Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Page 2
2 7. febrúar 2020FRÉTTIR Á þessum degi, 7. febrúar 1882 – Síðasti hnefaleikabardaginn í þungavigt án hanska fór fram í Mississippi. 1914 – Charlie Chaplin birtist í fyrsta sinn sem litli flækingurinn. 1940 – Bandaríska teiknimyndin Gosi var frumsýnd. 1964 – Bítlarnir komu fyrst til Banda- ríkjanna. 1985 – „New York, New York“ varð opinber söngur New York-borgar. frægir sem lentu í netníðingum Netníðingar eru því miður algengari en halda mætti og oft er sagt að einstaklingur sé ekki búinn að „meika það“ fyrr en óprúttinn aðili stelur nafni viðkomandi. Á tækniöld fer svona auðvitað mest fram á samfélagsmiðlum og samskiptaforritum, en þessir Íslendingar eiga allir það sameiginlegt að hafa brugðið við þegar nafn þeirra var farið að spyrjast út á vafasaman veg. Eftirsóttur að venju Snemma árs 2018 var stofnaður aðgangur á stefnumótasíðunni Tinder í nafni Rúriks Gíslasonar knattspyrnumanns, en einnig var stofnaður Instagram-reikningur í hans nafni. Rúrik tók tíð- indunum ekki vel og kærði atvikið á þeim forsendum að það væri brot á frið- helgi einkalífs hans. Bubbi í bobba Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens hefur í tvö ár leitað réttar síns vegna falsreiknings í hans nafni á Instagram. Bubbi leitaði til lögreglu, tölvusér- fræðinga og lögfræðinga en enginn virðist geta hjálpað honum hvað þetta varðar. Kunni ekki íslensku Nýverið var stofnaður Twitter-aðgangur í nafni Hildar Guðnadóttur tónskálds. Á þessum aðgangi hafði umsjónar- maður hans samband við ýmsa fylgjendur og þótti sumum skjóta skökku við að eigandinn kynni ekki íslensku. Þegar Hildur tilkynnti svikin spratt upp annar aðgangur, sem nú er búið að loka. Ekki hinsegin Áhrifavaldurinn Sunneva Einarsdóttir leiðrétti misskilning fyrr á árinu þegar óprúttinn einstaklingur sagði hana vera lesbíska. Á stefnumótaforritinu HER var birt mynd af henni á fölskum aðgangi þar sem Sunneva var sögð heita Anna, en HER er einmitt stefnumótaforrit fyrir hinsegin konur. Ekki Aron Dag einn kom Björgvin Páll Gústavsson lands- liðsmarkvörður auga á kunnuglegt andlit á Tinder. Hann ákvað þó að slá á létta strengi þegar hann greindi frá svikahrappnum, sem gekk undir nafninu Aron, og bað hann notendur um að vin- samlegast tilkynna sig. Fleyg orð „Mikilvægustu dagar lífs þíns eru tveir; annars vegar dagurinn sem þú fæðist og hins vegar dagurinn þar sem þú finnur þína leið í lífinu.“ – Mark Twain Fjármagn og kórónaveiran aðskilja Svanberg frá stóru ástinni n Svanberg óskar eftir náungakærleika fólks n „Þetta er vont á hjartað“ A ð búa á Íslandi er rándýrt og fyrir suma er næstum því ómögulegt að safna peningum. Með hverjum mánuði dvínar vonin mín,“ segir Svanberg Rúnar Lárusson, sjálfskipaður draumóramaður á fertugsaldri sem búsettur er á Vestfjörðum, en hann hefur leitað til hópsöfnunar á vefnum GoFundMe í von um að „fólk sem trúir á ástina“ geti veitt honum aðstoð. Svanberg er í öngum sínum vegna kærustu sinnar, sem búsett er á Filippseyjum og í ljósi útbreiðslu kórónaveirunnar óttast hann að örlögin muni stía þeim í sundur. Ekki bæta umræður um eldgos úr skák, en þau hafa verið í fjarsambandi í nokkur ár og óskar Svanberg eftir fjárhagsaðstoð fólks svo hann geti flogið út til Filippseyja , til kærustunnar og veitt henni aðstoð eða verið við hennar hlið ef útbreiðsla veirunnar eykst. Að sögn Svanbergs kynntist hann stóru ástinni í heimalandi hennar. Til stóð að flytja til hennar fyrir tveimur árum, en það var ekki gerlegt vegna óviðráðanlegra aðstæðna, eins og hann sjálfur orðar það. „Mínar helstu áhyggjur núna eru þær að veiran hafi áhrif á flugumferð og að aðstæður verði orðnar erfiðari þegar eða ef ég næ loksins að spara,“ segir Svanberg. „Þetta er vont á hjartað og mig langar fátt meira en að fljúga út til hennar, vera hjá henni og sjá hana brosa á ný undir fjórum augum. Hún er annar helmingur sálar minnar. Svo einfalt er það.“ Svanberg neitaði að tjá sig um starfsvettvang sinn eða nafn konunnar. Enn sem komið er hefur ekkert fjármagn safnast á vefnum en hann neitar að gefa upp vonina. n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.