Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 2
2 14. febrúar 2020FRÉTTIR Íslendingar sem voru sakaðir um lagastuld Drama vegna Debut Árið 1995 var mál dómtekið í London á milli tónlistarfólksins Simons Lovejoy og Bjarkar Guðmundsdóttur. Lagði Lovejoy fram kæru á hendur Björk fyrir lagastuld vegna fyrstu sóló- breiðskífu hennar, Debut. Björk hafði að lokum sigur í málinu og greiddi breska ríkið málskostnað Lovejoy. Undir áhrifum Rihönnu Í fyrravor myndaðist mikil umræða um gífurleg líkindi með lagi Friðriks Ómars í Söngvakeppni Sjónvarpsins og laginu Love on the Brain sem Rihanna gerði vinsælt árið 2016. Friðrik Ómar kippti sér lítið upp við þessa umræðu. Hann komst þó ekki áfram það árið. Millikafli að láni? Þegar Selma Björnsdóttir keppti í Eurovision árið 2005 með lagið If I Had Your Love þótti mörgum ekki ólíklegt að millikafli lagsins væri beint tekinn úr laginu We Are All to Blame með hljómsveitinni Sum 41. Selma tjáði sig um málið á þessum tíma og taldi þetta vera bæði fráleitt og tilviljanakennt. Enginn eins og hann Við upphaf þessa árs veltu margir fyrir sér líkindum lagsins Enginn eins og þú, eftir Auðun Lúthersson, og lagsins On My Mind með hljómsveitinni Leisure. Auðunn er betur þekktur undir nafninu Auður en umrætt lag var gefið út í júlí 2019 og naut mikilla vinsælda hér á landi. Lag Leisure var gefið út í apríl á sama ári en lögin eru keimlík að mati margra netverja. Segðu mér allt Birgitta Haukdal var einnig á meðal íslenskra Eurovision-þátt- takenda sem lentu undir smá- sjánni vegna meints lagastulds. Þetta var árið 2003 þegar lagið Open Your Heart var framlag okkar Íslendinga og þótti fulllíkt laginu Right Here Waiting eftir bandaríska tónlistarmanninn Richard Marx. Úrskurðarnefnd STEF hafnaði að lokum þessum líkindum. Á þessum degi, 14. febrúar 1942 – Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) var stofnað á Íslandi. 1945 – Sýning var opnuð á málverk- um Jóhannesar Kjarvals í Listamanna- skálanum í Reykjavík. 2003 – Ærin Dolly, fyrsta klónaða spendýrið, drapst. 2005 – Stórvefurinn YouTube fór í loftið. 2015 – Maður hóf skothríð í menn- ingarhúsi í Kaupmannahöfn. Fleyg orð „Því meira sem við reiðum okkur á eignir, því minna reiðum við okkur á okkur sjálf.“ – Bruce Lee Íslenskt flöskuskeyti fannst eftir níu mánuði í sjónum F löskuskeyti sjö ára íslenskrar stúlku ferðaðist mörg þúsund kíló- metra áður en það fannst við strendur norðvesturhluta Frakk- lands. Amma stúlkunnar kveðst gáttuð yfir því hversu langt skeytið náði en níu mánuðir liðu þar til svar barst til Íslands frá Frakklandi. Hin 7 ára gamla Emelía Rós var í heimsókn hjá ömmu sinni, Krist- björgu Sigurvinsdóttur, þegar upp kom sú hugmynd að senda flösku- skeyti. Franski miðilinn Le Télegramme ræddi við Kristbjörgu á dögun- um. „Ég ætlaði ekki að trúa þessu,“ segir Kristbjörg en skeytinu var hent í sjóinn við stendur Íslands þann 17. mars í fyrra. „Emelía var í heimsókn hjá mér í Kópavoginum og við fórum í fjöruferð á Kársnes. Okkur finnst æðislegt að vera í fjörunni og leita að kröbbum og skeljum,“ segir Kristbjörg og bætir við að þarna hafi kviknað hjá þeim hugmyndin um henda flöskuskeyti í sjóinn og bíða svo og sjá hvort að það fyndist. Þegar heim var komið skrifuðu þær litla orðsendingu á miða og komu blaðinu fyrir í flösku. Í skeytinu kom fram heimilisfang Kristbjargar og báðu þær viðtakandann um að senda þangað svar. Það vildi svo til að afi Emelíu var á leið á veiðar á bátnum sínum og tók hann að sér að fleygja flöskuskeytinu í hafið á Faxaflóa. „Ég verð að viðurkenna að ég var með örlítið samviskubit yfir því að vera að henda plastflösku í sjóinn,“ segir Kristbjörg, en hún segist í staðinn hafa heitið því að vera enn duglegri en áður við að hirða rusl á gönguferðum sínum. Það var síðan í byrjun janúar síðastliðinn að Kristbjörgu barst bréf frá frönskum manni, Jean Marc, og konunni hans. Þau hjónin höfðu verið í gönguferð á ströndinni við bæinn Plouhinec á suðvesturhorni Bretagne þegar þau fundu flöskuna frá Íslandi. Kristbjörg segir þær stöllur í skýjunum yfir því að flöskuskeytið hafi fundist. „Okkur langar að þakka Jean Marc og konunni hans fyrir að svara okkur,“ segir Kristbjörg en hún kveðst einnig vera þakklát þeim hjónum fyrir að láta sér annt um umhverfið og taka upp flöskuna í stað þess að hunsa hana eins og hvert annað rusl. Þær Kristbjörg og Emelía Rós röktu leið skeytisins á heimskorti. „Við erum ennþá gáttaðar á því hvernig skeytið gat endað þarna í Bretagne. Satt að segja þá átti ég von á að skeytið myndi reka á land einhvers staðar skammt í burtu, í fjörunni á Íslandi,“ segir Kristbjörg jafnframt en þær stöllur eru ákveðnar í að heimsækja Plouhinec í nánustu fram- tíð. n Plouhinec. Ljósmynd/Wikipedia Emelía Rós og Kristbjörg. Ljósmynd/Le Télegramme Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.