Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 46
46 FÓKUS 14. febrúar 2020 YFIRHEYRSLAN Davíð Þór Katrínarson Davíð Þór Katrínarson, leikari og Vesturbæingur, segist óttast það mest að missa af lífinu. Hans furðuleg- asta atvinna var að vera vegvísir hjá Reykjarvíkurborg en besta ráðið sem hann hefur fengið er að hlusta alltaf á mömmu sína. Davíð Þór er í yfirheyrslu helgarinnar. Hvar líður þér best? Þegar veðrið er eins og það er þessa dagana, þá reikar hugurinn til síðasta sumars. Á góðviðrisdegi á bekkjunum við Tjörnina líður mér best. Ef tímaflakk er ekki í boði þá líður mér best í hægindastól með bók. Hvað óttastu mest? Að missa af lífinu. Hvert er þitt mesta afrek? Ætli það sé ekki að klára Stellu Adler Academy, tuttugu og tveggja og vitlaus. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Lifandi vegvísir hjá Reykjavíkurborg. Við áttum að ganga um bæinn og aðstoða ferðamenn við ýmsa hluti. Við vorum nokk- ur sem eyddum dögunum frekar að sleikja sólina eða hanga á bókasafninu. Það komst upp að einhverju leyti. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Dramatískar ræður og ósamstæðir sokkar. Hvernig væri bjórinn Davíð Þór? Hrikalega góður, millidökkur bjór sem fólk getur drukkið enda- laust án þess að verða þunnt daginn eftir. Besta ráð sem þú hefur fengið? Alltaf að hlusta á mömmusín – ráðið er komið frá mömmu. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Húsverkin eru mér ákveðin hugleiðsla og mér þykir þau al- mennt ekkert allt of leiðinleg. Besta bíómynd allra tíma? One Flew Over the Cuckoo’s Nest er ofarlega hjá mér. Lord of the Rings-þríleikurinn á líka stóra stað í kvikmyndahjartanu mínu. Ég elska fantasíumyndir með sverðum og galdrakörlum. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í að geta spilað á öll hljóðfæri í heiminum. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Ætli það sé ekki að hafa flutt til Los Angeles, ný orðinn tvítug- ur, til að læra leiklist. Það er jafnframt það skemmtilegasta og mest gefandi sem ég hef gert. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Sumt fólk (þ.á.m. ég) ofnotar orðið ÞÚST og SKO og HÉDDNA. Það fer í taugarnar á mér þegar ég tek eftir því í mínu tali. Ekki jafn mikið hjá öðrum. Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Allt of margt. Það er vandamál. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég var að ljúka sýningum á Shakespeare verður ástfanginn í Þjóðleikhúsinu. Þessa dagana er ég að kenna krökkum leiklist í Leynileikhúsinu og vinna í hinum ýmsu verkefnum með góðu samstarfsfólki. Þar á meðal er einstaklega spennandi kvik- myndaverkefni með nokkrum af mest spennandi listamönn- um landsins. Alltaf að hlusta á mömmusín M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Íris Hauksdóttir iris@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.