Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 36
36 MATUR 14. febrúar 2020 Leiðin að hjartanu n Valentínusardagurinn hefur fest sig í sessi á Íslandi n Hér eru uppskriftir að skotheldum réttum sem tryggja greiða leið að rómantík Hráefni – Pestó: n 3/4 bolli ferskt kóríander n 1/3 bolli pistasíuhnetur n 1 jalapeno-pipar án fræja n 2 hvítlauksgeirar n Safi úr 1/2 lime n 3 msk. ólífuolía n 2–3 msk. vatn n 1/2 tsk. salt n pipar Hráefni – Rækjur: n 1/2 msk. ólífuolía n 450 g risarækjur, hreinsaðar n 1/2 tsk. hvítlaukskrydd n salt og pipar Hráefni – Pasta: n 280 g spagettí Til að skreyta: n geitarostur n kóríander n saxaðar pistasíuhnetur Aðferð: Byrjum á að búa til pestó. Setjið kóríander, hnetur, jalapeno, hvítlauk, lime-safa, olíu, vatn og salt og pipar í matvinnsluvél og blandið vel saman. Setjið til hliðar. Steikið rækjur í olíu í stórri pönnu yfir með- alhita. Kryddið með hvítlaukskryddi, salti og pipar og eldið í nokkrar mínútur. Takið af hellu og setjið til hliðar. Eldið pasta samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hellið vatni af pastanu og setjið það aftur í pottinn. Hrærið pestó og rækjum vel saman við. Deilið í skálar og skreytið með geitarosti, kóríander og hnetum. Hráefni: n 450 g grænar baunir n 1 msk. ólífuolía n 1/4 tsk. salt n 1/4 tsk. pipar n 1/3 bolli grísk jógúrt n 2 tsk. Creole-krydd n 1 tsk. rifinn sítrónubörkur n 1/2 bolli möndlur, gróft saxaðar n 4 laxaflök Aðferð: Hitið ofninn í 230°C. Setjið álpappír á stóra ofnskúffu. Blandið baunum, olíu, salti og pipar saman í skál. Raðið á skúffu og bakið í 10 mínútur. Blandið jógúrt, kryddi og sítrónuberki saman í annarri skál. Búið til pláss í miðju skúffunnar og setjið laxaflökin þar. Dreifið úr jógúrtblöndunni ofan á flökin og strá- ið möndlum yfir. Bakið í 12 mínútur. Styttri leið Þeir sem vilja stytta sér leið geta keypt tilbúið pestó. Mynd: Ambitious Kitchen Framandi Þessi marokkóski réttur er afar einfaldur. Mynd: Good Housekeeping Góð blanda Möndlur og lax klikka ekki. Mynd: Good Housekeeping Einfaldleiki Stundum er hann bestur. Mynd: Woman’s Day Hráefni: n 3 msk. ólífuolía n 450 g kjúklingabringur n 1/4 tsk. salt n 1/4 tsk. pipar n 1/4 bolli hveiti n 1 lítill rauðlaukur, skorinn í sneiðar n 2 stórar appelsínur n 1/2 bolli grænar ólífur, skornar í helminga n steinselja n hrísgrjón Aðferð: Hitið olíu í pönnu yfir meðalhita. Saltið og piprið kjúkling og þekið hann með hveiti. Steikið í 3 til 4 mín- útur eða þar til hann hefur brúnast. Setjið á disk. Lækkið hitann og eldið rauðlaukinn í um 3 mínútur. Setj- ið safa úr 1 1/2 appelsínu saman við og skerið restina af appelsínunni í þunnar sneiðar. Setjið sneiðarnar saman við laukinn sem og ólífur og 1/4 bolla af vatni. Setjið kjúkling aftur í pönnu og eldið þar til hann er eld- aður í gegn. Skreytið með steinselju og berið fram með hrísgrjónum. Hráefni: n 8 tsk. mæjónes n 4 brauðsneiðar n 2 msk. smjör n 4 stór egg n salt og pipar n ferskar krydd- jurtir, saxaðar Aðferð: Smyrjið báðar hlið- ar brauðsneiðanna með mæjónesi. Notið kökumót til að skera út hjarta í miðju hverr- ar brauðsneiðar. Bræðið smjörið í pönnu yfir meðal- hita. Bætið brauði (og hjartamiðj- unni) á pönnunna og steikið í 5 mínútur. Snúið sneiðunum við og brjótið egg í miðjuna. Saltið og piprið. Lækkið hit- ann og eldið í 5 til 7 mínútur til við- bótar. Skreytið með ferskum kryddjurt- um og berið fram. Pasta með pestó og pistasíuhnetum Möndlulax Hjartabrauð Marokkóskur kjúklingaréttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.