Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.2020, Blaðsíða 10
n Lærði fljótt að sjá fegurðina í einverunni n Öll okkar orka fór í að láta þetta virka „Margir sjá sækópata í mér“ S nævar Darri Ingólfsson leikari útskrifaðist frá leiklistardeild Arts Ed School of Acting í London árið 2003 og segir verkefnalistann orðinn helvíti langan síðan þá. Darri, eins og hann er alltaf kallaður, hefur nú dvalið í borg englanna í tuttugu ár og unir hag sínum vel enda erfitt að sakna íslenska slabbsins. Darri ól snemma með sér leikaradraum en hann flutti til London tæplega tvítugur þar sem hann nam leiklist. Stefnan var þó alltaf sett á stóra tjaldið í Hollywood. „Ég var heppinn að landa fyrsta hlutverkinu mínu skömmu eftir útskrift hjá Donmar Warehouse-leikhúsinu í London. Eins gaman og mér fannst að leika á sviði setti ég alltaf stefnuna á kvikmyndaleik – það var ástæðan fyrir því að ég lagði í leiklistina. Mig langar að búa til bíómyndir. Ég setti því snemma stefnuna á Bandaríkin og sjö árum eftir útskrift var ég mættur til Los Angeles með eina ferðatösku og þekkti ekki sálu. Það var þó ekkert á við þá áskorun að flytjast fyrst til London, því fram að því hafði ég alltaf átti stóran vinahóp á Íslandi og alltaf umkringdur fólki, en þarna var ég skyndilega aleinn. Við leigðum fjögur saman og það var alveg frábær tími, ég eignaðist fljótt góða vini sem ég held í dag enn góðum vinskap við, en ég viðurkenni að það var erfitt að vera svona einn þótt það hafi á sama tíma verið það besta sem kom fyrir mig. Ég lærði fljótt að sjá fegurðina í einverunni og um leið að íhuga allt sem áður hafði gengið á í lífi mínu. Ómeðvitað komst ég svo áfram yfir í næsta kafla í lífi mínu.“ Ósofinn og útataður blóði Að öðlast landvistarleyfi í Ameríku er fjandanum erfiðara og Darri segir biðina eftir græna kortinu hafa tekið talsvert á taugarnar. Hann hafði þó ekki dvalið lengi við þegar ástin barði að dyrum. „Ég kynntist konunni minni rétt tæpum sex mánuðum eftir að ég fluttist hingað út en hún starfar sem sálfræðingur og ljósmyndari hér í borg. Við kynntumst á stefnumótaforriti, en á þessum tíma var ég nýfluttur út og hafði ákveðið að eyða jólunum í Los Angeles þrátt fyrir að þekkja varla nokkurn mann. Ég vildi standa með þeirri ákvörðun minni að flytja hingað og vera úti yfir jólin þótt tilhugsunin um það væri ögn ógnvekjandi. Ég endaði á að fara á eitt stefnumót í gegnum þessa netsíðu og það reyndist vera við Michelle. Í dag hef ég búið jafn lengi erlendis og ég hef búið á Ís- landi og kynnst mörgu góðu fólki hér úti, bæði af erlendum upp- runa og Íslendingum sem búa hér. Ég er heppinn með allt þetta góða fólk í lífi mínu og þakklátur fyrir það.“ Saman eiga þau Darri og eig- inkona hans, Michelle Datuin, börnin Nolan Darra og Köru en rúmt ár er á milli systkinanna. Koma frumburðarins, Nolans, í heiminn var þó með nokkuð dramatískum hætti. „Ég var staddur í miðjum tök- um á Dexter þegar Michelle missti vatnið og í kjölfarið heyrði ég í framleiðenda þáttanna sem gaf mér leyfi til að rjúka upp á fæðingardeild. Tæpum klukku- tíma eftir að sonur okkar kom í heiminn hentist ég af stað aftur í tökur, ósofinn og útataður blóði. Þegar ég settist í förðunarstólinn brotnaði ég svo gjörsamlega nið- ur, en þetta var dæmalaust magn- aður dagur.“ Framtíðin algjör óvissa Á fyrsta afmælisdegi Nolans komust hjónin að því a ð annað barn væri á leiðinni og þótt frek- ari barneignir hefðu ekki verið formlega settar á stefnuskrána segist Darri gríðarlega glaður og þakklátur enda hafi stefnan alltaf verið að eiga fleiri en eitt barn. „Daginn sem við komumst að því að Michelle var ófrísk í fyrsta sinn var ég að vinna sem þjónn á bar. Við áttum þrjú hundruð dollara á bankareikningi og þótt við hefðum planað það barn var framtíðin fullkomin óvissa. Tveimur vikum síðar fékk ég svo hlutverk Olivers Saxo í sjónvarps- þáttunum Dexter, ég hef ekki bók- að mig í margar prufur af þáttum sem ég þekki eða hef horft á sjálf- ur, en þarna var ég vel kunnug- ur. Þess vegna var það enn meiri heiður fyrir mig að vera ráðinn inn í síðustu seríuna og fyndið að hugsa til þess hversu margir leik- stjórar sjá einhvern sækópata í mér, eins og ég er nú næs gaur.“ Darri lýsir ferlinu fyrir hlut- verkið af mikilli innlifun en hann var prófaður í þrjú mismunandi hlutverk. „Það ríkti mikil leynd yfir þessu öllu saman og umboðs- maður minn mátti ekki einu sinni vita neitt. Daginn eftir prufurn- ar, þar sem ég hafði prófað þrjú mismunandi hlutverk, fékk ég svo hringingu þar sem mér var sagt að ég yrði vondi karlinn. Ég varð auðvitað rosalega spenntur enda mun stærra hlutverk en ég hafði þorað að vona að hreppa og algjör draumur að ganga inn í þetta sett. Þau voru þarna að skjóta sjöundu seríu og allt eins og vel smurð vél, svo þrátt fyrir langa tökudaga var yndislegt að vinna með öllu þessu fólki. Þetta er óneitanlega það stærsta sem ég hef gert hingað til hér úti og ég hlakka mikið til að ná að festa mig í þáttum sem „series regular“ enda breytast launin talsvert við það, en fyrsta hlutverkið sem ég fékk var einmitt í þáttum þar sem ég átti að vera í einum þætti en leikstjóranum leist svo vel á mig að hann framlengdi minn karakt- er í sjö af tíu þáttum. Þetta var í sjónvarpsþáttunum Last Resort og hlutverkið opnaði óumdeil- anlega margar dyr fyrir mig, sem óbeint komu mér á þann stað að ég endaði á, á fundi með umboðs- aðilunum sem voru að leita að leikurunum fyrir Dexter.“ Straujar út íslenska hreiminn Spurður hvernig Ameríkanar taki í íslenska hreiminn segist Darri strax hafa fundið sér fagmann til að strauja út hljóðin sem hann kunni sjálfur ekki að fást við. „Auðvitað eru mismunandi hreimar hér í Ameríku og þetta er eflaust barátta sem ég mun alltaf þurfa að eiga í. Hér eru margir sem berjast um sama bitann og þótt ég standi eflaust jafnfæt- is einhverjum hvað leikræna til- burði varðar hafa innfæddir alltaf tungutakið fram yfir mig. Ég tók samt strax meðvitaða ákvörðun um að láta hreiminn ekki stoppa 10 14. febrúar 2020FRÉTTIR Íris Hauksdóttir iris@dv.is Fjölskyldan Darri og Michelle með börnum sínum. Tveir á setti Darri ásamt aðalleikara Dexter, Michael C. Hall. „Ég skildi ekki neitt í neinu þarna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.