Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.2020, Qupperneq 32
32 FÓKUS - VIÐTAL 7. febrúar 2020
„Miklu orkufrekara að vera
í fýlu en að vera jákvæður“
n Stórar áskoranir í vændum n Vakinn í rúminu af heimsókn Stuðmanna
n Segir hroka ekki fara sér vel
Ú
tvarpsmaðurinn og smiðurinn Ómar
Úlfur Eyþórsson er landsmönn-
um að góðu kunnur en hann er
umsjónarmaður Síðdegisþáttarins
Ómar á X-977 og var nýlega ráðinn dag-
skrárstjóri stöðvarinnar. Ómar er einstak-
lega lífsglaður og kemur ávallt til dyranna
eins og hann er klæddur. Hann er þekktur
fyrir að vera laus við alla tilgerð og tekur líf-
inu með stóískri ró og það smitar út frá sér.
Á þessu ári fagnar Ómar bæði fertugsaf-
mæli sínu og ellefu árum í edrúmennsku. Í
samtali við DV tjáir hann sig um áskoran-
irnar fram undan, hið sífellt krefjandi föð-
urhlutverk, eftirminnilegan Stuðmanna-
hitting, æskuárin og skemmtanalífið á
„hálfvitaárunum,“ eins og hann orðar það
hressilega.
Draumur á sviði
Spurður út í dagskrárstjórastöðuna
segir Ómar að engar meiriháttar stefnu-
breytingar verði á útvarpsstöðinni þótt
alltaf megi efla X-977, sem hefur verið í
mikilli sókn undanfarið. Það verði gert í
nánu samstarfi við íslenskt tónlistarfólk og
tónlistarbransann í heild sinni, en Ómar
fullyrðir að með réttum tækifærum og smá
fjármagni geti hann persónulega séð til
þess að stöðin verði sú stærsta á landinu.
„Ég elska útvarpsmiðilinn. Eftir að ég
gerðist dagskrárstjóri langar mig ekkert til
að vera yfirmaður sem tekur fólk á tepp-
ið, en ég mæti samt í vinnuna á hverjum
degi með krepptan hnefa því mig langar
að styrkja X-ið. Það er svo gaman að hafa
þennan hvata og gera eitthvað betra. Hins
vegar, þegar ég er í loftinu, legg ég dag-
skrárstjórann til hliðar og er útvarpsmað-
urinn Ómar,“ segir hann. „Ég vil peppa
starfsfólkið, prófa nýja og ferska hluti og
fá hlustendur til að halda með X-inu, það
er mikilvægt. Stöðin getur leyft sér að vera
öðruvísi, að vera ekki fyrirsjáanleg og vera
skemmtileg. Þetta á að vera gaman, bæði
fyrir dagskrárgerðarfólkið og hlustand-
ann.“
Þá minnist hann á eina hugmynd sem
hann dreymir að verði að veruleika ein-
hvern daginn.
„Ég á mér stóra drauma í leik og starfi.
Mig langar til dæmis einhvern tímann að
taka einn þátt af Síðdegisþættinum Ómari
og gera hann á sviði. Þá væri band að spila
intróið, ég kæmi inn í hvítum jakkafötum
og með bindi, tæki viðtöl og hljómsveitin
myndi alltaf spila lög inni á milli, af ýms-
um gerðum. Það væri jafnvel hægt að taka
þetta upp fyrir sjónvarp og gera þetta smá-
vegis eins og flott „Netflix Special“.“
Vakinn af Stuðmönnum
Ómar hefur alla ævi verið með músík í
hjarta sínu og mikill áhugamaður um all-
ar gerðir tónlistar. Hann þakkar foreldrum
sínum öðrum fremur fyrir að hafa skapað
rétta umhverfið, þar sem hægt var að efla
og styrkja þennan áhuga.
„Það var töluvert um músík á mínu
heimili mínu þótt hvorugur foreldrar mínir
hafi verið eitthvað í músík. Mamma söng til
dæmis alltaf og var reglulega með útvarp-
ið á eða plötur á fóninum. Þess vegna er
ég alveg jafn tengdur við gamalt og gott ís-
lenskt efni og rokkið, enda voru hinar ólík-
legustu plötur til í safni foreldra minna,“
segir Ómar og telur upp listamenn á borð
við Gunnar Þórðarson og Villa Vill, en það
var ein tiltekin plata sem kallaði til hans og
honum þótti sérlega athyglisverð. Það var
platan Bat out of Hell með Meatloaf.
„Ég horfði bara á plötuumslagið og
hugsaði: „Þetta er sko þungarokk,“ en svo
fattaði ég það ekki fyrr en mörgum árum
seinna að svo var ekki,“ segir hann og rifj-
ar upp minningu sem hefur verið honum
lengi kær.
„Stuðmenn voru líka í mikilli spilun hjá
foreldrum mínum og ég gleymi því aldrei
þegar Stuðmenn komu í heimsókn í partí
eftir ball, eins og ekkert væri eðlilegra. Þá
var ég sex ára og flestir meðlimir bands-
ins kíktu við. Ég var vakinn upp af heim-
sókn Stuðmanna og fékk í fyrsta skipti
stjörnuglampa í augun. Mér leið eins og
Bítlarnir væru komnir heim til mín. Þeir
gáfu mér Stuðmannabókina, sem ég á enn-
þá áritaða.“
Platan sem öllu breytti
Ómar segir uppvaxtarár sín hafa einkennst
af frjóum og flottum tíma fyrir íslenska
tónlist. „Þá vorum við með hljómsveit-
ir eins og Þey, Purrk Pillnikk, Utangarðs-
menn, Fræbblana, Tappa Tíkarrass og
fleiri. Það var svo mikill kraftur og gredda
í þessu. Þetta var svo á móti straumnum,“
Tómas Valgeirsson
tomas@dv.is
Framhald á síðu 34
M
Y
N
D
IR
: E
Y
Þ
Ó
R
Á
R
N
A
S
O
N