Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Qupperneq 4
4 7. febrúar 2020FRÉTTIR
S
varthöfði hefur gjarnan
gaman af því að sækja kvik-
myndahús. Með tilkomu
og upprisu streymis veitna
og sífellt stærri eða flottari bún-
aðar í heimastofum hefur stór
hluti almennings fært rök fyrir
því að upplifun kvikmyndar á
hinu merka hvíta tjaldi – í full-
um sal með ókunnugu fólki – sé
gjörningur sem fljótlega muni
heyra sögunni til. Þetta þykir
Svarthöfða miður og er umræð-
an um mikilvægi bíóupplifunar
þörf sem aldrei fyrr í ljósi hótana
um að bola út starfsemi stofnun-
ar eins og Bíós Paradísar.
Vegna jakkafatamanna og
peningagræðgi var nýlega til-
kynnt um uppsprengt leigu-
verð fyrir húsnæðið sem hýst
hefur kvikmyndahúsið. Mótmæli
breiddust út á samfélagsmiðl-
um og þykir menningarfólki það
vera gróft merki um ragnarök, ef
framboð kvikmyndahúsa muni
í framtíðinni einskorðast við
Disney-endurgerðir, ofurhetju-
skrípó eða framhaldsmyndir á
færibandi. Svarthöfði þarf þó
stöðugt að gæta orða sinna varð-
andi risann Disney því hann til-
heyrir veldinu.
Paradísarmissirinn yrði þó
óneitanlega gífurlegur skellur
fyrir unnendur góðra, alþjóð-
legra og fjölbreyttra lista. Starf-
semin sem þetta kvikmyndahús
hefur tileinkað sér hefur gefið
ýmsum kvikmyndafræðinemum
og almennt yngri kynslóðinni
tækifæri til að sjá sígild verk á
þann máta sem ætlað var.
Eins og áður hefur verið bent
á hafa ótalmargir íslenskir kvik-
myndagerðarmenn stigið sín
fyrstu skref í þessu húsi og af-
hjúpað byrjendaverk sín, en
flötur fyrir stuttmyndahátíðir og
annars konar tilraunasemi hef-
ur verið merkilega takmarkaður
utan þessarar Paradísar. Því þarf
að heimta hana aftur.
Ýmsu hefur verið varpað
fram um framtíð þessarar starf-
semi. Meira að segja Minjastofn-
un Íslands hefur sýnt því áhuga
að vernda húsið, sem þykir
æði merkilegt þar sem húsið
telst ekki einu sinni til fornra
bygginga, enda lauk byggingu
þess árið 1977 (á fæðingarári
Svarthöfða nota bene). Með réttu
ætti sú stofnun frekar að skipta
sér af torfhúsum og leyfa hinu að
hafa sinn gang. Hver veit nema
nískupúkarnir með peningatösk-
urnar sigrist á þeirri freistingu að
breyta menningarfyrirbæri í enn
eitt hótelið, áfengisverslun, bíla-
stæði eða lundabúð.
Lausnin er þó til, en barátta
listamanna við peningamenn
hefur sennilega verið til frá örófi
alda – og yfirleitt sigra þeir sem
meira mega missa. Vonum að
menningargersemin og hug-
sjónin hafi yfirhöndina að þessu
sinni. Svarthöfði kýs frekar að sjá
salinn sem hálffullan frekar en
hálftóman. n
Salurinn hálffullur
Svarthöfði
Það er
staðreynd að…
Dalmatíuhundar fæðast án bletta.
Ian Fleming, höfundur bókanna um
James Bond, skaut upp kollinum í
aðeins einni kvikmynd um njósnarann,
From Russia with Love.
Leikarinn Johnny Depp var með
bráðaofnæmi fyrir súkkulaði á
yngri árum.
Stærsti nýrnasteinn í sögu lækna-
vísindanna vó 6,3 kíló.
Það eru fleiri kjúklingar á jörðinni en
mannfólk.
Hver er
hann
n Hann er fæddur í
janúar árið 1961.
n Hann var einn af
stofnendum og útgef-
endum Nyhedsavisen
sem gefið var út í Danmörku.
n Hann var einn af stofnendum
vikublaðanna Eintaks og Morgun-
póstsins.
n Hann gegndi störfum sem fram-
kvæmdastjóri SÁÁ um tíma.
n Árið 2017 stofnaði hann nýjan
íslenskan stjórnmálaflokk.
SVAR: GUNNAR SMÁRI EGILSSON
n Fæðingatíðni í sögulegu lágmarki n Andleg heilsa yfir meðaltali
F
æðingatíðni hef-
ur náð nýjum
lægðum á Ís-
landi, í Noregi og
Finnlandi, þrátt fyrir
að Norðurlöndin státi
af einu besta fæðingar-
orlofskerfi í heimin-
um, einkum hvað við-
kemur feðrum. Þetta er
meðal þess sem kemur
fram í nýrri skýrslu um
stöðu Norðurlanda sem
var gefin út í vikunni á vegum norrænu ráð-
herranefndarinnar. Útlit er fyrir að samfélög
á Norðurlöndunum haldi áfram að eldast á
næstu árum. Í skýrslunni kemur fram að nú
þurfi Norðurlöndin að horfast í augu við þessa
stöðu og skipuleggja sig eftir henni. Meðal
þess sem Norðurlöndin ættu að taka tillit til er
að styðja við lýðheilsu eldri borgara og skapa
hagfelldari búsetuaðstæður og -umhverfi. Til
dæmis með því að styrkja búsetuúrræði, al-
menningssamgöngur og umhverfisskipulag
svo það henti betur eldri samfélagsþegnum.
Fæðingartíðni á Íslandi hefur minnkað úr
2,2 börnum á hverja konu, eins og var árið
2009, niður í 1,7. Eins hefur meðalaldur
kvenna sem eiga sitt fyrsta barn hækkað.
Númer fjögur í lífsgæðum
Í skýrslunni kemur einnig fram að Ísland sé
í fjórða sæti Norðurlandanna þegar kemur
að lífsgæðum. Lífsgæðin eru mæld í skýrsl-
unni með kvarða sem miðar við þrjá þætti;
lífslíkur frá fæðingu, þekkingu mælda í lengd
skólagöngu og lífsgæðum út frá vergri lands-
framleiðslu.
Ísland kemur vel út þegar kemur að and-
legri heilsu. Þar erum við undir Evrópumeð-
altali, en 16,7% Íslendinga eru talin glíma við
andlega kvilla á meðan meðaltalið í Evrópu er
17,3%.
Um 78% Íslendinga á aldrinum 25–64 ára
hafa lokið námi umfram skólaskyldu. En
það er töluvert yfir Evrópumeðaltalinu sem
er 67,1%. Erum við þó í neðsta sæti hinna
Norður landanna sem öll eru með yfir 80 pró-
sent.
Losun gróðurhúsalofttegunda
Losun gróðurhúsalofttegunda jókst á Íslandi
á árunum 1990–2017, það sama á við um
Noreg. Á öðrum Norðurlöndum dró úr losun.
Er þetta talið skýrast af gasiðnaði í Noregi og
áliðnaðinum á Íslandi. n
Ísland eldist og er í
fjórða sæti Norður-
landa í lífsgæðum
Fæðingartíðni í sögulegu lágmarki
Íslenska þjóðin
verður eldri