Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 16
16 FÓKUS - VIÐTAL 14. febrúar 2020 E n svo gerðist það vorið 2018 að ég þurfti að leita að- stoðar lögreglunnar í Vest- mannaeyjum og ef ég hefði vitað þá það sem ég veit í dag þá hefði ég aldrei gengið inn um dyr lögreglustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum,“ segir í kvörtun sem barst nefnd um eftirlit með lögreglu haustið 2018. Kvörtun- ina skrifaði Sædís Inga Ingi- marsdóttir, sem freistaði þess að fá viðurkenningu á vanvirðandi og fordómafullri framkomu lög- reglunnar í Vestmannaeyjum í hennar garð. Heilinn heimskur og hjartað ræður Sædís Inga er öryrki og sjúkling- ur til margra ára. „En ég er þó ein af þeim sem nenna ekki að sitja heima og gera ekki neitt, þannig að ég hef alltaf næg verkefni. Ég er að sinna málum fyrir fjölskyldu og vini og ef tækifæri gefst þá hef ég tekið að mér störf sem henta mér í gegnum tíðina. Ég flutti einmitt til Vestmannaeyja vegna vinnu.“ Í Vestmannaeyjum tók Sædís saman við erlendan mann, Marcin, sem var í upphafi heill- andi og ljúfur. Hófu þau fljót- lega sambúð. Þá fór Marcin að sýna sitt rétta andlit. „Það var bara svoleiðis, að þegar tilfinn- ingar eiga þátt þá verður heilinn heimskur og hjartað ræður,“ segir Sædís sem ákvað því að slíta sam- búðinni en handa sambandinu áfram. Í febrúar 2018 beitti Marcin Sædísi hrottalegu ofbeldi, frelsissvipti hana og nauðgaði. Sædísi reyndist í kjölfarið erfitt að losna undan honum. Hún bar til hans sterkar tilfinningar, en ótt- aðist hann á sama tíma. Hún fór þó að taka skref í burtu frá sam- bandinu en við því brást Marcin ókvæða og hóf að ofsækja hana. „Ég er bara þannig gerð að ég á ótrúlega erfitt með að biðja um hjálp því ég er manneskjan sem fólk kemur til ef eitthvað amar að. Svo ég vildi bara reyna af fremsta megni að vinna mig út úr þessu sjálf. En hann hélt áfram að koma og gafst ekki upp, og ég vildi ekki sjá hann aftur. Þá leitaði ég að- stoðar lögreglunnar, hringdi og bað um að hann yrði fjarlægður frá húsinu mínu.“ Engin óskastaða Það er ekki óskastaða neins að þurfa að leita liðsinnis lögreglu vegna ofbeldis í nánu sambandi og stöðugs áreitis fyrrverandi maka. Slík mál koma nokkuð oft inn á borð hjá lögreglu og þykja vandasöm meðferðar enda aðilar máls oft í viðkvæmri stöðu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dóms- málaráðherra fjallaði um það á pallborðsfundi hjá OECD í byrjun mánaðar, að mikilvægt væri að lögregla hefði sérþekkingu á af- leiðingum heimilis ofbeldis til að geta mætt þolendum brotanna af skilningi og nærgætni á vettvangi. Frásögn Sædísar gefur til kynna að nokkuð sé enn í land í málaflokknum. Vegna áreitis frá Marcin þurfti Sædís oft að kalla eftir lögreglu til fjarlægja hann af lóðinni við heimili hennar. Vegna tíðra afskipta lögreglu hafði Sædís verið hvött til að gefa formlega skýrslu og leggja fram kæru og henni greint frá úrræðum á borð við nálgunarbann. Henni sárnaði mjög þegar lögreglumaður sagði henni að þetta gæti ekki gengið lengur. „„Þetta gengur ekki lengur, þú verður að fara að gera eitthvað í þessu“, sagði hann við mig.“ Henni sárnaði þó enn meira þegar hún fyrir slysni heyrði samtal tveggja lögreglumanna í kjölfar þess að hún kallaði eftir aðstoð þeirra. Að sögn Sædísar var var eitthvað þessu líkt sagt í samtalinu: „Ég skil ekkert hvað er verið að mála hann sem skrímsli. Hann er óttalegt grey. Hann langar bara að fá sér að ríða og fer því þang- að sem hann veit að hann fær að ríða.“ „Þarna brotnaði ég niður“ Í kvörtun sinni segir Sædís um at- vikið: „Þar þarf vart að taka það fram að þarna brotna ég nið- ur. Þeir sem ég leita til hafa ekki meira álit á mér en svo að það virtist vera einskonar ónæði af því að kalla þá til þar sem fyrrverandi hefði bara verið fullur og komið til að fá sér að ríða. Er það virki- lega svona sem lögreglumenn tala um þá sem þurfa á aðstoð þeirra að halda?“ Sædís greindi Páleyju Borg- þórsdóttur lögreglustjóra frá at- vikinu. Fékk hún svar frá Páleyju í tölvupósti þar sem beðist var velvirðingar á atvikinu og tek- ið yrði á málinu innanhúss, en sömuleiðis var henni bent á rétt hennar til að bera kvörtunina upp við nefnd um eftirlit með lög- reglu. Annar lögreglumannanna hafði í kjölfarið samband við Sæ- dísi og baðst afsökunar. Sædís afréð þá að fara og kæra Marcin fyrir brot hans gegn henni. Kom það henni þá á óvart hvað viðmót lögreglu breyttist snar- lega. En staða hennar, sem henni fannst lögregla hafa haft lítinn áhuga á framan af, var skyndilega komin í forgang og kappkostað að ná fram nálgunarbanni. Gert að sæta nálgunarbanni Héraðsdómur Suðurlands stað- festi ákvörðun um nálgunarbann í tvo mánuði. „Það var vissu- lega léttir þar sem ég var orðin svo uppgefin. En sú staðreynd að ég elskaði þann hluta fyrrver- andi sambýlismanns míns sem var edrú, elskulegur og svo góð- ur við mig, gerði hlutina flóknari. Það var óstjórnlega erfitt að halda sig burtu fáandi hver skilaboðin á fætur öðrum frá honum þar sem hann sagðist iðrast gjörða sinna, grátbað mig fyrirgefningar og þess á milli hótaði að taka eigið líf ef ég yrði ekki við því að koma og hitta hann,“ segir Sædís í kvörtun sinni. Sædís hafði svo samband þegar Marcin braut nálgunar- bann. Í síma svaraði lögreglu- maður en þegar Sædís greindi frá aðstæðum heyrði hún hann snúa sér að kollega sínum og spyrja: „Hvernig snúum við okkur í þessu máli?“ Í kjölfarið komu lögreglu- menn á heimili hennar til að taka skýrslu og mun þá lögreglumað- ur hafa spurt Sædísi: „Og hvað viltu að við gerum?“ Báðar þess- ar spurningar grófu frekar und- an trausti Sædísar. Vissu þeir ekki hvað þeir ættu að gera í þessum aðstæðum? Eða voru það henn- ar aðstæður sem voru að fá öðru- vísi meðferð. Var henni kannski ekki trúað, eða ekki tekið mark á henni þar sem henni gekk ekki að slíta alfarið á samskipti við sinn fyrrverandi? Eftir að nálgunarbannið rann út hélt Marcin áfram upptekn- um hætti og Sædís fór aftur fram á nálgunarbann. Sundur og saman „Þú veist hvernig þetta hefur ver- ið hjá ykkur, sundur og saman, „Ég upplifi mig sem sakborning en ekki brotaþola“ Fyrrverandi sambýlismaður ofsótti hana og beitti hrottalegu ofbeldi - Heyrði lögreglumenn gera lítið úr aðstæðum hennar- Sökuð um lygar og rangfærslur Erla Dóra erladora@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.