Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Blaðsíða 16
16 7. febrúar 2020FRÉTTIR EIGUM MARGA LITI Á LAGER Nánari upplýsingar á mt.is og í s: 580 4500 HANNAÐ FYRIR ÍSLENSKT VEÐURFAR ÁLKLÆÐNINGAR & UNDIRKERFI „Þetta er alls ekki gert til þess að skrímsla- væða ofbeldismenn, heldur þvert á móti“ n Skýrsla um líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna n Afbrýðisemi, tortryggni og stjórnsemi algeng persónueinkenni n Ofbeldismenn oft venjulegir, jakkafataklæddir Íslendingar N ýlega var gefin út skýrslan „Líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldis­ manna“ sem Kvennaathvarfið vann sem fræðsluefni til að nýta til stuðnings við þolendur heimilisofbeldis og aðstandend­ ur þeirra. Alls bárust svör frá 326 konum. Af þeim höfðu 202 reynslu af ofbeldissam­ bandi. Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðing­ ur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu, vann rannsóknina og kynnti hana á mál­ þingi Stígamóta í lok janúar. Sama sagan „Okkur hjá Kvennaathvarfinu fannst við oft heyra sömu söguna frá þeim sem leita til Kvennaathvarfsins,“ segir Drífa í sam­ tali við DV. Hún segir þolendur heimil­ isofbeldis oft lýsa svipuðum einkennum ofbeldissambanda. Í byrjun sé allt frá­ bært. Makar þeirra komi fram við þær sem drottningar, stilli þeim upp á stall og allt sé frábært. Síðan með tímanum fari gljáinn af sambandinu þegar ofbeldið hefst. Stjórnsamir, afbrýðisamir og tor- tryggnir Drífa segir rannsóknina ekki miða að því að búa til einhvern einkennalista til að hjálpa fólki að greina ofbeldismenn í um­ hverfi sínu. „Þetta er alls ekki gert til þess að skrímslavæða ofbeldismenn, heldur þvert á móti.“ Það séu þó viss persónu­ einkenni sem komi oftar fyrir í frásögnum þolenda heimilisofbeldis en önnur. Þeirra á meðal er stjórnsemi, afbrýðisemi og tor­ tryggni. Þær konur sem ekki höfðu reynslu af of­ beldissambandi voru líklegri til að nefna önnur atriði undir liðnum „neikvæð at­ riði sem lýsa honum best.“ Þar voru nefnd persónueinkenni á borð við lítið sjálfs­ traust, þrjósku, óstundvísi og leti. „Þetta eru aðeins krúttlegri eiginleikar en að vera stjórnsamur og trylltur.“ Drífa bendir þó á að þessi listi yfir ein­ kenni veiti enga leiðbeiningu við að bera kennsl á ofbeldismenn í samfélaginu, enda geti menn verið tortryggnir að eðlisfari en samt ekki ofbeldismenn. Taka ekki ábyrgð á ofbeldinu „Fólk tengir sig ekki við þetta því steríó­ týpan af ofbeldismanni er eitthvert skrímsli. En raunveruleikinn er að þetta eru venjulegir, jakkafataklæddir karlmenn sem vinna í Borgartúninu, inni á leikskól­ um, eru stuðningsfulltrúar á geðsjúkrahús­ um. Þetta eru alls konar menn.“ Í rannsókn sem gerð var á Íslandi kom á daginn að ofbeldismenn eru bara hin­ ir venjulegu, hversdagslegu, íslensku karlmenn. „Kom í ljós að karlar sem eru gerendur ofbeldis og senda kon­ ur í kvennatthvarfið, vinnan þeirra og menntun þeirra er nákvæmlega sú sama og fyrir meðalkarlmanninn á Íslandi. Þeir eru ekki minna eða meira menntaðir eða í verri félagslegri stöðu. Þetta er nákvæm­ lega eins. Þetta eru venjulegir menn sem sækja börnin sín í leikskólann og kaupa sér Drífa Jónasdóttir, afbrotafræðingur og verkefnastýra hjá Kvennaathvarfinu Af hverju féllstu fyrir honum? Dæmi um svör þátttakenda sem höfðu reynslu af heimilisofbeldi n Hann sagði það sem ég vildi heyra og var heillandi n Hann var fyndinn, aðlaðandi og góður n Hann var vel lesinn og gagnrýn­ inn á samfélagið, vissi mikið um femínisma n Hann var opinn, brosmildur og ég var sú eina sem hann sá. n Vinsæll og góður, þegar við kynntumst. Mér fannst hann þurfa mig. n Skemmtilegur, vinsæll, hlýr, yfir­ vegaður. n Hann elti mig þar til ég gafst upp. Ég var viðkvæm fyrir. n Mjög gaman að vera með honum. Kom fram við mig eins og drottn­ ingu, sem var allt öðruvísi en ég var vön. n Ótrúlega skemmtilegur og góður við mig, í byrjun. Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.