Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 6
6 7. febrúar 2020FRÉTTIR Reykjavik Raincoats LAUGAVEGUR 62, 101 RVK www.reykjavikraincoats.com Sími: 5711177 - info@reykjavikraincoats.com Ú T S A L A Ú T S A L A Ú T S A L A 20 - 50 % AFSLÁTTUR Í VERSLUN OKKAR Margdæmdur fjársvikari heldur uppteknum hætti n Gunnar Rúnar Gunnarsson hefur margsinnis verið dæmdur fyrir fjársvik og kynferðisbrot n Siglir undir fölsku flaggi á sölusíðum n Fjölmargir í sárum H ann mun aldrei hætta. Það er alveg á hreinu. Það eina sem mun leiða til þess að hann hætti er ef fólk hættir að taka mark á því sem hann seg- ir,“ segir Alexander Freyr Sigurðs- son Joensen, en hann er einn af þeim sem segjast hafa farið illa út úr viðskiptum sínum við Gunnar Rúnar Gunnarsson. Gunnar Rún- ar hefur margsinnis verið dæmd- ur fyrir fjársvik og kynferðisbrot og hefur DV fjallar ítarlega um brot hans undanfarin ár. Hann hlaut síðast fangelsisdóm árið 2018, fyrir brot á skattalögum en virðist nú halda uppteknum hætti, með því að skrá sig undir öðru nafni á sölusíðunni Bland. is. Þar hefur hann meðal annars boðið fólki að leigja iðnaðarhús- næði. Gunnar Rúnar hefur greint frá því fyrir dómi að hann hafi verið metinn greindarskertur. Margdæmdur fyrir ýmis brot Gunnar Rúnar Gunnarsson hét áður Gunnar Finnur Egilsson. Sakaferill hans nær aftur til ársins 1995. Árið 2015 kom Gunnar Rúnar við sögu í fréttaskýringaþættin- um Brestum en þátturinn fjallaði um kennitöluflakk. Var Gunnar þar titlaður sem „útfararstjóri“, en þar er átt við þann sem lepp- ar einkahlutafélög sem eru á leið í þrot, gegn greiðslu, og kemur þannig fyrri eigendum félaganna frá því að nafn þeirra verði tengt við gjaldþrotið. Þá hefur Gunnar Rúnar einnig hlotið dóma fyrir kynferðisbrot. Árið 2007 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga andlega veikri stúlku, á meðan hún lá veik uppi í rúmi. Hann hafði þá tvisvar áður verið dæmdur fyrir að brjóta kynferðis- lega á tveimur þrettán ára stúlk- um, fyrra brotið átti sér stað 2001 og það seinna árið 2003. Árið 2016 var hann, ásamt þremur öðrum, hnepptur í gæsluvarðhald í tengslum við 50 milljóna króna peningaþvætti sem komst upp hjá fjármálastofn- un vegna óeðlilegrar millifærslu, en málið var umfangsmikið og teygði anga sína til þriggja heims- álfa, Afríku, Evrópu og Asíu. Þá var seinast greint frá því árið 2018 að Gunnar Rúnar hefði verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum, en brotin áttu sér stað þegar hann starfaði sem framkvæmdastjóri tveggja fé- laga, Listflísar og 36 ehf. Fyrir dómi sagðist Gunnar hafa verið svokallaður útfararstjóri yfir 36. ehf., en hét því fram að hann hefði ekki „vitað hvað hann væri að gera á tímabili“ því að hann hefði verið metinn greindar- skertur. Undir fölsku flaggi Alexander Freyr Sigurðsson Joensen er, sem fyrr segir, einn af þeim sem segjast farið illa út úr viðskiptum sínum við Gunnar Rúnar. Í samtali við DV segist Alex- ander hafa komist í kynni við Gunnar Rúnar í gegnum sölusíðu Bland.is í desember síðastliðn- um. Segist hann hafa selt Gunnari Rúnari bíl í gegnum síðuna, en Gunnar Rún- ar hafi skráð sig inn á síðuna und- ir öðru nafni, Finnur Oddur Sig- urðsson. Alexander segist hafa selt Gunnari Rúnari bílinn á 200 þúsund krónur og samþykkt að selja honum bílinn á afborgun- um, þremur samtals. „Hann sagði mér að hann héti Finnur Oddur. Þess vegna ég gat ekki gúglað glæpi hans áður en ég gerði við hann samning um afborganir á bílnum. Hann bauð mér fyrst bíl í skiptum, bíl sem hann átti ekki. Ég sagði nei, og hann seldi þá stelpu þann bíl. Stuttu seinna var hún handtekin á bílnum af því að raunverulegur eigandi hans var þá búinn að til- kynna stuldinn.“ Alexander segist sjálfur hafa þurft að greiða 50 þúsund krónur fyrir skoðun á bílnum. Hann seg- ir Gunnar Rúnar hafa greitt helm- inginn af því sem hann skuldaði, 100 þúsund krónur, og síðan lof- að að restin myndi skila sér þann 10. desember. Það gerðist aldrei. Alexander segist hafa gripið til örþrifaráðs að lokum og þann 24. janúar síðastliðinn birti hann færslu á Facebook-síðu sinni ásamt mynd af Gunnari Rúnari. Í færslunni varar Alexander fólk við að eiga viðskipti við Gunnar Rúnar. „Hann er lygari og svikari sem hefur stundað svona viðskipti í meira en 30 ár samkvæmt heim- ildarmanni sem ég lofaði að vera nafnlaus,“ ritar Alexander meðal annars í færslunni. Færslan stendur ennþá, og hafa yfir 300 manns deilt henni áfram. Þá hafa fjölmargir tjáð sig á samfélagsmiðlinum og greint frá sambærilegri reynslu af við- skiptum við Gunnar Rúnar. Óttast um börnin sín Í samtali við DV segist Alexander enn bíða eftir greiðslunni frá Gunnari Rúnari. „Hann er núna farinn að fá menn til þess að tala við mig og hvetja mig til þess að taka færsluna niður. Þekkta of- beldismenn og ákærða fyrir meira en bara ofbeldi. Núna vill hann bara eiga samskipti við kon- una mína en ekki mig, þannig að ég veit ekki alveg hvað hann ætlar sér núna á næstu dögum.“ Alexander kveðst einnig hafa áhyggjur af börnum sínum, því Gunnar Rúnar hefur áður verið dæmdur fyrir brot gegn börnum. Alexander segir lögregluna lítið geta gert í málinu þar sem litið sé á það sem „einkamál“. Alexander segir lögfræðing á vegum Gunnars Rúnars hafa haft samband við sig og beðið sig um að „gera aðrar ráðstafanir varð- andi að rukka hann“. „Ég ákvað að gera þetta eins löglega og ég gat með því að vara fólk við honum og fyrirtækinu hans.“ Þá segir Alexander að fjöldi fólks hafi haft samband við hann eftir að hann vakti athygli á mál- inu, og margir hafi þakkað hon- um fyrir viðvörunina. „Einn sem hafði samband á inni hjá honum 700.000 krónur. Annar á inni hjá honum 500.000. Þá var einn sem hafði samband og sagðist hafa verið að vinna hjá fyrirtæki sem á inni fimm millj- ónir hjá Gunnari. Ég átti gott spjall við einn þeirra í síma og við vorum sammála um að Gunnar sé rosalega klókur einstaklingur þegar kemur að svona hlutum. En á sama tíma er hann algjör vit- leysingur, af því að hann er alltaf gómaður að lokum.“ n „Hann er lygari og svikari sem hefur stundað svona viðskipti í meira en 30 ár Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.