Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Qupperneq 17
7. febrúar 2020 FRÉTTIR 17
kjötfars í Melabúðinni. Þetta eru ekki tattú-
veraðir handrukkarar af erlendum upp-
runa. Um 71 prósent af þeim karlmönnum
sem sendu konur í kvennaathvarfið í fyrra
eru íslenskir menn.“
Drífa segir það algengan misskiln-
ing að ofbeldismenn séu siðblindingj-
ar sem séu haldnir alvarlegum geðveil-
um. Þvert á móti séu það hreinlega ekki
nægilega margir karlmenn sem glími við
slíka klíníska kvilla til að það geti svarað til
fjölda þolenda heimilisofbeldis á Íslandi.
„Það er engan veginn að samsvara þeim
700 málum sem lögreglan fer með á ári,
það voru 600 sem leituðu í Bjarkarhlíð á
síðasta ári, það voru næstum því 300 kon-
ur sem komu í viðtal á Kvennaathvarfinu
á síðasta ári, 150 sem komu í dvöl og 100
börn.“
Afsakanir til að sleppa við að taka
ábyrgð á ofbeldinu
Þátttakendur í rannsókninni með reynslu
af heimilisofbeldi greindu frá þeim afsök-
unum sem þeirra ofbeldismenn höfðu gef-
ið fyrir ofbeldinu. Greindu þar margar kon-
ur frá áþekkum afsökunum. Var þeim með
einum eða öðrum hætti kennt um ofbeldið
sem þær voru beittar, svo sem vegna þess
að þær væru geðveikar, leiðinlegar, þær
hafi beðið um þetta, þetta sé eina leiðin
til að fá þær til að hlusta og þar fram eftir
götum. Einnig hlupust ofbeldismenn und-
an ábyrgð með því að kenna streitu, álagi,
uppeldi og áfengis- eða fíkniefnaneyslu
um ofbeldið.
„Þarna er líka þessi þversögn. Ef ég kýli
þig og segi svo: „Já, en þú ert svo óþolandi
að ég bara réð ekki við mig. En ég lofa að
gera þetta ekki aftur.“ Hvernig geta þeir
lofað því að gera ekki eitthvað aftur, en á
sama tíma neitað því að þetta hafi verið
þeim að kenna? Og svo er það frasinn „að
missa stjórn á sér“ sem mér er meinilla við.
Þetta er ekki flogakast eða viðbrögð við
raflosti eða þess konar. Annað er að taka
ákvörðun um að gera eitthvað. Að taka upp
stól og henda í konuna, eða halda henni
niðri og setja hnéð í bringuna á henni eins
og MMA-bardagaíþróttamaður. Þessir
sömu menn tryllast ekki í kringum vini
sína, þegar þeim gengur illa í gólfi. Þetta
er svona valkvætt stjórnleysi. Ég veit um
dæmi þess að lögregla var kölluð út í heim-
ilisofbeldismáli þar sem fullt af eigum
hafði verið eyðilagt þegar maður „missti
stjórn á sér“, samt voru allir hlutirnir sem
voru eyðilagðir hennar en ekki hans. Mað-
urinn gat því valið út tilteknar eigur og hlíft
sínum eigin í meintu stjórnleysi. Þú kýlir
ekki fólk í gagnaugað óvart. Ég hef aldrei
lent í því að minnsta kosti.“
Þurftu að ákveða sjálfar að fara
Þátttakendur voru einnig spurðir hvort að-
standendur eða fagaðilar hefðu getað gert
eitthvað til að stuðla að því að þær færu
fyrr úr sambandinu. Voru þar margar kon-
ur sem greindu frá því að þær hefðu falið
ofbeldið vel, þær hefðu farið í vörn ef of-
beldið var borið undir þær og á endanum
hefðu þær sjálfar þurft að taka ákvörðun
um að fara. Aðrar hins vegar bentu á að
nærumhverfi þeirra hefði mátt benda
þeim á aðstæður, bjóða fram stuðning og
minna þær á að þær væru ekki geðveikar
og ættu betra skilið. Drífa segir að dropinn
holi svolítið steininn í þessum málum. Þótt
það sé ákvörðun þolandans að ganga út
úr sambandinu þá geti aðstandendur sáð
vissum fræjum með því að viðra áhyggjur
sínar.
„Ég held að maður komist á þennan
blessaða botn fyrr ef það er einhver að
pexa aðeins í manni. Þá veit manneskjan
líka að einhvern grunar eitthvað og það
sé ekki bara hún sem sé með eitthvert of-
sóknarbrjálæði.“
Vona að skýrslan geti frætt og hjálpað
Með útgáfu skýrslunnar vonar Drífa að
þolendur og aðstandendur geti aflað sér
upplýsinga um heimilisofbeldi. Skýrslan
er sett fram á því sem Drífa vonar að sé að-
gengilegt mannamál.
„Við reyndum að hafa hana á manna-
máli, aðgengilega og auðlesna og vonandi
fræðandi. Vonandi lesa hana einhverjir
sem geta þá haft samband við athvarfið og
fengið ráðgjöf um að stíga fyrstu skrefin til
að koma sér út úr sambandinu.“
Kvennaathvarfið skýtur ekki bara skjóls-
húsi yfir þolendur heimilisofbeldis þegar
þeir flýja ofbeldið. „Eitt af hlutverkum
athvarfsins er að fá fólk í ráðgjöf. Konur
koma og eru að spyrja hvort þær séu í of-
beldissambandi. Þær eru kannski mjög
hikandi, en fara svo að greina frá aðstæð-
um sem eru ekkert eðlilegar. Konum er
alltaf í sjálfsvald sett hvað þær gera. En
hingað geta þær komið og greint frá að-
stæðum og fengið heildrænan stuðning og
þá fyrst og fremst staðfestingu á ofbeldinu.
Á vefsíðu Kvennaathvarfsins er hægt að
nálgast mikið af upplýsingum á níu tungu-
málum. Svo sem um skilgreiningu á of-
beldi. Hvernig það sé að koma í viðtal. Það
þarf ekki að koma með vegabréf og það
þarf ekkert að greiða fyrir heimsóknina.
Þarna er mikið af upplýsingum líka varð-
andi aðstæður þar sem börn eru í spil-
inu sem og útlistun á því hvað sé heilbrigt
samband og hvað sé það ekki.“
Með þessari grein má líta súlurit og
dæmi um svör þátttakenda við nokkrum
spurningum. Skýrsluna má svo lesa í heild
sinni á vefsíðu Kvennaathvarfsins. n
„Þetta er alls ekki gert til þess að skrímsla-
væða ofbeldismenn, heldur þvert á móti“
n Skýrsla um líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og persónuleikaeinkenni ofbeldismanna n Afbrýðisemi, tortryggni og stjórnsemi algeng
persónueinkenni n Ofbeldismenn oft venjulegir, jakkafataklæddir Íslendingar
Dæmi um afsakanir ofbeldismanna
fyrir ofbeldinu:
n Hann hefur ekki stjórn á sér
n Ég gerði hann reiðan
n „Þú ert svo leiðinleg“
n „Þú ert bara of viðkvæm“
n „Þú lést mig gera þetta“
n „Það var þér að kenna“
n Hann fékk svo slæmt uppeldi
n Allir eru svo vondir við hann
n Ég var að misskilja
n „Ef þú létir ekki svona“
n Hann elskaði mig svo mikið
n „Þú ert ekkert betri“
n Ég var geðveik
n Var fullur
n Hann var undir miklu álagi
n Hann missti stjórn á sér
n „Ég bara veit ekki hvað ég er sterkur“
Hvað myndir þú ráðleggja konum
sem eru í ofbeldissambandi til að
komast út úr því? -Dæmi um svör
kvenna í rannsókninni.
n Segja frá.
n Leita í Kvennaathvarfið, finna sam-
stöðu
n Tryggja líkamlegt öryggi. Rjúfðu
einangrunina, segðu frá, lestu þér til,
leitaðu til annara. Þú ert ekki geðveik.
n Að það er betra að vera einn en að
vera í ofbeldissambandi
n Það er honum að kenna en ekki
þér ef hann beitir ofbeldi. Það er ekki
hægt að hjálpa þeim sem vill ekki
hjálp, það er ómögulegt fyrir þig að
breyta honum. Þú þarft að stíga frá og
vinna í þinni hamingju. Þú ert ekki
búin að brenna allar brýr að baki, þú
ert ekki ein
n Það er alltaf leið út. Taka fyrsta
skrefið.
n Maður breytir ekki öðrum.
n Standa með sjálfum sér, þetta lagast
aldrei. Aldrei líta til baka
n Undirbúðu þig vel. Jafnvel fara út úr
bænum. Ekki hafa nein samskipti. Þú
ert ekki ein, ekki skammast þín, fyr-
irgefðu sjálfri þér, þetta er ekki þér að
kenna, þetta verður erfitt, þetta getur
komið fyrir alla, þú átt stuðning, fáðu
alla aðstoð, þú átt allt gott skilið (þó
þér liði ekki þannig) þú getur þetta,
þú getur farið og þú mátt það, þú
skiptir mál
n Ekki týna sjálfri þér. Eins hefði ég
viljað fá að vita það á skýrari hátt hve
algengt er að menn noti hótanir um
sjálfskaða til kúgunar
n Hélt ég gæti þetta ekki án hans, fjár-
hagslega. Kom reyndar í ljós að ég hef
það miklu betra, meðal annars fjár-
hagslega, án hans.
n Ekkert er eins áhrifaríkt og höfn-
un, hann hafnaði mér stöðugt þannig
að ég reyndi alltaf að vinna hann aft-
ur og fá viðurkenninguna að einhver
vill mig. Viðurkenningin síðan blind-
aði mig. Vinkonur mínar fíluðu hann
ekki, ég var mjög þrjósk en þegar þær
hættu að ergja sig á „mínu vali“ þá
fóru að renna á mig tvær grímur – þær
höfðu rétt fyrir sér. Það var mjög erfitt
að sætta sig við að þurfa að kyngja
því. Mér fannst erfitt að stíga skref-
ið því hann beitti mig „bara“ andlegu
og fjárhagslegu ofbeldi. En, ég var
alltaf með litla rödd sem hvíslaði að
ég ætti betra skilið. Líf með ofbeldis-
manni er svo ýkt og öfgafullt, þegar
maður hættir með honum gæti komið
tilfinning flatneskju og tómleika, lit-
laust og líflaust. Það er eðlileg tilfinn-
ing. Best er að segja vini eða ættingja
frá hvernig manni líður, veldu bara
einhvern sem þú treystir. Hlustaðu á
þínar tilfinningar, hugsanir og treystu
sjálfri þér.