Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 36
36 FÓKUS - VIÐTAL 7. febrúar 2020 Þ óra Hrund Guðbrandsdóttir er einn af hugmyndasmiðum dagbókanna MUNUM en samhliða fyrirtækja- rekstri vinnur hún að lokaverkefni sínu í samstarfi við Barnaheill. Þóra seg- ist elska að vinna ólík verkefni á fjölbreytt- um sviðum en innblástur hugmynda sinna sækir hún úr ólíklegustu áttum. Sjálf lýsir Þóra sér sem tveggja barna móður úr Kópavogi sem elskar kjötsúpu, ferðalög og ævintýri. Hún er viðskipta- og markaðsfræðingur að mennt og er í þann mun að ljúka meistaranámi í stjórnun og stefnumótun. „Ég hef fengist við ýmislegt fram til dagsins í dag og hef alltaf elskað ólík verkefni sem veita mér ástríðu. Í dag starfa ég sjálfstætt en það fyrirkomulag hentar mér vel. Mér finnst gaman að geta sett upp mismunandi hatt fyrir hvern dag, en suma daga er ég viðburðastjóri, aðra er ég að vinna í Dokobit, sem er fyrirtæki sem við maðurinn minn rekum og tengist því að rafvæða ferla og gera vinnu fólks skil- virkari með því að nota rafrænar undir- skriftir. Einnig er ég að vinna í lokaverkefni mínu í samstarfi við Barnaheill sem felst í því að fá fyrirtæki til að opna augun fyrir því að innleiða barnvænar stefnur í fyrir- tæki sín og hvaða ávinning það getur haft í för með sér og svo er það auðvitað MUN- UM, sem á stóran hlut af hjarta mínu.“ Mikilvægt að endurskilgreina markmiðið Spurð hvernig hugmyndin að dagbókun- um hafi kviknað segir Þóra að hvatvísi hafi ráðið för. „Við Erla Björnsdóttir, samstarfs- kona mín og vinkona, deildum saman skrifstofu í Austurstræti á þeim tíma sem hugmyndin að dagbókinni kviknaði. Það má segja að dagbækur hafi tengt okk- ur saman, en báðar vorum við alltaf með nokkrar bækur í einu sem héldu utan um ólíka þætti og við vorum báðar alltaf að leita að hinni fullkomnu dagbók, sem innihéldi alla þá þætti sem okkur fannst skipta máli að hafa í dagbók. Þegar von- in dvínaði um að við myndum finna þessa bók ákváðum við að búa hana til sjálf- ar. Þetta var í október 2014 og við ætluð- um að gefa bókina út fyrir jólin sama ár. Eins og svo oft þegar maður á sér einhvern draum eða markmið sem maður vill fram- kvæma þá tekst það ekki í fyrstu tilraun, en þá er svo mikilvægt að leggja ekki árar í bát og gefast upp, heldur að endurskil- greina markmiðið eða drauminn sem við eigum. Í okkar tilviki var það tímaramm- inn sem var algjörlega óraunhæfur, en að gefa út dagbók fyrir jólin og byrja á henni í október með enga reynslu eða þekkingu á því sviði, er algjörlega galið. Í staðinn fyrir að leggja árar í bát settum við nýjan tímaramma; að gefa hana út ári seinna, í stað þess að hugsa að okkur hefði mistek- ist. Þá allt í einu varð markmið okkar um að gefa út þessa bók raunhæft, þótt það hefði á sama tíma verið krefjandi. Það var auðvitað mikið út fyrir ör- yggisrammann okkar að leggja af stað í þetta ferðalag og við óttuðumst fjöl- margt sem tengdist því að gefa þessa bók út. Hvað ef enginn kaupir dagbókina og hún er algjör tímaskekkja á snjallöldinni sem við lifum á? Hvað ef það væru nú vit- leysur í henni? Og svo lengi mætti telja. En það er það besta við það þegar mað- ur stígur út fyrir öryggishring sinn að þá gerist oft eitthvað magnað. Þess vegna er svo mikilvægt að leggja óttann til hlið- ar og þora að kýla á hlutina. Í stað þess að hugsa; hvað ef þetta klúðrast?, viljum við snúa hugsuninni við og spyrja; hvað ef þetta fer bara nákvæmlega eins og mig dreymir um og gangi bara sjúklega vel? Ef við temjum okkur þess konar hugsunar- hátt og hættum að óttast mistök sem eru hluti af lífinu, erum við miklu líklegri til að láta vaða. Í þessu tilfelli seldist bókin upp á fjórum dögum og við fórum í nýtt prent. Við höfum gefið hana út árlega síðan og erum að selja hátt í tíu þúsund bækur á ári, svo við vorum sannarlega ekki einar um það að elska dagbækur. Við höfum verið að reyna að koma henni að á erlendum mörkuðum og erum á hverju ári að stækka á því sviði, en það er mikil þolinmæðisvinna og við ætlum okkur að halda áfram, en þar liggja helstu tækifæri okkar til stækkunar. Við elskum þó að sjá hvað við erum komnar með sterkan hóp hérna heima sem notar bókina ár eftir ár og er að hjálpa okkur í að móta hana og betrumbæta.“ Algengustu mistökin að láta draumana ekki rætast Þóra lýsir dagbókinni sem hefðbundinni þótt sérstaða hennar felist í að auðvelda fólki markmiðasetningu, tímastjórnun og að efla jákvæða hugsun á einfaldan og árangurs- ríkan hátt. „Það er ótrúlega mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir mikilvægi þess að setja okkur markmið sjálf, þá fyrir okk- ur en ekki bara vinnutengd. Ef maður hefur ekkert markmið í persónulegu lífi má segja að maður sé stefnulaus, eða hafi ekki sýn á hvert mann langar að fara, gera eða upplifa Mikilvægt að leggja ekki árar í bát n Ákvað í hvatvísi að búa til dagbók n Lífið tók stakkaskiptum með betra skipulagi Íris Hauksdóttir iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.