Fréttablaðið - 30.05.2020, Page 88
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Það er merkilegt hvernig aldurinn kemur yfir mann eins og þoka – hægt og hljótt.
Fæstir finna fyrir breytingum þó
að áratugir bætist við – eina sem
breyt ist er í raun útsýnið, ekki síst
í speglinum. Fjölskylda og sam-
ferðafólk lendir í sömu þokunni,
en það er helst að tíminn standi í
stað í vinahópum þar sem hegðun
breytist lítt í áranna rás.
Við vinkonurnar sem kynnt-
umst í Versló ákváðum að stofna
saumaklúbb þegar líða tók að
útskrift, til að halda hópinn. Þetta
er hefðbundinn, íslenskur sauma-
klúbbur sem hefur viðhaldið
áralangri vináttu – undir yfirskini
hannyrða. Þarna er skrafað og
f lissað – hlegið og grátið og við
reynum eftir fremsta megni að
halda hver annarri vel upplýstri
um helstu breytingar á högum
landa okkar. Eftir því sem árunum
hefur fjölgað hefur fyrirhöfnin
orðið minni, hnallþórur eru sjald-
séðar og dísætt meðlætið. Góður
og einfaldur réttur er oft látinn
duga og virðist almenn ánægja
ríkja með þessa þróun, ekki síst ef
þess er gætt að hafa nóg af hvítvíni
til að dreypa á. Aðrir fjölskyldu-
meðlimir taka þessum heim-
sóknum með ró – húsbóndinn er
einfaldlega sendur út af heimilinu
og börnin eru atkvæðalaus.
Þó gerðist það hér í eina tíð að
dóttirin reyndist mjög spennt
þegar henni var tilkynnt að von
væri á stelpunum um kvöldið.
Sennilega átti hún von á öðrum
stelpum en birtust hver af annarri
því þegar stofan var orðin þéttset-
in af konum á fimmtugsaldri sagði
hún með brostin augu; „Eru þetta
stelpurnar?“ Og það var akkúrat
á þessu augnabliki sem dóttirin
lærði að það er eitt sem tíminn fær
engu um breytt. Stelpur eru og
verða stelpur – ævina á enda!
Saumaklúbbur
ævina á enda
©
Inter IKEA System
s B.V. 2020
BÆTTU LÍKAMSSTÖÐUNA
Minni verkir, betri líðan
GÖNGUGREINING
Faeturtoga.is
S: 55 77 100
Laugarásvegur 1
Pantaðu á skubb.is
OG FÁÐU HEIMSENT
Margrétar
Kristmannsdóttur
BAKÞANKAR