Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 72

Fréttablaðið - 30.05.2020, Síða 72
Listaverkið Hann Eddi Leó Viktorsson, sem er sex ára og bráðum sjö, teiknaði þessa mynd af Hallgrímskirkju og styttunni af Leifi Eiríkssyni. Edda Leó finnst gaman að hjóla og að fara í langar hjólaferðir og hefur nokkrum sinnum hjólað að Hallgrímskirkju. Brandarar Gunnar þrammaði fram og aftur um gólfið á meðan hann blés í trompetinn. Að lokum gafst nágranninn upp, bankaði hjá honum og sagði: „Þessi hávaði er alveg óþol- andi.“ „Fyrirgefðu,“ svaraði Gunnar, fór úr skónum og hélt áfram að spila á trompetinn á sokkunum. Regína: „Þjónn! Ég ætla að fá saltfisk.“ Þjóninn: „Viltu portúgalskan eða íslenskan?“ Regína: „Það skiptir engu máli, ég ætla ekki að tala við hann.“ Óli: „Nú get ég varið mig ef einhver ræðst á mig. Ég er byrjaður að æfa karate og er þegar búinn að brjóta múr- stein með hnefanum.“ Valdi: „Það er flott hjá þér, en er ekki frekar sjaldgæft að múrsteinar ráðist á fólk?“ Þormóður Áki unir sér í skúrnum við að setja olíu á hjólið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þormóður Áki Njálsson er tólf ára og verður þrettán á þessu ári. Hann á tvö systkini og svo er tík á heimil- inu sem þarf sína athygli. Hvernig er lífið hjá þér þessa dag- ana, Þormóður? Ja, ég hef verið lasinn í gær og í dag en annars er allt í lagi. Það er kominn venjulegur skólatími aftur fimm daga í viku. Áður var ég oft heima að læra. Ertu búinn með öll vorprófin? Nei, ekki öll. Það er alveg fullt af prófum eftir. Heldurðu að þú fáir eins góðar einkunnir og venjulega þrátt fyrir að komast ekki í skólann alla daga? Já, ég hugsa það. Hver eru bestu fögin þín? Ég veit það ekki, mér finnst eiginlega allt jafn leiðinlegt. Nei, grín, ég mundi kannski segja að íslenskan, að minnsta kosti, væri skemmtileg. Ertu góður í að skrifa? Ég held það sé nú ekki besta fagið mitt. Nú heyrir Þormóður ekkert í mér í símanum fyrir tíkinni Lukku, sem geltir hástöfum. Ég gleymi samt að spyrja hvort hann sé dýravinur. Hann hlýtur að vera það. Ég bíð þar til Lukka hefur lokið máli sínu og næsta spurning er: Hver eru helstu áhugamálin þín? Mér finnst gaman að föndra við mótorhjólið. Mótorhjólið? Áttu mótorhjól? Já, ég á krossara. Ertu duglegur í viðgerðum? Ég myndi segja það. Máttu vera á mótorhjóli? Ekki á götunum, bara á plani með pabba. Það er rosalega gaman. Hvenær máttu keyra á götum? Ég held að maður geti fengið að keyra létt mótorhjól fimmtán ára en fyrst verður maður að taka próf. En ertu mikill tölvugaur? Já, ég er frekar mikið í tölvu. Ég hef farið á forritunarnámskeið og langar að læra meira. Hvað viltu svo helst gera þegar þú verður stór? Ég veit það ekki. Kannski verða ökukennari eins og pabbi minn. Hefurðu einhvern tíma farið til útlanda? Já, við fórum í skemmti- ferðaskip í Orlando fyrir kannski einu og hálfu ári. Það var rosalega skemmtileg ferð. Hvað er eftirminnilegast? Maður gleymir aldrei skemmtiferðaskip- inu og ég synti með höfrungum og gleymi því aldrei heldur. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Mig langar að komast eitthvert út með mótorhjólið, ég hef ekki verið að keyra frekar lengi. Er einhver staður sem þig langar að heimsækja á Íslandi? Mig langar að finna fjörusand og vera með hjólið þar. En hver er uppáhaldsmaturinn? Þetta er rosalega erfið spurning. Finnst þér allt gott? Já, sérstaklega það sem mamma mín eldar. Finnst gaman að föndra við mótorhjólið MAÐUR GLEYMIR ALDREI SKEMMTI- FERÐASKIPINU OG ÉG SYNTI MEÐ HÖFRUNGUM OG GLEYMI ÞVÍ ALDREI HELDUR. Lausn á gátunni Níunda orðið sem vantar er rigning? „Hér er sko alvöru stafasúpa Róbert,“ sagði Lísaloppa. „Þetta er orðarugl og við eigum rðin sem eru falin í gátunni. En við þurfum að passa okkur,“ bætti hún við íbygginn. „Því orðin geta líka verið skrifuð lóðrétt, nú eða á ská.“ Róbert horfði á orðaruglið drykklanga stund. „Og hvaða orð á é a?“ spurði hann vonleysislega og bætti við. „Þetta er bara hrærigrautur af stöfum.“ „Níu orð tengd sumri eru falin í gátunni,“ sagði Lísaloppa. „Hvaða orð eru það, það eru til óteljandi orð tengd sumri á íslensku?“ sagði Róbert og var við það að gefast upp áður en þau voru einu sinni byrjuð að leita. „Orðin sem við eigum að b ugur, sól, heyskapur, frí, ferðalag, farfuglar, sumarnætur og blóm,“ sagði Lísaloppa. „En þetta eru bara átta orð, þú sagðir að við ætt rð.“ Róbert varð æ ringlaðri á þessu stafarugli. „Já,“ sagði Lísaloppa. „Það er eitt leyniorð og við þurf hvaða orð það er.“ Róbert horfði vonleysislega á orðaruglið. „Allt í lagi, förum að leita.“ Konráð á ferð og ugi og félagar 406 K Ð Í N L Ú R É S M L Ú N X F V K A L B H Í Í D N Á Í M N G U Y B Ó M É M J F Á X P V Y K U G T Ð O H Á M Ý Í H A E O V Í Á Ð G Ú P Í D T I B E D I A É U É Ó Y J D P N K U D N B N U E Y Í R F R T D U F V J F Í E N I L L D I J S I F I Ó N Ð L H D R P I Ð O A O S V S L K K Y Í É M Æ Í A R Á S S F G O L U Y G Ó A S Ý S Ó L V T Á B Ý L Ð U K Í E A Ó N E P Í Í U P T Ð Ó U P R X Ó L Ð Ó D U R Ó P U L Ý Ð S Ó H N U R N P E Ú Í H Ð G H A U R U Ý G J D L Ó A Á O E Á S P H É Á J S P F T F A R F U G L A R Á Ú Á Ð T A U B X P O A G K Ð P V P Ú G G É U P G B M A N K Ý J R H M X G S F H J X É E Ð Ó Ý É K B Y R I G N I N G K P U G D S V Á E F Y I L D Ó B A L J G I B A G H R P Y A I L I Ó J M L X O T S I É P A B Ð P H P M E U É Ý Ó F Á T A Y N B V D S D T Ð H F Ð I G X L K B R X É P K K Í H Ý O G K É R V I U B F E R Ð A L A G O O B Ú E M L X Í Ð Ð R I Á Á Á L F É T M R N X X V G N Ó G Getur þú fundið þessi níu orð og h vert skildi leynio rðið vera? ? ? ? 3 0 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.