Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 11
14. febrúar 2020 FRÉTTIR 11 OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 mig og í kjölfarið af Dexter réð ég til mín tungumálakennara sem fór yfir þessi mál með mér. Mín sérstaða er klárlega sú að hafa farið í nám í Bretlandi því mjög fáir Bandaríkjamenn hafa farið í gegnum stíft leikaranám. Ég grín- ast samt oft með það þegar ég leik á móti Bandaríkjamönnum hvað uppruninn skín skært í gegn því heima á Íslandi er allt svo hrátt og ekta. Ég fór einhverju sinni heim til Íslands að skjóta bíómynd þar sem partur af handritinu var að bíta í hrátt lambshjarta, ég spurði leikstjórann hvað þeir ætluðu að nota í staðinn og þeir sögðu það einfaldlega vera stöðuna. Það var ekkert verið að búa til neitt súkkulaðihjarta heldur áttum við að tyggja þetta alvöru stöff, en veistu ég kann betur við það. Það er svo margt sem stöðvar mann hér úti vegna laga en það er mun skemmtilegra og í grunninn partur af því að vera leikari að fá að leika þessa lífsreynslu sem fylgir því að vera leikari, en það er oft ekki alveg leyfilegt í Bandaríkj- unum.“ Hugurinn leitaði alltaf út Darri byrjaði fyrst að leika í gagnfræðaskóla og hlaut mikið lof fyrir. Í beinu framhaldi laust þeirri hugmynd niður að kannski væri þetta vettvangur sem hann gæti haft gaman af að starfa við. „Ég fór svo í Verzló, en skólinn er náttúrlega þekktur fyrir að setja á svið stóra söngleiki og þótt ég hafi persónulega ekki gaman af þeim sem slíkum lét ég mig hafa það. Fyrsta verkefnið var lítið hlutverk í Saturday Night Fever en það næsta var annað aðalhlutverkið í Mambo Kings en þar lék ég á móti Ívari Erni Sverrissyni leikara. Það var í fyrsta skipti sem ég fékk almennilega að kynnast þeirri tilfinningu sem fylgir því að standa á sviði og ég fann strax að þetta væri eitthvað sem ég hefði rosalega gaman af.“ Darri viðurkennir þó að hann hefði verið týndur í nokkur ár og ekki vitað í hvorn fótinn hann ætti að stíga. „Ég hugleiddi aldrei að sækja um inngöngu í íslenska leiklistarskólanum, mig langaði einfaldlega að koma mér frá Íslandi og hugurinn leitaði alltaf til Bandaríkjanna. Það var svo fyrir einskæra tilviljun að breskur leiklistarskóli hélt prufur á Íslandi og blessunin hún móðir mín hvatti mig til að sækja um, sem ég og gerði og komst inn. Eftir það breyttist allt og öll okkar orka fór í að láta þetta virka. Áður en ég vissi af var ég svo fluttur einn til London og byrjaður í listnámi. Ég vissi ekkert hvað í fjandanum ég væri nú búinn að koma mér út í, þetta var allt svo framandi og allt í einu var ég farinn að kaupa mér sokkabuxur fyrir danstíma – ég skildi ekki neitt í neinu þarna. Við lásum Shakespeare og kynntumst sögu leiklistarinnar. Þá, í fyrsta skipti, fékk ég raunverulega hugmynd um hvað felst í að vera leikari. Eftir þriggja ára nám fékk ég svo fyrsta hlutverkið og það var alveg frábær tilfinning. Það var auðvitað ekki mikill peningur í þessu og við sýndum margar sýningar á skömmum tíma, sjö á viku og alltaf tvær á laugardögum en áttum svo frí á sunnudögum. Ég útskrifaðist árið 2003 og 2009 var ég fluttur til Bandaríkjanna. Hægt og rólega fann ég svo minn stað og fann mjög fljótt að hér ætti ég heima því þrátt fyrir að vera ánægður á sviðinu kviknaði leiklistaráhuginn út frá kvikmyndum. Ég hef verið bíómyndafíkill frá því ég var barn og í Bónusvideo í Garðabæ leigði maður alltaf eina nýja mynd og eina gamla með, ég fór því í gegnum heilan helling af bíómyndum í barnæsku og geri í raun enn í dag.“ Engin ein leið að árangri Eftir að hafa landað hlutverkinu í Dexter hefur Darri getað séð fjölskyldu sinni farborða með leiklistinni einni og sér. Hann viðurkennir þó að fram að því hafi hver mánuður einkennst af harki. „Þegar ég kom fyrst hingað út v nn ég við alla fjandann. Ég sendist með skyndibita, starfaði sem þjónn og í byggingarvinnu. Auglýsingavinna og myndbönd fleyttu mér þó langt og þótt það hafi oft verið hark kom alltaf eitthvað á síðustu stundu sem bjargaði manni. Eftir Dexter hef ég þó ekki þurft að grípa til neins annars en leiklistarinnar og hef séð fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni með eingöngu leiklistina að vopni. Ég hef, síðan ég ákvað að verða leikari, ákveðið að sleppa B-plani því ég hugsa sem svo að þú getir ekki haft neitt B-plan svo A-planið gangi upp. Það er nefnilega engin ein leið til þess að ná árangri, en þessi bransi snýst að miklu leyti um samvinnu og þá er mikilvægt að vera ekki hræddur við að segja já þegar manni er boðið eitthvað, því oft koma góðir hlutir út úr því, ný vinatengsl geta líka leitt mann í ný og óvænt störf. Í dag er ég til að mynda að vinna að verkefni með vini mínum úr leiklistarskólanum. Hann skrifaði bók um ákveðna lífsreynslu sem síðar varð að sjónvarpsþætti, ég er rosalega hrifinn af þessu umfjöllunarefni hans og langar mikið að ganga lengra með þessa hugmynd og leika jafnvel aðalhlutverkið sjálfur, en þetta er allt í byrjunarferli. Ef það myndi takast yrði ég gríðarlega stoltur en við verðum að bíða aðeins og sjá hvernig sú lending verður.“ n „Þetta var allt svo framandi og allt í einu var ég farinn að kaupa mér sokkabuxur fyrir danstíma

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.