Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Page 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Page 29
SAKAMÁL 297. febrúar 2020 HINSTA ORRUSTA OG AFTAKA AÐMÍRÁLSINS n John Byng gekk í sjóherinn þrettán ára n Hann átti glæstan feril n Fljótt skipast veður í lofti n Ein sjóorrusta innsiglaði örlög hans n Áhöld um réttmæti úrskurðar herdómstólsins snúa til Gíbraltar. John Byng hafði sem sagt ekki gert „sitt allra besta“ í að takast á við óvininn og þannig gerst brotlegur við áður- nefnda viðbót herlaga þess tíma. Beðið um mildun Fátt var í stöðunni hjá herdómstólnum annað en dæma John Byng til dauða og gerði hann það, en einróma var þó mælst til þess að lávarðarnir í flotamálaráðu- neytinu færu þess á leit við Georg II Eng- landskonung að hann nýtti forréttindi sín og mildaði dóminn. Það kom í hlut aðmíráls að nafni John Forbes í flotamálaráðuneytinu að undir- rita dauðadóminn, en hann neitaði að gera það; sagði dóminn ólöglegan og útskýrði mál sitt í löngu máli. Flotamálaráðherrann, Richard Gren- ville-Temple, fékk áheyrn hjá konungin- um, en bón hans um miskunn til handa John Byng var hafnað í frekar reiðilegum tón. Byng fær stuðning Þaðan í frá, þrátt fyrir að hver maðurinn af öðrum reyndi að tala máli Byng, tóku stjórnmálin við – þrátt fyrir að ljóst væri að flotamálaráðuneytið bæri að minnsta kosti hluta ábyrgðar á óförunum við Minorca. Það kvisaðist að flotamálaráðuneytið hefði reynt að firra sig sök með því að kasta John Byng fyrir úlfana og stuðningur við hann jókst hvort tveggja innan sjóhersins og landsmanna almennt, sem höfðu þó áður sýnt annan lit, og Englandskonungur beitti ekki forréttindum sínum. Vasaklúturinn látinn falla Frá því að dómur var kveðinn upp hafði John Byng verið í haldi um borð í HMS Monarch (Monarque, skip sem tekið var herfangi af Frökkum) á Solent-sundi. Þann 14. mars, 1757, var John Byng færður upp á afturþilfar og tekinn af lífi að allri áhöfn skipsins, og áhöfnum annarra nærliggj- andi skipa, viðstaddri. John Byng aðmíráll kraup með hnén á púða og gaf til kynna að hann væri reiðu- búinn með því að láta vasaklút sinn falla. Aftökusveitin var úr röðum konunglegra sjóliða. François-Marie Arouet, franskur heim- spekingur með meiru og betur þekktur sem Voltaire, hæddist að aftökunni og til- urð hennar í bók sinni, Candide. Í bókinni er söguhetjan, Candide, látin verða vitni að aftöku sjóliðsforingja í Portsmouth og er sagt við hann: „Í þessu landi er gott að drepa aðmírál endrum og sinnum, til að vekja hugrekki hjá öðrum.“ Skiptar skoðanir Árið 2007 fóru niðjar Johns Byng þess á leit við bresku ríkisstjórnina að honum yrði veitt sakaruppgjöf. Beiðninni var hafnað þrátt fyrir að flestir sem þekkja til máls- ins séu þeirrar skoðunar að dauðadómur- inn hafi verið óverðskuldaður, enda hef- ur aftakan verið sögð „versti réttarfarslegi glæpurinn í sögu þjóðarinnar.“ Þeir eru til sem telja að hvort tveggja dauðadómurinn og aftakan hefði haft áhrif á seinni tíma foringja í sjóhernum. Þeirra á meðal er sagnfræðingur að nafni N.A.M. Rodger sem segir að örlög Johns Byng hefðu skapað „menningu herskárrar stað- festu sem skildi á milli breskra foringja og útlendra kollega, og sem síðar meir veitti þeim sívaxandi sálfræðilega yfirburði.“ Ekki verður lagt mat á það hér og nú. n Cape Passaro­ orrustan 1718 Fyrsta orrustan sem John Byng tók þátt í. Byng mætir örlögum sínum Skiptar skoðanir eru um réttmæti dauðadóms yfir aðmírálnum. „Að Byng hefði mistek- ist að frelsa virkið á Minorca fór fyrir brjóstið á kollegum hans heima fyrir, og reyndar almennings einnig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.