Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 37
FÓKUS - VIÐTAL 377. febrúar 2020 í lífinu og lendi því hugsanlega oft í aðstæð- um sem maður kaus ekki endilega sjálfur. Eða maður upplifir að maður framkvæmdi aldrei það sem löngunin stóð til í lífinu. En þegar fólk er spurt að því á dánarbeðinum hverju það sæi mest eftir í lífinu þá er algeng- asta svarið að viðkomandi hafi varið of mikl- um tíma í vinnu eða aldrei látið drauma sína verða að veruleika. Við erum svo ótrúlega oft að bíða, bíða eftir rétta tækifærinu eða hin- um fullkomna tíma til að láta draumana ræt- ast. En þessi fullkomni tími á silfurfati kemur sjaldnast og því þurfum við að sjálf að búa til tímann og aðstæðurnar til að láta þessa hluti verða að veruleika.“ Sjálf lýsir Þóra verkferlinu sem lærdóms- ríku þar sem stöllurnar renndu blint í sjó- inn og þurftu því að læra frá grunni allt sem fólst í því verkefni að gefa út bók. „Þetta á að- allega við um allt sem varðar uppsetningu og hönnun, en til að lágmarka alla áhættu við verkefnið ákvað ég að læra að gera það sjálf og hef séð um uppsetningu og hönnun á dagbókinni sem og öðru efni sem við ger- um. Erla er sálfræðingur og með doktors- gráðu í líf- og læknavísindum og svo kem ég úr allt annarri átt, sem kemur sér vel í verk- efni eins og þessu, en svo sameinumst við í þessari miklu ástríðu fyrir skipulagi, tíma- stjórnun, markmiðasetningu og í raun í vinna í því að láta drauma okkar rætast. Við höfum haldið okkur við útgáfu á dagbókinni síðustu ár og það að reyna að koma henni á markað erlendis, en það er þolinmæðisverk- efni sem stækkar þó alltaf með hverju ári. Við höfum verið síðustu ár að vinna þetta sam- hliða annarri vinnu og öðrum verkefnum, en erum að gefa aðeins í núna, árið 2020, með því að gefa út nýjar MUNUM-vörur sem eru væntanlegar á næstu vikum og mánuðum.“ Tíminn það mikilvægasta sem við eigum Og Þóra viðurkennir að líf hennar hafi tek- ið stakkaskiptum eftir að hún hóf að skipu- leggja tíma sinn betur. „Ég afkasta mun meiru á styttri tíma en ég næ líka að halda utan um drauma mína og markmið og reyna á markvissan hátt að láta þá verða að veruleika. Það er svo mikilvægt að skipu- leggja tímann vel, ekki síst til að hafa tíma til að gera það sem okkur finnst skemmti- legt og það sem nærir okkur. Öll eigum við það sameiginlegt að hafa jafn margar klukkustundir í sólarhringnum og að við höfum ekki endalausan tíma. Það þekkja allir eitthvert fólk sem virðist hafa fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir, en það fólk á það yfirleitt sameiginlegt að skipuleggja tíma sinn og markmið vel og veit þannig hvert það er að fara. Við verð- um því að taka tímann alvarlega, því hann er það mikilvægasta sem við eigum og eitt því fáa í þessum heimi sem fæst ekki fyrir peninga. Veitum honum athygli og pæl- um aðeins í hvað tíminn okkar fer í. Við vinnum 1.500–2.000 klukkustundir á ári, en erum við ánægð í þeirri vinnu sem við erum í? Verjum tíma í það sem nærir okkur andlega og líkamlega en ekki bara skyld- ur og það sem við verðum að gera? Verjum tíma með fólki sem gefur okkur orku en tekur hana ekki frá okkur. Oft hættir okkur til að umgangast fólk af vana eða skyldu- rækni. Ég mæli svo innilega með því að fólk velti þessu fyrir sér. Við Erla erum einmitt að bjóða upp á námskeið nú í febrúar þar sem við munum fara yfir alla þessa þætti og fá fólk til að leggja línurnar fyrir árið og svo auðvitað framtíðina, ná tökum á betra skipulagi og tímastjórnun og hvetja fólk til að leyfa sér að dreyma og kýla á það sem það langar til að gera. Hægt er að lesa meira um það á munum.is ef einhver hef- ur áhuga á því, en Meistaramánuður er að ganga í garð um helgina og því gott tæki- færi til að reyna að verða eins góð útgáfa af þér og hægt er.“ n „Í staðinn fyr- ir að hugsa; hvað ef þetta klúðrast?, viljum við snúa hugsun- inni við og spyrja; hvað ef þetta fer bara nákvæmlega eins og mig dreym- ir um og gangi bara sjúklega vel? M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.