiskur.is Umsóknarfrestur er til 12. júní 2020 Helstu verkefni: Um fjölþætt starf er að ræða og felur það í sér yfirumsjón með eftirfarandi: • Birgðahaldi lagers • Umsjón starfsfólks á lager • Birgðatalningum og upplýsingagjöf til framkvæmdastjóra • Móttöku og afhendingum á vörum og hráefni • Birgðahaldi og innkaupum aðfanga fyrir framleiðslu og lager • Upplýsingakerfi (Microsoft NAV) – skráningu birgða og framleiðslu • Að vörulager sé ávalt snyrtilegur og frágangur afgreiðslu til fyrirmyndar Einnig innifelur starfið stuðning við framleiðsludeildir félags- ins ásamt endurskoðun og úrbótum ferla, bæði í lagerhaldi og framleiðslu. Menntun og hæfniskröfur • Háskólamenntun kostur • Þekking og reynsla af birgðastörfum • Almenn ökuréttindi • Góð íslensku og ensku kunnátta • Almenn tölvukunnátta, excel og Microsoft NAV (eða sam- bærilegs kerfis) • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hóp Norðanfiskur ehf. sérhæfir sig í framleiðslu, sölu og dreifingu á úrvals sjávarfangi til veitinga- og stóreldhúsa á innanlandsmarkaði ásamt sölu neytendapakkninga í verslunum um land allt. Félagið hefur það að leiðarljósi að þjónusta íslenskan veitinga- og smásölumarkað með gæða- og hollustuvörum úr sjávarfangi ásamt því að vera áreiðanlegur og leiðandi birgi fyrir sína viðskiptavini með úrvals þjónustu í að verða 20 ár. Fjölbreytt og gott vöruúrval fyrirtækisins spannar um 250 vörutegundir sem eru framleiddar í starfsstöð félagsins á Akranesi. Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir störf til umsóknar Grunnskólinn á Hólmavík og Leikskólinn Lækjarbrekka Lausar stöður skólaárið 2020-2021 • Staða umsjónarkennara á yngsta stigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 1. – 3. bekk. Allar almennar kennslu- greinar. • Staða umsjónarkennara á unglingastigi 100%. Um er að ræða samkennslu í 7. – 10. bekk. Allar almennar kennslu- greinar. • Staða íþróttakennara 100%. Um er að ræða kennslu í skóla- íþróttum og sundi og þjálfun íþróttagreina í samstarfi við íþróttafélagið Geislann á Hólmavík. • Tvær stöður leikskólakennara100%. Um er að ræða al- mennt starf á deild. • Staða stuðningsfulltrúa 100%. Um er að ræða þjálfun nemanda með sérþarfir og eftirfylgni í grunnskóla og tóm- stundastarfi. Umsækjendur um kennarastöður þurfa að hafa kennslurétt- indi. Leitað er eftir einstaklingum sem hafa góða skipulags- hæfileika og mikla hæfni í mannlegum samskiptum. Áhersla er lögð á jákvæðan aga, samþætt þemabundin verkefni og teymisvinnu. Reynsla af samkennslu árganga, og áhugi á þróunarstarfi eru mikilvæg. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitar- félaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. júní 2020. Nánari upplýsingar veitir: Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, skólastjóri, sími 451 3430, net- fang skolastjori@strandabyggd.is Umsóknir með starfsferilsskrá og afriti prófskírteina ásamt upplýsingum um meðmælendur sendist á skolastjori@strandabyggd.is Tómstundafulltrúi Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir laust til umsóknar starf tómstundafulltrúa. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir skapandi og skipulagðan einstakling sem hefur unun af samskiptum. Um 75% starf er að ræða. Helstu verkefni • Verkefnavinna og stefnumótun á sviði tómstunda-, íþrótta- og menningarmála í Strandabyggð • Samvinna með skólastjóra Grunn-, leik- og tónskóla Hólma- víkur að málefnum á sviði menntunar og tómstunda • Vinna með Tómstunda-, íþrótta og menningarnefnd sveitar- félagsins • Umsjón með starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Ozon og ung- mennahússins Fjóssins • Umsjón með Ungmennaráði Strandabyggðar • Umsjón með skipulögðu starfi eldri borgara í Strandabyggð • Verkefnastjórnun við hátíðahöld og viðburði á vegum Strandabyggðar • Undirbúningur vegna vinnuskóla, menningardvalar og sumarnámskeiða • Stuðningur við félagastarf á sviði tómstunda, íþrótta og menningar • Sérstök nýsköpun og stuðningur við þá hópa sem hafa lítið framboð við hæfi í Strandabyggð • Samvinna við nágrannasveitarfélög og á landsvísu á sviði tómstundamála • Samstarf við íþróttafélög, starfsfólk íþróttamiðstöðvar og félagasamtök á svæðinu Æskileg menntun, færni og eiginleikar • Háskólapróf á sviði tómstunda- og félagsmálafræði eða skyldum greinum sem nýtast í starfi • Skipulags- og stjórnunarfærni • Reynsla af félagsstörfum með börnum og ungmennum • Samskiptafærni og geta til að tjá sig í ræðu og riti • Frumkvæði, jákvætt hugarfar og hugmyndaauðgi • Er hvetjandi og góð fyrirmynd Umsóknarfrestur er til miðnættis 14. júní 2020. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfða- götu 3, eða á netfangið: strandabyggd@strandabyggd.is Allar frekari upplýsingar um starfið veitir Þorgeir Pálsson sveitarstjóri, í síma 451-3510 eða 899-0020, eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is Í Strandabyggð búa um 460 manns og er Hólmavík þéttbýlis- staður sveitarfélagsins. Atvinnulíf í sveitarfélaginu er fjöl- breytt og skólastarf öflugt. Boðið er upp á leikskólapláss fyrir börn frá 9 mánaða aldri og auk grunnskóla fyrir börn frá 1.-10. bekk er á staðnum dreifnámsbraut frá FNV fyrir nemendur á framhaldsskólastigi. Öflugt tómstunda-, íþrótta- og menn- ingarstarf er í sveitarfélaginu, s.s. skíðafélag, tveir kórar fyrir fullorðna, tónlistarskóli og áhugaleikfélag og hugað er að því að sem flestir aldurshópar fái notið sín.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.