Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 85

Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 85
fjölbreytt Aðstaða fyrir skapandi fólk Reykjavíkurborg býður til leigu húsnæði fyrir skapandi verkefni í Gufunesi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði. Við ráðstöfun húsnæðisins verður sérstök áhersla lögð á skapandi greinar, nýsköpun og sprotastarfsemi. Horft verður til þess að ný starfsemi falli að nærumhverfinu og gæði það lífi. Í Gufunesi er kvikmyndagerð og tengd starfsemi að byggjast upp. Þetta framtak borgarinnar er viðspyrna í erfiðu efnahagsástandi til að efla nýjar atvinnugreinar og samfélagsleg verkefni. Húsnæðið er ekki í notkun í dag eða er að losna. Ástand þess er með ýmsu móti og er gert ráð fyrir að leigjendur lagi það að sínum þörfum og geti ráðist í endurbætur þess gegn hagstæðari leigukjörum. Gert er ráð fyrir að umsækjendur komi með tillögu að leiguverði. Skilafrestur til að lýsa áhuga og hugmyndum rennur út 22. júní 2020. Nánari upplýsingar á: reykjavik.is/skapandi Skoðunarferð 10. júní Boðið verður upp á skoðunarferðir um húsakynni miðvikudaginn 10. júní • Skerjafjörður kl. 14 • Bryggjuhverfi kl. 15.30 • Gufunes kl. 17 Áhugasamir eru beðnir um að skrá þátttöku í skoðunarferð.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.