Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 29
FÓKUS 2914. febrúar 2020 Sundaborg 1 104 Reykjavík 777 2700 xprent@xprent.is SÓLARFILMUR! Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Ilmkerti og David Hasselhoff Allt sem þú vissir ekki um keppendur í Söngvakeppninni A nnað undanúrslitakvöld Söngvakeppninnar fer fram laugar­ dagskvöldið 15. febrúar. Fimm flytjendur etja kappi og freista þess að komast í hóp með hljómsveitinni Dimmu og dúett Ísoldar og Helgu, sem komust áfram í úrslitin eftir fyrra undan­ úrslitakvöldið. Sjálft úrslitakvöldið fer fram 29. febrúar og þá ræðst hver verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí. DV kynnti sér keppendur betur, en þeir leyna á sér á ýmsum sviðum. Íva Marín Adrichem Íva fæddist blind vegna augngalla. Hún byrjaði í tónlistarnámi tveggja ára, en faðir hennar er hollenskur og móðirin íslensk. Stór plön Íva sigraði í alþjóðlegri ritgerðarsamkeppni Lions­hreyfingarinnar fyrir blind og sjónskert ungmenni árið 2011 og stóð ekki á svörum þegar hún var spurð um sín framtíðarplön. „Ég ætla að verða forsætis­ ráðherra,“ sagði hún þá í viðtali við Morgunblaðið. Sund og söngur Auk þess að vera afreks­ kona á sviði tónlistar æfði Íva lengi vel sund og státar af ýmsum metum í þeirri grein. Nína Dagbjört Helgadóttir Nína er vel merkt föðurnafninu en fyrsta húðflúrið sem hún fékk sér var Helgadóttir, en blekið hefur verið á söngkonunni síðan sumarið 2017. Jólastjarna Nína hefur lengi reynt að skapa sér nafn í tónlistinni og tók með­ al annars þátt í Jólastjörnunni árið 2015 þar sem hún freistaði þess að fá að syngja með sjálf­ um Bó Halldórs á jólatónleik­ um. Nína stóð sig með prýði en hreppti ekki hnossið. Ilmur af velgengni Það leynist líka frumkvöðull í Nínu en hún stofnaði fyrirtæki ásamt samnemendum í frum­ kvöðlafræði í Fjölbrautaskóla Garðarbæjar í fyrra. Fyrirtæk­ ið sérhæfði sig í framleiðslu á ilmkertum sem róa hugann og Nína gegndi starfi fjármálastjóra í sprotafyrirtækinu. Matthías Matthíasson Matti er bæði lærður kaf­ ari og keppti í spjótkasti á yngri árum. Hann reyndar spreytti sig í flestum íþrótt­ um sem barn, svo sem fót­ bolta, handbolta og sundi og státar af verðlaunapen­ ingum í ýmsum greinum. Tilgangslaus hæfileiki Matti kann að tala og syngja afturábak, algjör­ lega áreynslulaust. Þennan hæfileika hafa Íslendingar oft fengið að hlýða á og sjá. Spólandi góður Hann byrjaði að vinna í fiski tíu ára gamall og keypti sér hjól fyrir laun­ in. Hann hjólaði mikið sem barn og var þekktur fyrir að geta farið langar vegalengdir á afturhjólinu einu saman. Hildur Vala Einarsdóttir Hildur sigraði í Söngvakeppni félagsmiðstöðvanna árið 1997 ásamt vinkonu sinni, Ingunni Önnu Ragnarsdóttur, með út­ gáfu af laginu Sound of Silence. Þær unnu hópakeppnina en í einstaklingskeppni var það Guðrún Árný sem fór með sig­ ur af hólmi. Spékoppurinn frægi Einkennismerki söngkonunn­ ar er lítill spékoppur á vinstri vanga sem hún fékk eftir hjól­ reiðaslys þegar hún var tíu ára. Hildur fór niður brekku á bremsulausu hjóli, datt af hjólinu og lenti harkalega með kinnina á steini. Sauma þurfti nokkur spor í kinnina og þannig fæddist spékoppurinn. Hasselhoff í uppáhaldi Hildur var dugleg að láta að sér kveða í Barna­DV og Æskunni á árum áður, skrifaði sögur og auglýsti eftir pennavinum. Þá safnaði hún öllu með Strand­ varðagoðinu David Hasselhoff og bauð ýmislegt í skiptum fyrir góss með því tengt, til að mynda veggmyndir með Plá­ hnetunni, Kiss og Todmobile. Daði Freyr Pétursson Daði er 208 sentímetrar á hæð og byrjaði í körfubolta er hann gekk í Fjölbrautaskóla Suður­ lands. Hann ku hafa verið ansi öflugur í boltanum þar til hann tók listina fram yfir dripplið. Fyrsti kossinn Daði eignaðist nýver­ ið sitt fyrsta barn með sinni heittelskuðu, Árnýju Fjólu Ásmundsdóttur. Þau kynnt­ ust í Fjölbrautaskóla Suður­ lands en fyrsti kossinn kom á Hróarskelduhátíðinni árið 2010. Rafheili ársins Daði var meðlimur í hljóm­ sveitinni ReTroBot sem bar sigur úr býtum í Músíktilraun­ um árið 2012. Á sömu hátíð var Daði valinn rafheili ársins. Þetta var ekki í fyrsta sinn sem Daði keppti í Músíktilraunum en árið 2008 tók hann þátt með hljómsveitinni Sendibíll.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.