Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 31
SAKAMÁL 3114. febrúar 2020 brot þeirra og því yrði þeim veitt frelsi sam- kvæmt lagaákvæði þar að lútandi. Og það gerðu þau. Það átti eftir að koma í ljós að það var mjög misráðið því vorið 1661 kom réttur- inn saman á ný og þá vegna morðákæru á hendur mæðginunum. Þar sem þau höfðu lýst sig sek um rán fyrrum voru þau glæpamenn í augum rétt- arins og þar af leiðandi engrar miskunnar að vænta úr þeirri átt. Í þetta skipti snerist John á sveif með bróður sínum og móður og öll sögðust þau saklaus af morði. John sagðist ekki hafa verið heill á geði þegar hann hélt hinu and- stæða fram. Þau töluðu fyrir daufum eyr- um, voru sakfelld og dæmd til dauða. Norn í þokkabót Perry-mæðginin mættu örlögum sínum saman á Broadway-hæð í Gloucester -skíri. Á gálganum ítrekuðu bræðurnir sakleysi sitt, en það var frekar seint um rassinn grip- ið. Meðan á málaferlunum stóð höfðu ein- hverjir sem að þeim stóðu, komist að því að sennilega væri Joan Perry norn í ofaná- lag og því var hún hengd fyrst, því mögu- lega hefði hún hneppt syni sína í álög sem gerði þeim ókleift að játa sig seka, segir sagan. Þarna lauk sem sagt þætti Perry- -mæðginanna í þessari frásögn, sem þó er engan veginn lokið. Laumufarþegi frá Tyrklandi Árið 1662 kom til hafnar í Dover á Englandi skip frá Lissabon. Frá borði gekk William Harrison og var ekki laust við að heim- koma hans vekti margar spurningar. Harrison sagði að honum hefði verið rænt og ræningjar hans sært hann með sverði á mjöðm og síðu, vasar hans hefðu verið fylltir af peningum og hann síðan fluttur á hestum til Deal-hafnar í Kent og þaðan af landi brott. Hann hefði síðan verið færður yfir á tyrkneskt skip og að lokum seldur í þræl- dóm í Tyrkjaveldi. Eftir eitt ár og níu mánuðum betur hafði húsbóndi hans dáið og Harrison þá farið niður að höfn, laumast um borð í portú- galskt skip og að lokum komist til Dover, með viðkomu í Lissabon. Fjöldi spurninga, fátt um svör Frásögn Harrison svaraði færri spurning- um en hún vakti. Hví ætti nokkur að ræna sjötugum karli, fylla vasa hans af pening- um og selja hann síðan í þrældóm fyrir smáaura? Hvernig gat reiðtúr Harrison og ræn- ingja hans, frá Chipping Campden, farið fram hjá öllum? Af hverju hefðu þeir sem rændu Harri- son og særðu átt að koma honum til heilsu aftur, sjötugum manninum? Það er margt í mörgu og það eina sem virtist ljóst þegar upp var staðið, var að Perry-mæðginin voru saklaus hengd. Að sögn hafa þau ekki enn fengið uppreist æru. n GLÆPASAGA FRÁ GLOUCESTER-SKÍRI n William Harrison hvarf sporlaust n Móðir og tveir synir hennar voru grunuð um græsku n Mótbárur mæðginanna hrukku skammt n Gálginn beið þeirra „Virtist sem hattur- inn hefði verið skorinn með beittu áhaldi og skyrtan og hálstauið voru ötuð blóði Enskur dómsalur Perry­ mæðginin kynntust ensku réttarfari af eigin raun Þrælahald í Tyrkja- veldi Kemur við sögu í hvarfi Williams Harrison.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.