Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 48
7. febrúar 2020
6. tölublað 110. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
Nei! Iðnaðar-
menn ehf?
Allt að sjötíu
prósenta afsláttur
af sýningarvörum
Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG
HANS J. WEGNER, ARNE JACOBSEN,
BORGE MOGENSSEN, PHILIPPE
STARCK, ERIK MAGNUSSEN, OFL.
Skeifan 6 / 5687733 / www.epal.is
Síðustu dagar
- enn betra verð.
Hver lagahöfundur fær hálfa milljón
L
agahöfundar sem taka þátt í
Söngvakeppni RÚV í ár fá greiddar 500
þúsund hver. Söngvarar fá greiddar
rúmlega 100 þúsund krónur auk greiðslu
fyrir flutning á lokakvöldinu.
Tíu lög keppa til úrslita í Söngvakeppninni
í ár en keppnin fer fram á tveimur undan
úrslitakvöldum, þann 8. og 15. febrúar.
Alls munu 19 manns flytja lögin í
Söngvakeppninni í ár. Sjö lög hafa einn
flytjanda, eitt lag hefur tvo flytjendur og þá
eru tvö lög flutt af hljómsveit, annað af fjórum
einstaklingum og hitt af fimm. Þá eru sex af
flytjendum einnig titlaðir sem höfundar lags.
Í samtali við DV segir Rúnar Freyr
Gíslason, fjölmiðlafulltrúi og verkefnastjóri
Söngvakeppninnar, að RÚV greiði fyrir keppnina
með ýmsu móti, ýmist til höfunda og flytjenda
beint, eða með öðrum hætti. Höfundar laganna
fá greiddar 500 þúsund krónur samtals; 400.000
krónur þegar þeir skiluðu laginu inn í nóvember
og það sem eftir stendur að keppni lokinni.
Um verktakagreiðslur er að ræða. „Þessar
500.000 krónur eru hugsaðar sem greiðsla upp
í kostnað þátttakenda vegna stúdíóleigu og
upptökustjóra og búninga og einnig utanumhald
og framkvæmdastjórn atriðis.
Að auki greiðum við svo öllum listamönnum
sem koma fram í upptökunni á laginu,
söngvurum og hljóðfæraleikurum, samkvæmt
taxta sem unninn var í samráði við FÍH. Þessar
tölur eru allt frá rúmum 35.000 krónum, fyrir leik
á eitt hljóðfæri,
og upp í
rúmar 110.000
krónur, fyrir
sólósöng.
Við greiðum
svo öllum
listamönnum sérstaklega fyrir að koma fram í
keppnunum. Bakraddir, dansarar og söngvarar
fá allir greitt fyrir framkomuna, 55.000–112.000
krónur.“
Rúnar Freyr tekur fram að RÚV greiði allan
kostnað sem tengist atriðunum á sviðinu,
svo sem leikmuni, sviðsmynd, ljós og grafík.
Þá greiðir RÚV leikstjóra og raddþjálfara sem
aðstoða keppendur.
Já iðnaðarmenn
gjaldþrota í
þriðja sinn
J
á iðnaðarmenn verkstæði
ehf. hefur verið tekið
til gjaldþrotaskipta.
Framkvæmdastjóri og
prókúruhafi fyrirtækisins
er Jóhann Jónas Ingólfsson,
þekktur kennitöluflakkari
og glæpamaður. Hann var
eigandi Já iðnaðarmanna sem
fór í þrot fyrst 2017 en hóf
umsvifalaust aftur starfsemi á
nýrri kennitölu. Árið 2018 fór
fyrirtækið aftur í þrot á nýrri
kennitölu en hóf umsvifalaust
aftur starfsemi á enn einni
kennitölunni, þá fyrir Já
iðnaðarmenn verkstæði ehf.
Á síðasta ári stofnaði Jóhann
enn eina kennitöluna, nú
undir nafni Málning Múr og
Meira ehf. Jóhann Jónas hefur
margsinnis komist í kast við
lögin. Meðal þeirra brota sem
hann hefur verið sakfelldur
fyrir eru nauðgun, þjófnaður
og eiturlyfjasmygl. Nýlega
hefur honum verið gefið
að sök að hafa brotið gegn
iðnaðarlögum með því að
hafa ófaglærða starfsmenn í
vinnu hjá Já iðnaðarmönnum
og launaþjófnað gagnvart
starfsmönnum sínum.
Skírð í höfuðið á
ömmum sínum
D
óttir tónlistarkonunnar
Þórunnar Ernu
Clausen og
knattspyrnumannsins
Olgeirs Sigurgeirssonar fékk
nafn um síðustu helgi.
Stúlkan sem er fædd í
janúar fékk nafnið Hrefna
Margrét í höfuðið á ömmum
sínum. Erna greindi frá þessu
á Instagram á miðvikudag.
Hrefna er fimmta barnið í
fjölskyldunni en Erna á tvo
syni úr fyrra sambandi og
Olgeir á einnig tvö börn úr
fyrra sambandi. DV óskar
Hrefnu litlu til hamingju með
nafnið.