Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 38
38 MATUR 7. febrúar 2020 Við viljum franskar, sós’ og salat n Góð sósa er gulls ígildi n 5 sósur sem hitta beint í mark M eð góðri máltíð er afar mikilvægt að hafa góða sósu sem passar réttinum sem er á boðstóln- um. Hér eru nokkrar sósuuppskriftir sem gætu komið sósuhugmyndafluginu af stað og kynnt lesendum undraheiminn sem sósan býður upp á. Aioli n 1 egg n 3 hvítlauksgeirar n 1 msk. sítrónusafi n 1 tsk. Dijon-sinnep n 1/2 tsk. salt n 1/2 bolli grænmetisolía n 1/4 bolli ólífuolía Setjið egg, hvítlauk, sítrónusafa, sinnep og salt í matvinnsluvél og blandið vel saman. Hafið matvinnsluvél- ina í gangi og bætið græn- metisolíunni varlega saman við í þunnri bunu. Bætið síð- an ólífuolíunni saman við á sama hátt. Berið fram með til dæmis kartöflubátum, kjöti eða nánast hverju sem er eða geymið í ísskáp í eina viku. n 1 bolli fersk steinselja n 1 bolli ferskt kóríander n 1 msk. ferskt oreganó n 1/2 bolli laukur, saxaður n 3 hvítlauksgeirar n 1–2 msk. sítrónusafi, helst nýkreistur n 2 msk. rauðvínsedik n salt og pipar eftir smekk n 1/2 tsk. chili-flögur n 1/2 bolli ólífuolía Setjið allt nema ólífuolíuna í matvinnsluvél og blandið vel þar til allt er orðið þokkalega smátt saxað. Bætið ólífuolíunni varlega saman við og blandið vel. Berið strax fram eða geymið í ísskáp. Þessi sósa á upp- runa sinn í Argentínu og pass- ar einstaklega vel með grilluðu kjöti. Þá er hún mjög góð í mar- ineringu. n 2 msk. smjör n 3 msk. hveiti n 240 ml nýmjólk n 160 ml bjór n 2 tsk. Worcestershire-sósa n 1/2 tsk. Dijon-sinnep n 1/2 tsk. hvítlaukskrydd n 1/4 tsk. reykt paprikukrydd n 1/4 tsk. salt n 250 g cheddar-ostur, rifinn Bræðið smjör í meðalstórum potti yfir meðalhita. Bætið hveiti saman við og þeytið þar til þykknar, eða í um eina mínútu. Bætið mjólkinni varlega saman við og þeytið vel þar til sósan þykknar, í um eina mínútu. Blandið restinni af hráefnunum saman við, einu í einu og hrærið vel. Takið af hellunni og berið fram heita því hún er ekkert sérstaklega góð köld, en geymist í ísskáp í um viku. Þessi sósa er góð með alls kyns snarli, nýbökuðu pretzel-brauði eða í taco. n 1/2 bolli mæjónes n 2 msk. tómatsósa n 1 tsk. Dijon-sinnep n 1 tsk. eplaedik n 1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður n 1/2 tsk. papriku- krydd n 1/2 tsk. laukkrydd n 1/4 tsk. svartur pipar Setjið öll hráefni í skál og blandið vel saman. Kælið í eina klukkustund og njótið úrvalsútgáfu af okkar gömlu, góðu kokteilsósu. n 1 bolli tómatsósa n 1/2 bolli púðursykur n 1/4 bolli eplaedik n 2 msk. hunang n 1 tsk. salt n 1 tsk. paprikukrydd n 1 tsk. hvítlaukskrydd n 1 tsk. laukkrydd n 1/2 tsk. svartur pipar Setjið öll hráefnin í pott og þeytið. Eldið yfir með- alhita þar til blandan sýð- ur, lækkið þá hitann og látið malla í korter. Leyf- ið sósunni að kólna áður en hún er borin fram, en þessi geymist í tvær vikur í ísskáp og passar með alls kyns mat – allt frá rifjasteik til blómkáls- vængja. Bjór- og cheddar-sósa Hunangslegin barbeque-sósa Skotheld hamborgarasósa Chimichurri Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.