Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Page 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
7. febrúar 2020
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Ég þekki barn
É
g þekki barn. Barn sem,
rétt eins og öll önnur börn,
kom í heiminn án fyrirfram
ákveðinna hugmynda um
hvernig það yrði. Sem sá ekki liti,
stétt eða stöðu. Barn sem smælaði
framan í heiminn og vonaði að
heimurinn gerði slíkt hið sama.
Ég þekki barn. Barn sem
fæddist í arma yndislegra for-
eldra. Barn sem var boðið inni-
lega velkomið í heiminn. Barn
sem var knúsað og kysst, klætt og
fætt. Barn sem var gefið nafn, gef-
ið húsaskjól, gefin hlýja.
Ég þekki barn. Barn sem óx úr
grasi. Allt í einu hætti heimurinn
að smæla framan í það. Hlýjan,
kossarnir og knúsin voru á bak
og burt. Í staðinn kom hávaði, of-
beldi, grimmd. Áfengi, partí og
rugl. Barn sem lifði skyndilega við
ótta og óöryggi. Vissi ekki hvort
yrði kvöldmatur þann daginn.
Vissi ekki hvort það fengi kvöld-
sögu fyrir svefninn. Vissi ekki
hvort það yrði kysst góða nótt.
Ég þekki barn. Barn sem var
sent inn í herbergi þegar að
partíið fór úr böndum. Látið dúsa
þar á meðan lögreglumennirnir
þrifu upp blóðið á eldhúsgólfinu.
Síðan hleypt út þegar öll um-
merki ofbeldis gærkvöldsins voru
horfin. Hvar voru mamma og
pabbi núna? Þau komu heim að-
eins seinna og létu eins og ekk-
ert hefði í skorist. Keyptu íburðar-
miklar gjafir og elduðu sparimat.
Allt var með kyrrum kjörum í smá
stund.
Ég þekki barn. Barn sem faldi
sig undir rúmi og verndaði yngri
systkini sín á meðan foreldrarn-
ir rifust. Á meðan foreldrarnir
slógust. Sussaði á yngri systkinin
og hélt fyrir augu þeirra. Von-
aði að þau sæju ekki. Vonaði að
þau heyrðu ekki. Vonaði að þau
fyndu ekki fyrir agnarsmáu blóð-
dropunum sem lentu á dúnmjúk-
um vanganum, líkt og regndrop-
inn sem fellur svo þunglamalega
til jarðar og splundrast í þúsund
agnir.
Ég þekki barn. Barn sem var
lamið af foreldrum sínum. Barn
sem var úthúðað. Látið líða eins
og það væri einskis virði. Barn
sem var hrætt um líf sitt. Barn
sem var oft nær dauða en lífi.
Ég þekki barn. Barn sem sam-
félagið sneri baki við. Horfði í
hina áttina. Var alveg sama.
Ég þekki barn sem varð að full-
orðnum einstaklingi. Barn sem
hætti að smæla því það var nokk-
uð ljóst að heimurinn myndi
aldrei endurgjalda það. Barn sem
var fullt af reiði. Stútfullt af öllum
brostnum loforðunum. Fullt af
glötuðum draumum og þrám.
Barn sem skuldaði samfélaginu
ekkert. Barn sem óx úr grasi og
hætti að vera hrætt um líf sitt. Var
bara alveg skítsama um hvort það
myndi lifa eða deyja. Skítsama
um allt.
Þetta barn er bara eitt barn
af þúsundum barna sem lifa við
óboðlegar og hættulegar heimilis-
aðstæður, sem gengur þvert gegn
Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna og allri heilbrigðri skynsemi.
Þessi börn týnast í kerfinu. Þessi
mál eru of erfið til að tala um eða
gera nokkuð í. Þess vegna horf-
um við bara í hina áttina og leyf-
um börnunum að týnast. Í stað-
inn er barist með kjafti og klóm
fyrir því að hreinsa Ríkið með lög-
mannaher fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu. Mannréttinda-
dómstól. Í staðinn er milljónum
eytt í Bragga, Mathallir, hjólastíga,
pálmatré. Í staðinn eru greiddar
út himinháar starfslokagreiðsl-
ur. Veittur skattafsláttur. Lækkuð
veiðigjöld.
Forgangsröðunin er bogin,
nánast brotin. Ég held að við sjá-
um það öll, því ef ég þekki þetta
barn þá þekkir þú eitt líka. Ekki
loka augunum fyrir því. Ekki
horfa í hina áttina. n
Skapandi skaphundur
Sigríður Á. Andersen hefur
ekki mikla trú á því að yfir-
deild Mannréttindadómstóls
Evrópu komist að annarri
niðurstöðu en undirdeild
dómstólsins í Landsréttar-
málinu. Hefur hún gengið
svo langt að efast um að
málsmeðferðin verði yfir höf-
uð réttlát enda hafi dómstóll-
inn gengið nokkuð langt í að
seilast yfir á valdsvið aðildar-
ríkjanna. Dómstóllinn beiti
því sem kallist skapandi lög-
skýring sem þýði að hann túlki
stöðugt samninginn með nýj-
um og nýjum hætti. Slík lög-
skýring kallast einnig breyti-
leg lögskýring og felst í því að
dómstólar geti túlkað ákvæði
laga með nýjum hætti ef tíðar-
andinn kallar eftir því. Svona
eins og skapandi skipun Sig-
ríðar á dómurum við Lands-
rétt, þar sem hún túlkaði tíðar-
andann með þeim hætti að
hún gæti vikið frá lögbundnu
verklagi við skipun dómara til
að koma fleiri konum að, þar
sem tíðarandinn kallaði eftir
því.
Spurning vikunnar Besta íslenska stuðlagið?
„„Can’t Walk Away“ með Hebba. Geggjað lag og á
alltaf við.“
Ingi Þór Bauer
„Í fljótu bragði myndi ég segja „Eitt lag enn“ með
Stjórninni.“
Kristín Anný Jónsdóttir
„Ég kemst alltaf í geggjaðan gír þegar ég hlusta á
SíSí með Grýlunum.“
Lovísa Tómasdóttir
„Tvímælalaust „Vertu ekki að horfa svona alltaf á
mig.“ Það taka allir undir það þegar lagið fer í spil-
un enda kemst engin með tærnar þar sem meistari
Ragnar Bjarnason hefur hælana.“
Valdimar Víðisson
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Kröfuspjöld á lofti Eflingarfólk hefur verið áberandi í fréttum undanfarið.
M
Y
N
D
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N