Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Síða 28
28 7. febrúar 2020 SAKAMÁL HINSTA ORRUSTA OG AFTAKA AÐMÍRÁLSINS n John Byng gekk í sjóherinn þrettán ára n Hann átti glæstan feril n Fljótt skipast veður í lofti n Ein sjóorrusta innsiglaði örlög hans n Áhöld um réttmæti úrskurðar herdómstólsins M aður er nefndur John Byng. Hann fæddist í Southill Park í Southill- sókn í Bedfordshire á Englandi og var skírður 29. október árið 1704. Faðir Johns, George Byng, var enginn meðaljón. George hafði stutt William III til valda árið 1689 og allar götur þaðan í frá hafði vegsemd hans aukist statt og stöð- ugt. George Byng var hæfileikaríkur skip- stjórnandi og hafði haft sigur í fjölmörg- um sjóorrustum. Hann var mikils metinn af þeim þjóðhöfðingjum sem hann þjón- aði og árið 1721 umbunaði George I Eng- landskonungur George Byng með því að gera hann að vísigreifa af Torrington. Snemma beygðist krókurinn John Byng fetaði í fótspor föður síns og gekk í sjóherinn aðeins þrettán ára að aldri. Hann hlaut kannski sína eldskírn þegar hann tók þátt í Cape Passaro-orrust- unni árið 1718, en í henni var breski flotinn einmitt undir stjórn föður hans og hafði sigur gegn Spánverjum. Næstu þrjátíu árin gat hann sér orð sem traustur sjóliðsforingi og var hækkaður í stöðu varaaðmíráls árið 1747. Til að byrja með var John Byng viðloð- andi hin ýmsu verkefni við Miðjarðarhaf- ið og var tilveran að mestu tíðindalítil. Árið 1742 var hann sendur til bresku ný- lendunnar á Nýfundnalandi þar sem verk hans fólst í að veita vernd árlegum skipalestum breskra fiskimanna sem vor hvert lögðu upp frá Englandi til fiskimið- anna við Nýfundnaland. Einnig var John Byng þingmaður, fyrir Rochester, frá árinu 1751 til dauðadags, sem kom fyrr en hann sennilega hugði. Frakkar steyta görn Árið 1756 dró til tíðinda á Miðjarðarhafi, en þá var skip Johns Byng við eftirlit á Ermarsundi. Franski sjóherinn var eitt- hvað að steyta görn á þeim slóðum og sett- ist um virki Englendinga á Minorca-eyju, St. Philip í Port Mahon, sem hafði tilheyrt Bretum frá árinu 1708. Það hugnaðist Englendingum lítt og fékk John Byng fyrirmæli um að fara og rjúfa herkvína. Fyrirvarinn var skamm- ur og þrátt fyrir mótmæli Johns fékk hann ekki svigrúm til undirbúa skip sitt fyrir leiðangurinn. Þann 6. apríl, 1756, var þó búið að fullmanna áhöfn skipsins og það kom til Gíbraltar 2. maí. Áhyggjufullur aðmíráll Þar fór frá borði deild léttvopnaðra fót- gönguliða til að skapa pláss fyrir hermenn þá sem styrkja áttu varnir í St. Philip. Bréfaskrif Johns Byng til flotamálaráðu- neytisins sýna að hann hafði efasemdir um ágæti aðgerðanna. Hann taldi að hann væri of fáliðaður og að virkið gæti ekki stað- ist árás Frakka eins og í pottinn var búið. Flotamálaráðuneytið hafnaði beiðni John Byng um fleiri hermenn og Byng lagði úr höfn á Gíbraltar 8. maí. Áður en hann náði höfn á Minorca höfðu 15.000 franskir hermenn gengið á land á vesturströnd eyjarinnar og dreift sér þaðan um alla eyjuna. Skip Johns var úti fyrir auströndinni og þaðan reyndi hann að koma á samskiptum við landa sína í virkinu. Farið til Gibraltar Í stuttu máli urðu málalyktir orrustunnar, 20. maí 1756, á milli Frakka og Breta þær að hvorugur aðili missti skip og fjöldi særðra og fallinna var svipaður; Bretar misstu 43 sjóliða og 168 særðust, en Frakkar misstu 38 og 175 særðust. Breski flotinn hélt sig í grennd við Minorca en náði hvorki sambandi við virki Breta né sá til Frakka og Byng kall- aði til fundar skipstjóra skipanna. Þar lýsti hann þeirri skoðun sinni að Minorca væri glötuð og það besta í stöðunni að snúa til Gíbraltar og láta gera við skipin. Skipstjórar hinna skipanna, sem lutu yfir stjórn Johns Byng, voru honum sam- mála og komu skipin til Gíbraltar 19. júní. Þar bættust fjögur skip í flotann, viðgerðir fóru fram og vistir teknar. Uppgjöf með skilmálum Áður en floti Byng gat haldið úr höfn á ný kom skip frá Englandi með frekari fyrir- mæli. Byng var sviptur stjórn og honum gert að snúa heim til Englands. Þegar Byng kom til Englands var hann hnepptur í varðhald. Fyrir kaldhæðni örlaganna hafði honum verið veitt yfir- stjórn flotans (e. full admiral) 1. júní, í kjöl- far orrustunnar við Minorca en áður en tíðindi bárust af lyktum þar. Hermenn í virkinu gátu staðist um- sátur Frakka til 29. júní en neyddust þá til að gefast upp sem þeir gerðu með skilmál- um. Samkvæmt skilmálunum gátu breskir hermenn farið óáreittir til Englands og Minorca féll Frökkum í skaut. Byng úthúðað Aftur að John Byng. Að Byng hefði mistekist að frelsa virkið á Minorca fór fyrir brjóstið á kollegum hans heima fyrir, og reynd- ar almennings einnig. Honum var gert að standa skil að aðgerðum sínum frammi fyrir herdómstól, sem vel að merkja hafði þá nýlega, í kjölfar endurskoðunar, öðlast heimild til að beita dauðarefsingu. Ein lög skyldu gilda fyrir alla og skyldu innibera dauðadóm yfir hverjum yfirmanni, án til- lits til tignar, sem ekki gerði sitt allra besta gegn óvini í orrustu eða eftirför. Þetta leit ekki vel út fyrir John Byng og herdómstóll kom saman þann 28. des- ember, 1756, um borð í gömlu 96 fall- byssna skipi, HMS St. George, í höfninni í Portsmouth. Ekki heigull Eðli málsins samkvæmt voru það kollegar Johns Byng sem skipuðu herdómstólinn; fjórir aðmírálar og níu skipstjórar. Niður- staðan lá fyrir fjórum vikum síðar, 27. janúar, 1757, og var útlistuð í lýsingu á at- burðarás í orrustunni við Minorca og túlk- un á aðgerðum og ákvörðunum Johns Byng. John Byng var sýknaður af ákæru um heigulshátt, en í megindráttum var niður- staðan sú að honum hefði mistekist að halda flota sínum saman í orrustunni við Frakka, skotið hefði verið úr of mikilli fjar- lægð og að hann hefði átt að halda áfram aðgerðum til að frelsa virkið í stað þess að John Byng Gekk í sjóher- inn aðeins 13 ára að aldri. St. Philip- virkið í Port Mahon Frakkar náðu virkinu á sitt vald í júní 1756. „Franski sjóherinn var eitt- hvað að steyta görn á þeim slóðum og settist um virki Englendinga á Minorca-eyju

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.