Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Page 22
22 FÓKUS - VIÐTAL 7. febrúar 2020
hjá kerfinu að hún sé sjálfkrafa
einhvers konar liðveisla í fullu
starfi fyrir son sinn. Skilningsleys-
ið sé algjört. „Það er bara eins og
þetta sé allt í lagi, af því að ég get
nú einu sinni hugsað um hann þá
er þeim sléttsama.“
Enginn mannskapur
Ofan á allt annað hefur sonur
Helgu glímt við offitu í fjölda
ára og hafa fjölmörg úrræði ver-
ið reynd. Helga kveðst meðal
annars hafa reynt að finna einka-
þjálfara til að taka son hennar
að sér. Það hafi hins vegar reynst
þrautin þyngri að finna einhvern
í það verkefni.
Helga segir að fyrir rúmu
ári hafi hún sent beiðni á
offituteymið á Reykjalundi fyrir
son sinn. Henni hafi þá verið tjáð
að ekki væri nægilegur mann-
skapur til að taka við honum.
Þeim hafi hins vegar verið boð-
ið upp á að næringaráðgjafinn
fylgdist með syni hennar, í gegn-
um símtöl og hitti hann síðan eft-
ir þrjá mánuði. Helga segist ekk-
ert hafa heyrt í ráðgjafanum eftir
það. Þá var þeim boðið að þjálfari
myndi hringja í son Helgu dag-
lega og minna hann á að fara í
göngutúr.
„Ég reyndi að segja honum að
sonur minn myndi bara sleppa því
að svara í símann, sem hann og
auðvitað gerði og fór aldrei í neina
göngutúra,“ segir Helga en hún
kveðst hafa þrábeðið um að sonur
hennar fengi manneskju með sér
í þetta ferli, til að veita honum að-
hald og stuðning. Sonur hennar er
í dag 156 kíló.
„Hann vill bara vera heima og
helst að borða, því það sem var vont
í gær, getur verið alveg æðislegt
í dag, þannig að það skiptir litlu
máli hvað er til í skúffum og skáp-
um, hann vill helst borða það allt
saman,“ segir Helga en bætir við að
sonur hennar hafi nýlega komist
inn í prógramm á Heilsuborg, sem
sé mikið gæfuspor. Þau binda von-
ir við að hann komist í hjáveituað-
gerð í nánustu framtíð. Þá er hann
einnig byrjaður að æfa box tvisvar
í viku, í Hnefaleikastöðinni á Við-
arhöfða. „Hann elskar það, en það
tók ansi langan tíma að finna stöð
sem vildi taka við honum og það
má alveg þakka fyrir það.“
Helga segir nauðsynlegt að
fjölga íbúðum í hverju sveitar-
félagi fyrir sig. Hún bendir jafn-
framt á galla í kerfinu sem snýr að
flutningi á milli sveitarfélaga. Hún
hefur ávallt leitað til Kópavogs-
bæjar varðandi þjónustu við son-
inn, og þar liggja fyrir þeir biðlist-
ar sem nafn hans er á. Helga þarf
fljótlega að flytja í nýtt sveitarfélag
en sér ekki fram á að sonur hennar
geti flutt með henni vegna þess að
þá mun hann missa alla þjónustu
hjá Kópavogsbæ og mál hans fær-
ast yfir til nýja sveitarfélagsins. Það
þýðir að næstum fimm ára bið hef-
ur verið til einskis. Helga segist því
ekki sjá sér annað fært en að flytja
son sinn yfir á annað lögheimili í
Kópavogi, þar til hann fær íbúð.
Baráttan hefur tekið sinn toll
Helga hefur meira eða minna
staðið ein í baráttunni fyrir son
sinn. Og sú barátta hefur tekið
sinn toll, líkamlega og andlega.
„Satt að segja átti ég mér ekk-
ert líf fyrstu átján árin hans. En
ég fór svo að vinna hlutastarf, og
geri enn, og það er sú vinna sem
bjargar geðheilsu minni. Ef ég
ætti að ná að ráða við eitthvað, þá
þyrfti ég að vera heima allan sól-
arhringinn og hafa augu og eyru
opin allan tímann, en ég er nú
orðin 52 ára gömul og held að ég
þurfi að hlúa meira að sjálfri mér,
því ég er orðin heilsulítil og berst
við alls kyns verki og fleira.“
Hega tekur fram að hún sé
engu að síður afar þakklát öll-
um þeim sem hafa sýnt vilja til að
hjálpa syni hennar í gegnum tíð-
ina. Því megi ekki gleyma. En eins
og staðan er í dag þá óttast hún
um son sinn, og hvernig hon-
um muni reiða af í framtíðinni.
Hún hefur sjálf glímt við heilsu-
brest og segist margoft leiða hug-
ann að því hvað verði um strák-
inn hennar ef hún fellur frá, eða
verður ófær um að sinna honum.
„Ef ekkert verður gert þá mun
ég missa barnið mitt, ég er alveg
sannfærð um það. Ég er vakin
og sofin yfir honum og ef vel ætti
að vera þá ætti ég að vera heima
allan sólarhringinn.“ n
„Hann vill
bara vera
heima og helst
að borða