Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 39
Skólastjóri
Bláskógaskóli, Reykholti
Bláskógabyggð auglýsir eftir umsóknum um starf skóla-
stjóra til að stýra Bláskógaskóla í Reykholti, Biskupstung-
um. Skólinn er fyrir nemendur í 1. til 10. bekk. Í skólanum
eru 83 nemendur og þar starfa 20 starfsmenn. Kjörorð
skólans eru Virðing-Vellíðan-Samvinna.
Bláskógaskóli í Reykholti er annar tveggja grunnskóla Blá-
skógabyggðar. Gott samstarf er við leikskólann Álfaborg í
Reykholti, Bláskógaskóla á Laugarvatni og Kerhólsskóla í
Grímsnes- og Grafningshreppi.
Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir leið-
togahæfni og hefur mikla reynslu og þekkingu á grunn-
skólastarfi. Skólastjóri starfar skv. lögum og reglugerðum
um grunnskóla og öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá,
námskrá skólans og skólastefnu Bláskógabyggðar.
Helstu verkefni og ábyrgðarsvið:
• Veita skólanum faglega forystu.
• Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs í sveitar-
félaginu.
• Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri skólans.
• Samstarf við skólanefnd, sveitarstjóra og sveitarstjórn og
aðra aðila skólasamfélagsins.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leyfisbréf grunnskólakennara og kennslureynsla á
grunnskólastigi er skilyrði.
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum og lipurð
í samstarfi er skilyrði.
• Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er kostur.
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
• Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
• Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga og KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands.
Starfshlutfall er 100%. Umsókn fylgi kynningarbréf, yfirlit
yfir nám og fyrri störf, leyfisbréf fyrir starfsheitið kennari
og framtíðarsýn umsækjanda varðandi þróun skólastarfs.
Starfið hentar einstaklingum óháð kyni.
Umsóknarfrestur er til 18. júní 2020. Ráðið verður í
stöðuna frá og með 1. ágúst 2020.
Nánari upplýsingar veitir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri,
í síma 480 1900. Umsókn ásamt fylgigögnum skal send á
netfangið asta@blaskogabyggd.is.
Bláskógabyggð
Orkugarður
Grensásvegi 9
108 Reykjavík
www.os.is
Bókari
Orkustofnun auglýsir laust til umsóknar starf aðalbókara.
Um er að ræða 100% starf.
Helstu verkefni:
• Dagleg umsjón bókhalds
• Afsteminingar (banka, viðskipta og virðisauka)
• Frágangur reikninga
• Innheimta
• Uppgjör
• Umsjón með launavinnslu og viðverubókhaldi.
Hæfniskröfur:
• Menntun og reynsla sem nýtist í starfi, sbr. helstu verkefni.
• Traust, trúnaður og færni í mannlegum samskiptum.
• Frumkvæði, áreiðanleiki, nákvæmni og sjálfstæði í starfi.
• Skipulagshæfileikar og öguð vinnubrögð.
• Góð tölvufærni sérstaklega í Excel og MS Navison(eða sambærilegu
bókhaldskerfi).
• Gott vald á íslensku og ensku er skilyrði og þekking á einu
norðurlandamáli æskileg.
• Hæfileiki til þess að koma frá sér efni í töluðu og rituðu máli.
• Reynsla af verkbókhaldi og samningum telst kostur.
• Þekking á Oracle mannauðs- og launakerfi hjá ríkisstofnunum er kostur.
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðuneytis við
viðkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar veitir Guðni A Jóhannesson orkumálastjóri, sími 5696000,
netfang gudni.a.johannesson@os.is.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist á netfang os@os.is
eða til Orkustofnunar, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík eða eigi síðar en 18. júní 2020
Öllum umsóknum verður svarað eftir að ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Orkumálastjóri
Orkustofnun:
• Annast stjórnsýslu sem stofnuninni
er falin með lögum, svo sem
auðlindalögum, vatnalögum,
raforkulögum, lögum um eignarrétt
íslenska ríkisins að auðlindum
hafsbotnsins og lögum um kolvetni.
• Safnar gögnum um nýtingu orkulinda
og annarra jarðrænna auðlinda.
• Stendur fyrir rannsóknum á nýtingu
orkulinda og annarra jarðrænna
auðlinda.
• Vinnur að áætlanagerð til langs tíma
um orkubúskap þjóðarinnar.
• Er stjórnvöldum til ráðuneytis um
orkumál og aðra auðlindanýtingu.
• Fer með leyfisveitingar vegna rannsókna
og nýtingar á auðlindum og orkuvinnslu.
• Annast eftirlit með framkvæmd
raforkulaga,
• Fer með umsýslu Orkusjóðs,
niðurgreiðslna vegna húshitunar
og Orkuseturs.
Launafulltrúar,
gjaldkerar,
þjónustufulltrúar
hagvangur.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 9 L AU G A R DAG U R 3 0 . M A Í 2 0 2 0